Ofbeldi gegn börnum

Fréttamynd

Hinir hand­teknu al­veg ó­tengdir

Tveir voru handteknir hér á landi í síðasta mánuði í alþjóðlegri lögregluaðgerð vegna vefsíðu þar sem finna mátti barnaníðsefni. Mennirnir eru grunaðir um að hafa deilt barnaníðsefni í gegnum síðuna. Á fjórða tug ríkja tóku þátt í aðgerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Börn í skjóli Kvenna­at­hvarfsins

Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hand­tökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður

Alls voru 79 handteknir og um fjórtán hundruð eru undir smásjá Evrópulögreglunnar grunuð um að miðla kynferðislegu efni með börnum á vefsíðunni Kidflix. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í aðgerðunum sem teygðu sig til 38 landa. 39 börnum var bjargað úr hættulegum aðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Síður með of­beldi barna spretti upp eins og gor­kúlur

Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir.

Innlent
Fréttamynd

Efling ungmennastarfs í Breið­holti meðal að­gerða

Fyrstu stöðuskýrslu frá aðgerðahóp vegna ofbeldis meðal barna hefur verið skilað. 25 aðgerðir hafa verið samþykktar til að sporna gegn ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Aðgerðahópurinn var stofnaður í júní 2024 með það að markmiði að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi meðal barna og ungmenna.

Innlent
Fréttamynd

Þegar barn óttast önnur börn

Nýlega varð barn fyrir árás frá öðrum börnum utan skólatíma. Málið er grafalvarlegt og líklegt að barnið sem fyrir árásinni varð hafi hlotið skaða af jafnvel til lengri tíma. Árásir utan skólatíma eru sérlega erfiðar.

Skoðun
Fréttamynd

Færni til fram­tíðar

Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér.

Skoðun
Fréttamynd

Börn upp­lifi sig van­máttug í sam­skiptum við réttar­kerfið

Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu.

Innlent
Fréttamynd

Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni

Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið.

Sport
Fréttamynd

„Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“

Sálfræðingur hjá Taktu skrefið segir skömm sameiginlega hjá öllum sem leiti til þeirra. Stóra markmið meðferðarinnar sé að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Rannsóknir sýni að meðferð geti komið í veg fyrir að menn brjóti aftur af sér. Stór hluti sem leitar til þeirra er þó einnig fólk sem ekki hefur brotið á öðrum en er með hugsanir eða langanir sem það hefur áhyggjur af.

Innlent
Fréttamynd

Fá­tæk börn upp­lifa meiri van­líðan og minna öryggi

Börn sem upplifa að fjárhagsstaða fjölskyldu þeirra sé slæm finna fyrir meiri vanlíðan, minna öryggi og eiga í verri félagstengslum en jafnaldrar þeirra. Þetta kom fram í niðurstöðum úr íslensku æskulýðsrannsókninni sem kynntar voru á málþingi í tilefni af Alþjóðlegum hamingjudegi sem haldinn var hátíðlegur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Börn hafi reynt að drepa önnur börn

Hermann Arnar Austmar, foreldri í Breiðholti, segir að það hafi komið upp atvik tengd ofbeldisöldu ungmenna í hverfinu, sem hefur verið sérstaklega tengd Breiðholtsskóla, þar sem hann telur að börn hafi reynt að ráða önnur börn af dögum.

Innlent
Fréttamynd

„Við bara byrjum að moka“

Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka.

Innlent
Fréttamynd

Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verk­efni

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér.

Innlent
Fréttamynd

Mál Breiðholtsskóla á borði mennta­mála­ráð­herra

Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla.

Innlent