Börn og uppeldi

Fréttamynd

Ætlar að stór­auka barna­vernd

Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann  leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Far­síma­bann í skólum. Sið­fár eða raun­veru­legur vandi

Nýlega gaf Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) út skýrslu þar sem farið var yfir stöðu snjalltækja í kennslu. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú ályktun að snjalltæki eins og farsímar og spjaldtölvur eigi ekki að nota innan veggja skóla nema ef notkun þeirra sé að bæta kennslu með ótvíræðum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég fann fimm­tán stykki á ör­fáum mínútum“

Sífellt fleiri tilkynningar berast eitrunarmiðstöð Landspítala vegna barna sem innbyrða nikótínpúða að sögn sérfræðings. Stefanía Ösp Guðmundsdóttir móðir nítján mánaða drengs sem rétt náði að koma í veg fyrir að hann borðaði púða á leikvelli í vikunni segir þá algjöra plágu.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólamál í Kópavogi

Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Eignaðist ungan kynja­­könnuð: „Það ert þú sem ert ekki að skilja að ég er stelpa“

Rithöfundurinn og baráttukonan Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur komið víða við. Samhliða því að gefa út bækur tengdu kynjajafnrétti braut hún blað í veraldarsögunni þegar þolandi og gerandi tóku höndum saman og fjölluðu um kynferðisofbeldi. Hún eignaðist tvíbura eftir tvísýna meðgöngu árið 2018 og hefur fjallað opinskátt á samfélagsmiðlum um hvernig fjölskyldan hefur hlúð að ódæmigerðri kyntjáningu Hlyns, annars tvíburanna.

Lífið
Fréttamynd

Notkun farsíma í skólum

Á síðustu dögum hafa verið líflegar umræður um hvort banna eigin farsíma í skólum landsins. Uppspretta umræðunnar er m.a. skýrsla frá UNESCO um bann fjölmargra landa við farsímanotkun í skólum.

Skoðun
Fréttamynd

UNESCO er ekki að leggja til bann á snjallsímum í skólum

Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum.

Skoðun
Fréttamynd

Síma­notkun í skólum stórt vanda­mál

Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast.

Innlent
Fréttamynd

Keppti í hlaupaskotfimi í Crocs-skóm og kynlífsbol

Einn keppenda í hlaupaskotfimi á Unglingalandsmóti UMFÍ í gær klæddist Crocs-skóm. Sá fór kröftuglega af stað en þegar á leið dró úr honum og landaði hann ekki sigri. Mótið hefur farið fram á Sauðárkróki yfir verslunarmannahelgina.

Sport
Fréttamynd

And­látið markaði skrifin mikið

Eva Björg Sigurðardóttir barnabókahöfundur, kennari og margra barna móðir er óneitanlega upptekin kona. Samhliða fullu starfi stefnir hún á að skrifa fimm barnabækur sem sjálfstætt starfandi útgefandi en hún segir andlát föður síns markað skrif sín mikið.

Lífið
Fréttamynd

Aug­ljóst að eitt­hvað sé að þegar veikinda­dagar eru 39 á ári

Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. 

Innlent
Fréttamynd

Staðan sé að versna í leik­­skóla­­málunum

Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann.

Innlent
Fréttamynd

Ógreidd mótsgjöld eyðilögðu draum um verðlaun

Uppi varð fótur og fit á Rey Cup fótboltamótinu um helgina þegar lið Þróttar var óvænt komið í undanúrslit þrátt fyrir tap í átta liða úrslitum gegn Breiðabliki. Ástæðan var sú að ekki hafði verið greitt mótsgjald fyrir nokkra leikmenn Blika. Málið leystist farsællega og sömuleiðis þegar ósáttur faðir hljóp inn á völl til að ræða við dómara.

Sport
Fréttamynd

Ég get!

-Ég tók áskorun og ég náði henni. Ég er geggjað jákvæður! Þetta eru orð tíu ára drengs sem sigrast á hverri áskoruninni á fætur annarri í lestrarnámi sínu og upplifir um leið tilfinninguna, „Ég get!“ -

Skoðun
Fréttamynd

Börn úr öðrum leikskólum fá að vera með

Öllum börnum sem hefja nám í þremur grunnskólum í Reykjavík í ágúst gefst kostur á að taka þátt í tilraunaverkefni borgarinnar. Ekki aðeins þeim sem eru að ljúka leikskóla í viðkomandi hverfum grunnskólanna sex.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni

Leik­kon­an Hild­ur Vala Bald­urs­dótt­ir varð ófrísk með níu mánaða millibili. Hún segir magnað að hafa fylgst með aðlögunarhæfni líkamans en viðurkennir að meðgöngurnar hafi tekið verulega á og sitt stærsta verkefni hafi verið að ná að nærast.

Makamál
Fréttamynd

Barningur for­eldra geti leitt til þung­lyndis og ör­orku

Formaður Einhverfusamtakanna segir börn þurfa að bíða í allt að fjögur ár eftir einhverfugreiningu og stjórnvöld hafi lengi vitað af vandanum. Það skipti miklu máli fyrir börn að fá nauðsynlega þjónustu sem fyrst og barningur foreldra endi sjaldan við greiningu. Langvarandi barátta þeirra við kerfið geti jafnvel leitt til þunglyndis og örorku.

Innlent