

Fréttamaður
Jón Ísak Ragnarsson
Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Tilbúinn að leiða flokkinn áfram
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á fundi miðstjórnar flokksins í dag, að hann sé til í að leiða Framsókn og vinnuna áfram, að loknu flokksþingi.

Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla
Hópur fólks safnaðist saman í dag fyrir utan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Borgarfulltrúi Pírata flutti ræðu. Af myndum að dæma voru um tíu til fimmtán manns á staðnum. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland).

Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík
Eggert Jóhannesson og Golli hlutu í dag verðlaun fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins 2024. Verðlaunin voru afhent í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en þar var á sama tíma opnuð ljósmyndasýning sem verður opin til 27. apríl 2025.

Heathrow aftur starfandi eftir brunann
Starfsemi Heathrow-flugvallar er aftur komin í eðlilegt horf eftir að umfangsmikill bruni í rafstöð í Lundúnum olli rafmagnsleysi á flugvellinum.

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar
Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Reykjavíkur í gærkvöldi þegar skipið Le Commandant Charcot kom til hafnar. Bókaðar eru 237 skipakomur til Faxaflóahafna sem eru 22 færri skipakomur en voru árið 2024.

Grunur um að maður hafi farið í sjóinn
Grunur er um að maður hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Leit stendur yfir og að henni koma kafarar, björgunarskip Landsbjargar og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu.

Hnífstunguárás á Ingólfstorgi
Umfangsmikil lögregluaðgerð stóð yfir á Ingólfstorgi í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um hnífstunguárás að ræða. Fleiri en einn hafa verið fluttir særðir af vettvangi.

Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar
Framkvæmdir við byggingu Starbucks kaffihúss á Laugavegi 66-68 í Reykjavík eru langt á veg komnar. Búið er að setja upp merkingar alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar.

Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að afsögn barna- og menntamálaráðherra sé enn eitt atvikið í stuttri tíð ríkisstjórnarinnar sem fái mann til að velta vöngum um hversu lífvænleg hún sé, og hvort það hafi verið rétt að stofna til hennar á þann hátt sem gert hafi verið. Hann segir umræðuna um mögulegan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins einn áhugaverðasta flötinn á málinu.