Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Suð­vestan­átt með skúrum víða um land

Yfir landinu er nú dálítill hæðarhryggur, en minnkandi smálægð á Grænlandshafi, sem valda suðvestanátt með skúrum víða um land í dag, éljum til fjalla, en þurrviðri á Norður- og Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Með ró­legasta móti

Það er útlit fyrir að veður verði með rólegasta móti á landinu í dag, segir í textaspá Veðurstofunnar. Búist er við hægum vindi og einhverjum éljum á sveimi. Hiti verði 0 til 7 stig yfir daginn, en í kringum frostmark á Norðaustur- og Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Skúrir og slyddu­él sunnan- og vestan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt, golu eða kalda víðast hvar á landinu. Spáð er skúrum eða slydduéljum um landið sunnan- og vestanvert, en bjart með köflum norðaustan- og austanlands.

Veður
Fréttamynd

Væta af og til

Í dag verður suðvestan fimm til tíu suðvestanátt, en tíu til fimmtán á norðanverðu landinu. Skýjað að mestu og dálítil væta af og til. Yfirleitt bjart verður um landið austanvert. Hiti þrjú til átta stig.

Veður
Fréttamynd

Í­búar á austari hluta landsins gætu séð til tungl­myrkvans

Ólíklegt er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og vestari hluta landsins muni geta séð tunglmyrkvann sem á sér stað snemma í fyrramálið. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:59 í fyrramálið en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur.

Veður
Fréttamynd

Hiti að tíu stigum en víða nætur­frost

Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem beinir fremur hægum vestlægum áttum að landinu. Vestanáttinni fylgja lágský, sem leggjast yfir, einkum um landið vestanvert, með þokumóðu eða súld við sjávarsíðuna.

Veður
Fréttamynd

Vest­læg átt leikur um landið

Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem stýrir veðrinu á landinu á næstunni. Vestlæg átt leikur því um landið og má sums staðar reikna með strekkings vindi norðantil. Hins vegar verður mun hægari vindur syðra.

Veður
Fréttamynd

Þrjú bana­slys á fjórum dögum

Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­leitt hægur vindur en all­víða él

Dálítið lægðardrag teygir sig nú norður yfir landið og stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður því breytileg, yfirleitt hægur vindur og allvíða él, en þurrt og bjart suðaustanlands fram á kvöld.

Veður
Fréttamynd

Breyti­leg átt og ein­hver él á sveimi

Hæð yfir Grænlandi og kraftlitlar smálægðir stjórna veðrinu á landinu þessa dagana. Gera má ráð fyrir að áttin verði breytileg í dag, yfirleitt fremur hægur vindur og einhver él á sveimi, en það létti til suðaustanlands.

Veður