

Fréttamaður
Margrét Helga Erlingsdóttir
Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“
Heilbrigðisráðherra segir brýnt að stytta bið fyrir börn og því hún ákveðið að styðja við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem styður við börn með offitu. Hún hyggst skipa starfshóp sem er falið að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna.

Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“
„Rannsóknin er enn á frumstigi. Það er mikil gagnaöflun í gangi og mikið um skýrslutökur. En í þeirri vinnu er að verða skýrari og skýrari mynd. En ég tek aftur fram að við erum á frumstigi,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi um rannsókn á manndrápi.

Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi
Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista.

Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan
Samgönguráðherra vakti máls á alvarlegu ástandi vega fyrir vestan við ríkisstjórnarborðið í gær og talaði um mikilvægi þess að verja auknu fé til viðhalds. Málinu var vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál. Í lok febrúar sendu sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi forsætisráðherra bréf vegna neyðarástands í vegamálum.

„Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“
Eitt af forgangsverkum nýs meirihluta í borgarstjórn er að finna íbúum hjólhýsa nýtt svæði innan borgarmarkanna og verður umhverfis- og skipulagsráði falið að finna staðinn. Sem stendur halda íbúarnir til á iðnaðarsvæði á Sævarhöfða.

Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum
Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni.

Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“
VÆB æði hefur gripið yngri kynslóðina og öskudagsbúningar barnanna báru þess sannarlega merki í dag þar víða mátti sjá glitta í speglagleraugu og silfurklæði. Einnig sást til íkorna, Squid Game persóna og Donalds Trump í öskudagsfjöri.

Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn
Allt sem gæti minnt á útlit Væb-strákanna í Söngvakeppninni hefur rokið úr Partýbúðinni að sögn verslunarstjóra sem hefur selt alveg gríðarlega mikið af silfurlituðum flíkum og speglagleraugum. Hún segir að meginbreytingin frá fyrri árum sé aukin þátttaka hinna fullorðnu í öskudagsfjörinu.

Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá
Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum.

Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna
Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum.