Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Af hverju var það sem var sagt á fimmtu­degi svikið á mánu­degi?“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki.

Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar

Banaslys sem varð á Reykjanesbraut við Straumsvík í janúar í fyrra orsakaðist af því að ökumaður jepplings missti stjórn á honum og ók yfir á rangan vegarhelming að hluta. Þar lenti jepplingurinn framan á vörubifreið. Ökumaður jepplingsins lést átta dögum eftir slysið.

Bezos sagður hafa boðið í Tiktok

Amazon er sagt hafa gert tilboð í kínverska samskiptamiðilinn Tiktok, sem verður að óbreyttu bannað í Bandaríkjunum á laugardag. Kínverskir eigendur miðilsins hafa sagt hann ekki vera til sölu.

Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi

Karli og konu sem grunuð eru um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, í máli sem kennt hefur verið við Gufunes hefur verið sleppt úr haldi. Þau hafa enn réttarstöðu sakbornings. Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum

Hæstiréttur hefur staðfest að ákvæði erfðalaga kemur í veg fyrir að arftaki verði krafinn um að skila fyrirframgreiddum arfi, sem hann fær greiddan umfram arfhluta sinn. Þannig þarf systkinahópur sem þáði einum milljarði króna meiri arf en einn bróðirinn ekki að skila arfinum. Um er að ræða deilu erfingja eins stofnenda Stálskipa.

Björg­ólfur tapaði 150 milljörðum milli ára

Viðskiptamiðillinn Forbes metur auðæfi Björgólfs Thors Björgólfssonar, ríkasta Íslendingsins, á einn milljarð Bandaríkjadollara. Það gerir um 133 milljarða króna. Í fyrra var hann metinn á rúmlega tvöfalt meira, 280 milljarða króna.

Bakka­vör metin á 200 milljarða í yfir­töku

Stjórnir matvælaframleiðendanna Bakkavarar og Greencore hafa komist að samkomulagi um yfirtöku þess síðarnefnda á því fyrrnefnda, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga. Bakkavör er metin á um 200 milljarða króna í viðskiptunum.

For­dæmir at­vikið í Grinda­vík

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið afar leitt að heyra af því að maður hefði otað byssu að björgunarsveitarmanni. 

Sjá meira