

Fréttamaður
Magnús Hlynur Hreiðarsson
Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.
Nýjustu greinar eftir höfund

Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4
Vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 var haldin laugardaginn 15. mars síðastliðinn í brakandi blíðu og logni við Þursaborg á Langjökli. Um 400 manns skráðu sig í ferðina, flestir frá höfuðborgarsvæðinu en stórir hópar frá Norður- og Suðurlandi og víðar að líka.

Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar
Erlendum ferðamönnum, sem heimsækja Ísland fækkar og fækkar og eru ýmsar ástæður fyrir því, meðal annars gistináttaskattur og miklar hækkanir á öllum kostnaðarliðum fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Búnaðarþing og geltandi hundar
„Það er brekka hjá bændum landsins en á sama tíma tækifæri, sem bændur ætlar sér að nýta,” sagði formaður Bændasamtakanna meðal annars við setningu Búnaðarþings í morgun, auk þess að ræða um geltandi hunda í vegköntum við sveitabæi.

Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu
Aðeins eitt þungt ökutæki má nú fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi í einu samkvæmt tilmælum Vegagerðarinnar til ökumanna. Ástæðan er sú að legur brúarinnar eru orðnar lélegar enda brúin orðin gömul og lúin. Ekki verða leyfðir þungaflutningar yfir brúna þegar ný Ölfusárbrú verður tekin í notkun 2028.

Galasýning á hestum og dansað við stóðhest
Það stendur mikið til hjá hópi hestamanna, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir galasýningu á hestunum sínum og á sýningunni mun reiðkennari líka dansa við stóðhest og ljóðið Skúlaskeið eftir Grím Thomsen verður sett á svið með einum af hraðasta skeiðhesti landsins.

Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar
Heimamenn á Ísafirði hafa miklar áhyggjur af fækkun skemmtiferðaskipa í bæjarfélagið í sumar vegna nýs innviðagjalds, sem hefur verið sett á farþega skipanna. Síðasta sumar komu um tvö hundruð skemmtiferðaskip á Ísafjörð en þau verða ekki nema um eitt hundrað í sumar.

16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík
Húsum á Húsavík fjölgað um sex í gær eftir að hafa verið upp á vörubílspöllum í sextán klukkutíma þar sem þau voru flutt á tólf vörubílum frá Selfossi í lögreglufylgd. Taka þurfti niður raflínur á nokkrum stöðum á leiðinni.

Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag
Það stendur mikið til í Kvennaskólanum á Blönduósi í dag því þar verður stofnfundur Rabarbarafélagsins en tilgangur félagsins verður fyrst og fremst að halda sögu rabarbarans og nytjum hans á lofti, ásamt því að halda einu sinni á ári rabarbarahátíð á Blönduósi.

Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi
Varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af því hvað ekið er mikið á búfé í umdæminu með tilheyrandi skemmdum á bílum og dauðum skepnum, aðallega sauðfé. Á árunum 2014 til 2024 var ekið 1550 sinnum á búfé með tilheyrandi tjónum.

Hundur í hjólastól í Sandgerði
Hundurinn Arlo í Suðurnesjabæ lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fæðst með engar framlappir. Arlo notar hjólastól til að komast leiða sinnar eða hleypur um á afturlöppunum á heimili sínu. „Lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um“, segir eigandinn.