
„Mikill metnaður til að ná hærra og gera meira“
Halldór Stefán Haraldsson kveðst spenntur fyrir því að taka við karlaliði KA. Honum fannst vera kominn tími á nýja áskorun eftir sjö ár með kvennalið Volda í Noregi.
Halldór Stefán Haraldsson kveðst spenntur fyrir því að taka við karlaliði KA. Honum fannst vera kominn tími á nýja áskorun eftir sjö ár með kvennalið Volda í Noregi.
Aron Rafn Eðvarsson var mættur aftur í mark Hauka í Olís deild karla í handbolta eftir 11 mánaða fjarveru fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Hann er ánægður með að vera kominn aftur á völlinn og er nú betur varinn en áður. Sem betur fer því hann fékk skot í höfuðið í leik Hauka og Stjörnunnar á fimmtudagskvöldið var.
Valur bar sigurorð af KA fyrir norðan, 32-36, í áhugaverðum leik í Olís deild karla. KA liðið hélt lengi vel í við gestina sem reyndust þó að lokum of stór biti.
KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok.
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er þakklátur KA-mönnum fyrir að flýta leik KA og Vals í Olís deild karla í handbolta í kvöld en leikurinn var að lokum færður fram um hálftíma.
Leik KA og Vals í Olís deild karla í handbolta í kvöld hefur verið flýtt til 17.30.
„Mér finnst alveg magnað að Björgvin Páll sé að standa í því að bauna á okkur,“ segir Haddur Júlíus Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, vegna ummæla Björgvins Páls Gústavssonar á Twitter í dag.
Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld.
Handknattleiksdeild KA hefur staðfest að Halldór Stefán Haraldsson muni taka við þjálfun liðs KA í Olís deild karla í sumar. Hann skrifar undir þriggja ára samning.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld gegn Haukum að Ásvöllum. Leikurinn endaði með jafntefli 33-33, eftir að heimamenn höfðu leitt leikinn megnið af leiktímanum.
Haukar og Stjarnan mættust að Ásvöllum í kvöld í fyrsta leik 15. umferðar í Olís-deildinni. Leikurinn var jafn og spennandi. Stjarnan tryggði sér eitt stig út úr leiknum með síðasta skoti leiksins af vítalínunni en liðið hafði verið skrefi á eftir Haukum allan seinni hálfleikinn. Lokatölur 33-33.
Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld.
Erlingur Richardsson mun hætta sem þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta eftir tímabilið en frá þessu er greint á Facebook síðu ÍBV.
Nýliðar Harðar frá Ísafirði voru nálægt sínum fyrsta sigri þegar þeir heimsóttu höfuðstað Norðurlands í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta.
Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld.
„Markvarsla Hauka á tímabilinu hefur í raun og veru ekki verið boðleg,“ segir Stefán Árni Pálsson í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport.
Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld.
Framarar tóku bæði stigin með sér úr Mosfellsbænum í Olís deild karla í handbolta í gærkvöldi en það leit ekki út fyrir það þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.
Fram heimsótti Aftureldingu í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Gestirnir virtust hafa tapað leiknum í síðari hálfleik en sneru við taflinu og unnu á endanum magnaðan eins marks sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Afturelding tapaði með minnsta mun gegn Fram 29-30. Afturelding var yfir nánast allan leikinn en kastaði leiknum frá sér á lokamínútunum og Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var hundfúll með sína menn.
Óvissa ríkir um það hvenær Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, lykilmaður í handboltaliði Fram, getur spilað með liðinu í Olís-deildinni eftir að hann meiddist illa í ökkla.
Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld.
Snorri Steinn Guðjónsson segir nauðsynlegt að hlutirnir í kringum handknattleikslandsliðið séu krufðir með gagnrýnum augum. Hann var hissa á umræðunni fyrir mót og sér fyrir sér að taka við landsliðinu einn daginn. Þetta kemur fram í viðtali við Snorra í Handkastinu.
Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta.
Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu var vitaskuld sár og svekktur eftir tap hans manna gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í kvöld. Stjarnan vann fjögurra marka sigur eftir jafnan leik.
Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik fyrir Selfoss er liðið vann mikilvægan þriggja marka sigur gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann skoraði níu mörk fyrir liðið og var sérstaklega ánægður með að Selfyssingar hafi aldrei gefist upp í kvöld.
Í kvöld lék Stjarnan sinn fyrsta leik í 52 daga þegar Grótta kom í heimsókn í 14. umferð Olís-deildarinnar. Lauk leiknum með nokkuð sannfærandi sigri heimamanna. Lokatölur 31-27 og Stjarnan byrjar nýja árið vel.
Leik ÍR og ÍBV í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Skógarseli í dag hefur verið frestað.
Dagur Gautason og Ólafur Gústafsson skoruðu samtals 24 mörk þegar KA sigraði Hörð með minnsta mun, 32-31, í mikilvægum fallslag í Olís-deild karla í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að brosa eftir mjög svo sannfærandi sigur gegn FH í Olís-deildinni í dag. Valur með forystuna allan leikinn og vann að lokum átta marka sigur í miklum markaleik, 44-36.