Glaðir og fjörugir hálfvitar Gleðisveitin Ljótu hálfvitarnir gerði allt brjálað í Borgarleikhúsinu á föstudaginn þegar sveitin hélt útgáfutónleika en hún gaf nýlega út disk sem ber nafn sveitarinnar. Tónlist 3. júlí 2007 06:30
Rokk og ról hjá Cartier í París Cartier-snyrtifyrirtækið rekur stórt safn í Paris á Boulevard Raspail. Húsið er hannað af Jean Nouvel arkitekt, þeim sem datt út í lokaumferð keppninnar um Tónlistarhúsið í Reykjavík. Tónlist 3. júlí 2007 06:00
Vinnumiðlunin Future Future „Ég held að það sé hinn óþrjótandi brunnur sköpunar hljómsveitarmeðlima Future Future sem veldur þessu," segir Siggi Oddsson, söngvari Future Future. Tónlist 3. júlí 2007 02:00
Tónleikar Stones í Belgrad færðir vegna hrossa Fyrirhugaðir risatónleikar Rolling Stones í Belgrad í Serbíu hafa verið færðir vegna mikilla mótmæla dýraverndunarsinna um þau slæmu áhrif sem tónlistin gæti haft á hross í nágrenninu. Tónlist 2. júlí 2007 03:30
41 lag um Þjóðhátíð Tvöfalda safnplatan Í brekkunni – Á Þjóðhátíð í Eyjum er komin út. Á plötunum, sem innihalda 41 lag, eru flest af vinsælustu Þjóðhátíðarlögunum í gegnum tíðina og einnig lög sem hafa tengsl við Þjóðhátíð og stemninguna í Eyjum. Tónlist 2. júlí 2007 02:30
Þjóðlögin óma alls staðar að Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst eftir helgina en að þessu sinni verða kvæðamenn áberandi á hátíðinni en þá verður einnig boðið upp á námskeið á háskólastigi um íslenska þjóðlagatónlist. Tónlist 2. júlí 2007 01:15
Velgengnin mömmu að kenna Systkinin Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn er fólkið á bakvið blúshljómsveitina Klassart, sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu og á lag vikunnar á Tónlist.is. Tónlist 2. júlí 2007 00:45
Stórtónleikar fyrir austan „Við stefnum að sjálfsögðu að því að fylla húsið enda er þetta metnaðarfullt prógramm,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson sem stendur fyrir tónleikum á Borgarfirði eystri 28. júlí næstkomandi. Tónlist 1. júlí 2007 05:15
Örvhentur eins og Hendrix Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, fór á kostum þegar sveitin spilaði The Wall í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Einar Þór er örvhentur, rétt eins og átrúnaðargoð sitt Jimi Hendrix. „Við vorum alveg í skýjunum hvað þetta kom vel út," segir Einar Þór um tónleikana. „Stemningin var engu lík og betri en maður hefur komist í tæri við áður. Að sjá næstum fulla Laugardalshöll í bandbrjáluðu stuði, það var ekki leiðinlegt." Tónlist 1. júlí 2007 03:00
Blúsinn trekkir að á Ólafsfirði „Hátíðin er alltaf að vaxa. Í fyrstu var þetta ein kvöldskemmtun en nú er þetta þriggja daga hátíð með öllu tilheyrandi,“ segir Gísli Rúnar Gíslason, aðalskipuleggjandi Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði, en hún var haldin í áttunda sinn um helgina. Tónlist 1. júlí 2007 02:30
Velheppnað popp Hin 19 ára gamla græneygða Robyn Rihanna Fenty frá Barbados sló í gegn fyrir tveimur árum með Karíbahafslitaða r&b sumarsmellnum Pon De Replay og fylgdi honum eftir með S.O.S. í fyrra. Good Girl Gone Bad er hennar þiðja plata og það er ekkert lát á smellunum. Lagið Umbrella sem hún syngur ásamt Jay-Z stefnir í að verða eitt af lögum sumarsins 2007. Tónlist 1. júlí 2007 01:30
Drullugir upp fyrir haus Hljómsveitin Trabant er nýkomin heim úr mánaðarlangri tónleikaferð um Bretlandseyjar þar sem hún spilaði á rúmlega tuttugu tónleikum. Doddi trommari játar að vera orðinn ansi lúinn eftir törnina. „Það er ekki mikill tími til að slappa af. Menn eru komnir á fullt í alls konar dóterí annað. Manni hefði ekki veitt af því að fara í mánaðar sumarfrí úti á landi en það er ekki alveg í boði,“ segir Doddi. Tónlist 1. júlí 2007 01:15
Rödd Bjarkar aðalatriðið Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við tímaritið Plan B að rödd hennar hafi verið aðalmálið í gegnum tíðina, ekki hverja hún hitti eða hvað hún gerði. „Allir segja: „Hún er svo heppin: hún klæddist svanakjólnum og lamdi blaðamanninn,“ og allt þetta klisjukennda bull. Málið er að alveg síðan ég var í Sykurmolunum hefur allt snúist um röddina mína,“ segir Björk. Tónlist 1. júlí 2007 00:45
Cannibal Corpse áritar í Tónastöðinni Alex Webster og Pat O'Brien, liðsmenn bandarísku dauðarokksveitarinnar Cannibal Corpse, mæta í Tónastöðina í Skipholti og árita á mánudaginn kl. 18.00. Tónlist 30. júní 2007 02:45
Algjört dúndur í Höllinni Hljómsveitin Dúndurfréttir spilaði plötu Pink Floyd, The Wall, í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld við mjög góðar undirtektir. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir á lipurlegan hátt. Tónlist 30. júní 2007 01:15
