Fimm stjörnu tónleikar „Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum styrktartónleika en okkur langaði að gera eitthvað sérstakt í tilefni 15 ára afmælis félagsins,“ segir Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður félags Einstakra barna. Tónlist 8. mars 2012 08:45
Biophilia í nýrri útgáfu Annan apríl hefst endurhljóðblönduð útgáfuröð með lögunum af plötu Bjarkar, Biophilia. Þeir sem taka þátt í verkefninu eru These New Puritans, Matthew Herbert, El Guincho, Hudson Mohawke, Alva Noto, 16 Bit, Current Value, King Cannibal og pönk-rappsveitin Death Grips frá Kaliforníu. Tónlist 8. mars 2012 07:15
Fimm trommarar taka þátt í alþjóðlegri úrslitakeppni Úrslit alþjóðlegu trommarakeppninnar Shure Drum Mastery verða haldin á Gauki á Stöng á laugardaginn. Þar stíga á svið fimm trommarar og etja kappi fyrir framan áhorfendur, sem kjósa sigurvegarann með lófaklappinu einu saman. Hann hlýtur að launum veglegan hljóðnemapakka frá Shure. Tónlist 7. mars 2012 16:00
Rokkarar ætla að drekka í friði "Við ákváðum að halda þetta kvöld til að sýna fram á að það sé hægt að hlusta á Motörhead og drekka Motörhead rauðvín, án þess að hljóta skaða af,“ segir Franz Gunnarsson, en hann og félagar hans á Gamla Gauknum standa fyrir rokkarakvöldi þar sem hægt verður að fá hið umdeilda Motörhead Shiraz rauðvín og Black Death bjór. Tónlist 7. mars 2012 10:00
Þrjár hljómsveitir í einni "Við erum eiginlega þrjár hljómsveitir í einni. Í fyrsta lagi erum við hljómsveit sem gefur út frumsamið efni. Svo erum við hljómsveit sem spilar á kaffihúsum, böllum, brúðkaupum og þess háttar, og að lokum erum við hljómsveit sem spilar í kirkjum,“ segir Elías Bjarnason, annar gítarleikari hljómsveitarinnar Tilviljun? Tónlist 6. mars 2012 14:00
Uppselt á flesta tónleika Of Monsters í Bandaríkjunum „Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Tónlist 6. mars 2012 12:00
Nýtt lag frá Arcade Fire Hljómsveitin Arcade Fire hefur sent frá sér lagið Abraham's Daughter sem hljómar í fantasíumyndinni The Hunger Games. Tónlist 5. mars 2012 22:00
Samstarf Bigga og John Grant vindur upp á sig "Við erum að vinna í plötunni hans. Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Biggi Veira. Tónlist 5. mars 2012 12:30
Spila í Japan í páskafríinu „Þetta verður mjög spennandi,“ segir Jófríður Ákadóttir úr Pascal Pinon. Tónlist 5. mars 2012 10:00
Ekki týpískt þungarokk "Við erum ekki að spila týpíska þungarokkstónlist, og höfðum því til töluvert breiðari áheyrendahóps,“ segir Ási Þórðarson, trommuleikari hljómsveitarinnar Muck. Tónlist 4. mars 2012 14:00
Zeppelin safnaði í sjóð Ágóðinn af endurkomutónleikum Led Zeppelin í O2-höllinni í London í desember 2007 er hluti af fimm milljarða sjóði sem hefur verið gefinn Oxford-háskóla. Það var ekkja Ahmets Ertegun, stofnanda Atlantic Records sem Led Zeppelin var á mála hjá, sem ánafnaði háskólanum peninginn. Hann verður notaður í stofnun styrktarsjóðs í nafni Ertegun-hjónanna. Bassaleikarinn John Paul Jones sagðist vera mjög stoltur af því að tónleikarnir hafi átt þátt í stofnun styrktarsjóðsins. Tónlist 3. mars 2012 17:00
Vaccines valin besti nýliðinn hjá NME Rokkararnir í The Vaccines, með bassaleikarann Árna Hjörvar innanborðs, urðu fyrir valinu sem besti nýliðinn á NME-hátíðinni í London á miðvikudagskvöld. Tónlist 2. mars 2012 21:00
Breyttu stefi eftir kvörtun frá útgáfu White Stripes „Það er búið að skipta laginu út. Nýju auglýsingarnar eru með öðru lagi. Þetta var bara svona gítarriff,“ segir Hörður Harðarson hjá VERT markaðsstofu sem sér um markaðsmál fyrir smálánafyrirtækið Hraðpeningar. Tónlist 2. mars 2012 15:00
Frábær stemning á tónlistarverðlaununum Tónlistarfólk landsins fjölmennti í Hörpu á miðvikudagskvöldið þar sem íslensku tónlistarverðlaunin fóru fram. Mugison fór heim með fimm verðlaun á hátíðinni og var meðal annars valinn vinsælasti flytjandi ársins. Kynnir kvöldsins var Vilhelm Anton Jónsson og meðal þeirra sem tróðu upp voru hljómsveitin Of Monsters and Men, Sóley, Mugison og Ari Eldjárn. Tónlist 2. mars 2012 14:00
