Kvennaathvarfið á allra vörum Átakið Á allra vörum á vegum Kvennaathvarfsins hófst í vikunni þegar fyrstu varasettin voru afhent upphafskonum Kvennaathvarfsins. Stefnt er að því að byggja nýtt Kvennaathvarf með átakinu „Byggjum nýtt Kvennaathvarf“. 23.3.2025 10:53
Leita áfram við Kirkjusand Leit heldur áfram í dag að manni sem talið er að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og að henni komu kafarar, björgunarskip Landsbjargar, og þyrla Landhelgisgæslunnar. 23.3.2025 09:44
Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Slökkviliðinu gengur vel að ráða niðurlögum elds á svæði Hringrásar í Hellnahverfinu í Hafnarfirði. Mikinn reyk lagði yfir Hafnarfjörð vegna eldsins. 23.3.2025 09:21
Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður danskra jafnaðarmanna, segist sammála JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, um að of mikill innflutningur flótta- og farandfólks ógni öryggi Evrópu. 22.3.2025 17:35
Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á fundi miðstjórnar flokksins í dag, að hann sé til í að leiða Framsókn og vinnuna áfram, að loknu flokksþingi. 22.3.2025 16:43
Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Hópur fólks safnaðist saman í dag fyrir utan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Borgarfulltrúi Pírata flutti ræðu. Af myndum að dæma voru um tíu til fimmtán manns á staðnum. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland). 22.3.2025 16:25
Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Eggert Jóhannesson og Golli hlutu í dag verðlaun fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins 2024. Verðlaunin voru afhent í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en þar var á sama tíma opnuð ljósmyndasýning sem verður opin til 27. apríl 2025. 22.3.2025 15:43
Heathrow aftur starfandi eftir brunann Starfsemi Heathrow-flugvallar er aftur komin í eðlilegt horf eftir að umfangsmikill bruni í rafstöð í Lundúnum olli rafmagnsleysi á flugvellinum. 22.3.2025 11:37
Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Reykjavíkur í gærkvöldi þegar skipið Le Commandant Charcot kom til hafnar. Bókaðar eru 237 skipakomur til Faxaflóahafna sem eru 22 færri skipakomur en voru árið 2024. 22.3.2025 10:54
Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Grunur er um að maður hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Leit stendur yfir og að henni koma kafarar, björgunarskip Landsbjargar og þyrla Landhelgisgæslunnar. 22.3.2025 09:37