B.Sig. með tónleika Hljómsveitin B.Sig. heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. B.Sig., sem er hugarfóstur handboltakappans Bjarka Sigurðssonar, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Good Morning Mr. Evening, sem hefur fengið góðar viðtökur. Tónlist 29. júní 2007 10:15
Kryddpíurnar snúa aftur Kryddpíurnar hafa snúið aftur úr áralangri pásu og ætla í tónleikaferð um heiminn í desember og janúar. Allir upprunalegir meðlimir verða með í þetta sinn, þar á meðal Geri Halliwell sem hætti í maí 1998. Tónlist 29. júní 2007 09:15
Krossferð Jakobínarínu Fyrsta breiðskífa hafnfirsku hljómsveitarinnar Jakobínarína hefur fengið nafnið The First Crusade, eða Fyrsta krossferðin. Kemur hún út hérlendis og í Bretlandi 24. september næstkomandi. Tónlist 29. júní 2007 09:00
Gefa út skástu lögin sín Hvanndalsbræður frá Akureyri hafa gefið út plötuna Skást of, sem hefur að geyma skástu lög sveitarinnar hingað til. Á meðal laga á plötunni eru Svarfdælskir bændur, Upp í sveit, Kisuklessa, Tíu litlir negrastrákar og Maístjarnan. Lögin, sem eru sextán talsins, eru tekin af plötum þeirra Ríða feitum hesti, Út úr kú og Hrútleiðinlegir. Tónlist 29. júní 2007 08:00
Dizzee heldur sínu striki Dizzee Rascal vakti athygli árið 2003 þegar hann fékk Mercury-verðlaunin fyrir fyrstu plötuna sína yngstur vinningshafa í sögu verðlaunanna. Hann sendi nýlega frá sér sína þriðju plötu Maths + English. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn og tók stöðuna á bresku rappi. Tónlist 29. júní 2007 07:00
Sumartónleikar í Skálholti Á morgun hefjast Sumartónleikar í Skálholti og standa næstu fimm vikur. Eins og áður verður hátíðahald á Skálholtsstað um helgar og á fimmtudögum. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, en meginþemað helgast af ártíð tveggja af merkari tónskáldum barokktímans, þeirra Buxtehude og Scarlatti. Tónlist 29. júní 2007 05:00
Syngja fyrir umhverfið Umhverfisverndarsamtökin Saving Iceland standa fyrir stórtónleikum á Nasa til styrktar ráðstefnu um umhverfisvernd í byrjun næstu viku. Meðal þeirra sem koma fram eru múm, Rúnar Júlíusson og Bogomil Font. Tónlist 28. júní 2007 10:00
Ófá gæsahúðaraugnablik Örfáir miðar eru eftir á aukatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljómsveitarinnar Dúndurfrétta sem flytja munu stórvirki Pink Floyd, The Wall, í Laugardalshöll í kvöld. Uppselt er á seinni tónleikana á föstudaginn. Tónlist 28. júní 2007 09:30
Miðasala á Jethro Tull Miðasala á tvenna tónleika bresku rokksveitarinnar Jethro Tull í Háskólabíói 14. og 15. september er hafin. Jethro Tull kom síðast hingað til lands árið 1992 þegar hún spilaði á Akranesi. Forsprakki sveitarinnar Ian Anderson spilaði síðan í Laugardalshöll á síðasta ári með Sinfóníuhljómsveit Íslands og bandaríska fiðlusnillingnum Lucia Micarelli. Tónlist 28. júní 2007 09:00
Mikill áhugi á Toto Miðasala á tónleika bandarísku hljómsveitarinnar Toto í Laugardalshöll 10. júlí gengur vel. Uppselt er í stúku og innan við þúsund miðar eru eftir í stæði. Tónlist 28. júní 2007 08:30
Kenya stígur á svið Íslenska söngkonan Kenya heldur sína fyrstu sólótónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Lag hennwar, Hot Dancing, hefur verið spilað talsvert það sem af er sumri og kemur það út á stuttplötu í haust. Tónlist 28. júní 2007 08:15
Djass fyrir austan Djasshátíð Egilsstaða á Austurlandi, ein elsta sérhæfða tónlistarhátíðin utan Reykjavíkur, er nýhafin. Hátíðin varð til fyrir tuttugu árum í sumarblíðu á Egilsstöðum og varð að veruleika sumarið 1988. Síðan hefur hún fest sig í sessi þótt frumkvöðullinn, Árni Ísleifsson, hafi á tíðum látið hafa eftir sér að nú skorti hann þrek til að halda hátíðinni áfram. Tónlist 28. júní 2007 07:00
Bon Jovi snýr aftur Hljómsveitin Bon Jovi er komin á topp bandaríska Billboard-vinsældalistans í fyrsta sinn síðan 1988, eða í nítján ár. Nýjasta plata sveitarinnar, Lost Highway, seldist í tæpum 290 þúsund eintökum sína fyrstu viku á lista. Frá því mælingar hófust árið 1991 hefur sveitin aldrei selt jafnmikið í fyrstu vikunni í heimalandi sínu. Tónlist 28. júní 2007 06:45
Balkanskt tempó Þjóðlagahljómsveitin Narodna Musika heldur tónleika á Café Cultura í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um Ísland. Tónlist 28. júní 2007 06:00
Á toppnum í Bretlandi Rokkdúettinn The White Stripes fór beint á toppinn á breska vinsældarlistanum með nýjustu plötu sína Icky Thump. Þetta er betri árangur en sveitin náði með síðustu plötu sinni, Get Behind Me Satan, því hún komst hæst í þriðja sætið á listanum. Síðast fór The White Stripes beint á toppinn í Bretlandi með plötunni Elephant sem kom út fyrir fjórum árum. Tónlist 28. júní 2007 06:00