

Skjóðan skrifaði í Markaðinn í Fréttablaðinu.
Vaxtaákvarðanir seðlabanka eiga að vera fyrirsjáanlegar. Seðlabankar eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir, sem hreyfa sig hægt og lítið í einu, nema þegar skyndilegar og ófyrirsjáanlegar krísur kalla á snarpari viðbrögð.
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa ekki nýtt auknar heimildir sem þeir hafa fengið að undanförnu til fjárfestinga erlendis. Þegar á þá er gengið um ástæður þessa er viðkvæðið að menn fjárfesti nú ekki erlendis bara til að fjárfesta erlendis.
Nú nálgast kosningar og enn mæta forsætis- og fjármálaráðherra í Hörpu að kynna byltingu í skulda- og lánamálum.
Panama-skjölin komu fram í sviðsljósið með miklum hvelli. Forsætisráðherra neyddist til að segja af sér embætti.
Stjórnendur lífeyrissjóða og fulltrúarnir sem þeir velja til stjórnarstarfa í skráðum félögum hafa það vandasama hlutverk að gæta og ávaxta fjármuni sjóðsfélaga, sem hér á landi hafa nær engin áhrif á fjárfestingastefnu sjóðanna.
Nú hefur Alþingi samþykkt svokallað haftafrumvarp fjármálaráðherra. Þetta greiðir götu fyrir gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands til að hleypa aflandskrónueigendum úr landi á verulegum afslætti frá gildandi gengi krónunnar.
Hagnaður stóru bankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er rétt ríflega þriðjungur þess sem var á síðasta ári.
Undanfarin misseri hafa hrein gjaldeyriskaup Seðlabankans á markaði stigmagnast.
Bæði föstudag og mánudag hrikti í íslensku Kauphöllinn
Mönnum hættir til að gera mistök í hita leiksins. Stundum er gott að telja upp að tíu áður en rokið er áfram. Íslenska þjóðin er núna í hita leiksins og ætti kannski að telja upp að tíu. Er það í þágu bestu hagsmuna þjóðarinnar að rjúka í kosningar á þessu ári
Ef sjálfur forsætisráðherrann treystir sér ekki til að geyma peninga sína í heimalandinu og í gjaldmiðli eigin þjóðar hví skyldu erlendir fjárfestar treysta þessu landi?
Gríðarlegur uppgangur ríkti hér á landi á árunum fyrir hrun. Gamlir, staðnaðir ríkisbankar í úreltu fjármagnskerfi voru seldir lykilfjárfestum.
Í síðustu viku samþykkti Alþingi lög sem heimila fjármálaráðherra að setja á fót eignarhaldsfélag til að fara með þær framsalseignir, sem ríkið tekur við frá slitabúum gömlu bankanna.
Stundum getur skjóðan ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska Fjármálaeftirlitið sé í raun fátt annað en sóun á fjármunum.
Einu aðilarnir, sem fást til að fjárfesta hér á landi í krónuhagkerfinu, eru spákaupmenn sem stunda vaxtamunarviðskipti vegna ofurvaxta Seðlabankans og þau viðskipti ógna stöðugleika. Það höfum við áður rekið okkur á. Stjórnendur lífeyrissjóðanna ganga síðan eins langt og þeir komast við að gera sér mat úr fákeppni á kostnað sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna.
Stóru bankarnir þrír hafa nú skilað uppgjörum fyrir 2015. Ekki geta þeir kvartað því hagnaður ársins er um 107 milljarðar. Hagnaðurinn frá hruni er 480 milljarðar, sem verður að teljast talsvert í hagkerfi, sem hrundi nánast til grunna, þar sem allur hlutabréfamarkaðurinn hvarf á einni nóttu – varð að núlli.
Landbúnaðarráðherra og fulltrúi bænda eru búnir að skrifa undir búvörusamning til tíu ára. Það er því ekki fyrr en á fjórða kjörtímabili héðan í frá sem hann fellur úr gildi.
Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna.
Seint verða íslensk stjórnvöld sökuð um ofdekur við neytendur.
Fram til þessa hefur "uppgjörið“ við hrunið falist í því að nokkrir stjórnendur og eigendur gömlu bankanna hafa verið leiddir fyrir dómara og dæmdir í fangelsi.
Skjóðan segir að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi skaðað eigendur bankans.
Skjóðan fær sig hins vegar ekki til að taka undir með Kára Stefánssyni þegar hann leggst gegn því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum.
Full ástæða er fyrir Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á því hvort olíufélögin höfðu með sér samráð um að einungis eitt þeirra byði í viðskiptin við smábátasjómenn.
Greinilega stefnir nú í að framboð af frambjóðendum til forseta verði langt umfram eftirspurn. Enn hafa engar kanónur meldað sig til leiks en í ljósi þess aukna pólitíska mikilvægis sem embættið hefur öðlast í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar er ákjósanlegt að sá forseti sem við tekur í sumar fái afgerandi umboð frá þjóðinni.