

Íþróttafréttamaður
Valur Páll er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.
Sóknarleikmönnum Chelsea hefur gengið illa fyrir framan markið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta frá áramótum. Markahæstur liðsins á þessu ári er varnarmaðurinn Marc Cucurella.
Æfingum kylfinga fyrir komandi Masters-mót á Augusta National-vellinum í Georgíu-fylki hefur verið frestað vegna þrumuveðurs. Búast má við slæmu veðri í allan dag.
Virgil van Dijk hefur rofið þögnina um áframhaldandi veru fyrirliðans hjá Liverpool eftir yfirstandandi leiktíð. Samningur hans, líkt og Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold, rennur út í sumar.
Króatinn Ivan Juric hefur yfirgefið lið Southampton sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í gær eftir tap fyrir Tottenham Hotspur. Aldrei hefur lið fallið eins snemma úr deildinni.
Magnús Már Einarsson mun stýra fyrsta leik Aftureldingar í efstu deild í kvöld. Verkefnið er ærið gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks en þar stendur bróðir hans Anton Ari á milli stanganna. Móðir þeirra mun fylgjast spennt með úr stúkunni.
Þrír leikmenn sem eiga að baki yfir eitt þúsund leiki samanlagt munu spila með Knattspyrnufélagi Vesturbæjar í 2. deild karla í sumar. Þar á meðal eru tveir starfsmenn KR.
Sölvi Geir Ottesen hefur skilning á ákvörðun Jóns Guðna Fjólusonar að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Jón Guðni er annar miðvörður Víkinga sem hættir iðkun knattspyrnu á skömmum tíma en þrátt fyrir það eru Víkingar vel mannaðir í öftustu línu.
Stefán Árni Geirsson fór í gær í fyrsta sinn út úr húsi eftir ökklaaðgerð á mánudaginn var. Hann líkir ökklanum við IKEA-húsgagn, enda þurfti að púsla honum saman með sjö skrúfum og plötu, auk þess að bora í gegnum hann.
Kanadíski leikarinn Mike Myers er grjótharður stuðningsmaður enska fótboltafélagsins Liverpool. Hann lýsti ást sínu á félaginu í hlaðvarpi á dögunum.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir veit ekki hvað bíður hennar næsta vetur. Hún hefur fundið sig vel í Mílanó á Ítalíu og segir lífið einfaldara þegar hún spilar fótbolta reglulega.