Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum. 26.3.2025 23:32
Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Ljósbrot var valin besta mynd ársins á Eddunni en í heildina fékk myndin fimm verðlaun. Það var þó Snerting sem fékk flest verðlaun þetta árið eða tíu stykki. 26.3.2025 22:35
Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Ásta Hafþórsdóttir, leikgervahönnuður, nýtti sér gullið tækifæri þegar hún vann til verðlauna á Edduverðlaununum í kvöld til að auglýsa eftir kærasta. Ásta vann í flokknum gervi ársins, fyrir vinnu sína við framleiðslu Snertingar. 26.3.2025 21:53
Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26.3.2025 20:51
Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Réttað verður yfir Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, vegna meintra tilrauna hans til að fremja valdarán. Hann neitar þeim ásökunum sem á hann eru bornar og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna. 26.3.2025 18:59
Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26.3.2025 18:22
Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans munu eingöngu heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi. Hætt hefur verið við heimsóknir til Nuuk og Sisimiut og hafa aðrir sem ætluðu með, eins og þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, hætt við ferðina. 26.3.2025 00:05
Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Könnunarfarið Curiosity, sem er statt á yfirborð Mars, hefur fundið stærstu lífrænu sameindirnar hingað til. Fundurinn gefur til kynna að líffræðilegir ferlar hafi verið komnir lengra á Mars en áður hefur verið talið. 25.3.2025 23:20
Vill fartölvu í fangelsið Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. 25.3.2025 22:17
Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Maður lét lífið þegar hann féll ofan í stærðarinnar vatnspytt sem opnaðist skyndilega á hraðbraut í Seoul í Suður-Kóreu í gær. Maðurinn var á mótorhjóli á hraðbrautinni þegar vegurinn hrundi undan bíl fyrir framan hann. 25.3.2025 21:05