Syngur um græðgina og spillinguna á Wall Street Sautjánda hljóðversplata Bruce Springsteen nefnist Wrecking Ball og kemur út eftir helgi. Umfjöllunarefnið er bágt efnahagsástandið í Bandaríkjunum. Tónlist 1. mars 2012 20:30
Vilja gera plötu með Jimi Tenor Hjálmar eru í viðræðum við finnska tónlistarmanninn Jimi Tenor um að vinna með honum fleiri lög. Hann söng með hljómsveitinni í laginu Messenger of Bad News sem var tekið upp í fyrra. Tónlist 1. mars 2012 18:00
Syngja lag Jackson og Mercury Friðrik Ómar og Matthías Matthíasson bregða sér í hlutverk söngvaranna sálugu Michaels Jackson og Freddies Mercury í nýútgefnu lagi. Tónlist 1. mars 2012 17:30
Magni syngur til heiðurs Houston "Ég er ekkert að fara að taka I Will Always Love You,“ segir Magni Ásgeirsson. Hann verður eini karlsöngvarinn á tónleikum til heiðurs Whitney Houston í Austurbæ 22. mars. Þar stíga einnig á svið Jóhanna Guðrún, Sigga Beinteins og fleiri söngkonur. Tónlist 1. mars 2012 16:00
Högni spilar á Íslandi Færeyingurinn Högni Reistrup treður upp ásamt hljómsveit á þrennum tónleikum 1. til 3. mars. Þetta verða fyrstu tónleikar hans hér að landi. Hann fær til liðs við sig færeysku söngkonuna Guðrið Hansdóttur sem hefur verið búsett á Íslandi síðan í haust. Högni Reistrup sendi í byrjun árs frá sér sína þriðju plötu, Samröður við framtíðina, þar sem hann blandar saman poppi, raf- og rokktónlist. Gripurinn hefur fengið góða dóma í færeyskum og dönskum fjölmiðlum. Fyrstu tónleikarnir verða á Græna hattinum í kvöld, þeir næstu á Gauki á Stöng annað kvöld og þeir síðustu á Kex Hosteli á laugardagskvöld. Tónlist 1. mars 2012 10:00
Pólýfónía í nýrri útgáfu Platan Pólýfónía Remixes er komin út. Hún inniheldur endurhljóðblandanir af níu lögum plötu Apparats Organ Quartet, Pólýfóníu, eftir FM Belfast, Bloodgroup, Dreamtrak, Beta Satan, Reptilicus, Frederik Schikowski, Flemming Dalum, Thomas Troelsen og Robotaki. Pólýfónía kom út í lok ársins 2010 á vegum 12 Tóna en tæpu ári síðar kom hún út erlendis á vegum danska útgáfufyrirtækisins Crunchy Frog. Pólýfónía Remixes er fáanleg á öllum helstu tónlistarveitum á netinu, til dæmis á iTunes, Amazon og Gogoyoko. Tónlist 29. febrúar 2012 18:00
Fjórtán dómarar í Wacken Fjórtán dómarar verða í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á Nasa á laugardaginn. Níu þeirra eru erlendir. Tónlist 29. febrúar 2012 15:00
Hinn dularfulli Gabríel frumsýnir glænýtt myndband Vísir frumsýnir glænýtt myndband með dularfulla tónlistarmanninum Gabríel við lagið Stjörnuhröp. Rapparinn Opee og söngvarinn Valdimar fara á kostum í laginu sem hefur slegið í gegn síðan það var gefið út. Tónlist 29. febrúar 2012 11:15
Blur spilar í Gautaborg Enska hljómsveitin Blur spilar á tónlistarhátíðinni Way Out West sem verður haldin í Gautaborg í ágúst. Meðal annarra flytjenda verða The Black Keys, Bon Iver og Florence and the Machine. Tónlist 29. febrúar 2012 08:00
Blunderbluss frá White Fyrsta sólóplata Jacks White, fyrrum forsprakka The White Stripes, nefnist Blunderbluss og kemur út 24. apríl. Fyrsta smáskífulagið, Love Interruption, er komið út en þar syngur White dúett með söngkonunni Ruby Amanfu sem fæddist í Gana en býr í Nashville. Lagið er lágstemmt og undir áhrifum sveitatónlistar. Lífið 23. febrúar 2012 20:00
Þýsk Mercury-sveit til Íslands Þýska hljómsveitin MerQury, sem spilar vinsælustu lög Queen, stígur á svið í Laugardalshöll 7. apríl. Tónlist 21. febrúar 2012 07:00
Tónleikar til heiðurs Cash Minningartónleikar um tónlistarmanninn Johnny Cash verða haldnir í Lindakirkju 26. febrúar, sama dag og hann hefði orðið áttræður. Tónlist 18. febrúar 2012 16:30
Lætur ekkert stoppa sig þegar Kiss er annars vegar Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Skálmaldar, er með sérstakt rokkherbergi heima hjá sér. Þar fær árátta hans tengd hljómsveitinni Kiss að njóta sín. Tónlist 18. febrúar 2012 12:30
Hæðir og lægðir Houston Söngkonan ástsæla Whitney Houston lést um síðustu helgi. Ferill hennar var frábær framan ef en dalaði mikið síðasta áratuginn í lífi hennar. Tónlist 14. febrúar 2012 10:45
Mest afslappandi lag allra tíma Hljómsveitin Marconi Union vann með hópi þerapista við að búa til afslappandi lag sem hægir á öndun og starfsemi heilans. Tónlist 11. febrúar 2012 10:00