
Heilbrigðismál
Ráðleggur körlum breyttan lífsstíl
Mikilvægt er að hlusta á karla sem hafa einkenni minnkandi karlhormóns og breytingaskeiðs og gefa þeim góð og lífsstílsbreytandi ráð, segir Jón Gunnars Hannesson heimilislæknir.
Miltisbrandur girtur af
Nú stendur yfir girðingavinna á bænum Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, þar sem miltisbrandur drap hross á dögunum.

Karlar hópast í kynhormónameðferð
Íslenskir karlar fara í síauknum mæli í kynhormónameðferð, þegar þeir fara að kenna einkenna breytingaskeiðsins. Þau eru helst þreyta, framtaksleysi og depurð, jafnvel þunglyndi, sem og minnkandi áhugi og geta til kvenna. </font /></b />

Segja ríkið hafa gefið grænt ljós
Undirbúningur byggingar nýs hátæknisjúkrahúss á Landspítalasvæðinu er hafinn af fullum krafti. Formaður uppbyggingarnefndar lítur svo á að ríkið hafi gefið grænt ljós með lóðasamningum við Reykjavíkurborg og heimild til undirbúningsvinnu. </font /></b />

Rannsaka erfðir á alkahólisma
Íslensk erfðagreining og SÁÁ taka nú til óspilltra málana við rannsókn á erfðum áfengissýki og fíknar. Til þessa verkefnis hefur Evrópusambandið veitt 330 milljónum, sem er stærsti styrkur sem það hefur veitt til íslensks rannsóknarverkefnis. Markmiðið er að lækna og fyrirbyggja. </font /></b />

Legudeild fyrir flensusjúklinga
Enn er lítið lát á fárveiku fólki sem streymt hefur inn á Landspítala háskólasjúkrahús undanfarna daga af völdum inflúensu og annarra umgangspesta.

Heilbrigðisráðherra selur aðgerðir
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að taka tilboði fjögurra heilbrigðisstofnana um kaup á tæplega 650 aðgerðum sérstaklega. Ákvörðun ráðherra er liður í að draga enn frekar úr bið eftir þessum aðgerðum. Heildarkostnaður er nær 90 milljónum króna.

Miltisbrandur undir Hlemmi
Nautgripur sem drapst af miltisbrandi er grafinn undir Hlemmi í Reykjavík. Hann var frá bóndabýlinu Sunnuhvoli í Reykjavík. Fornleifavernd ríkisins hyggst styðjast við gildandi lög um að stöðva framkvæmdir ef grunur leikur á miltisbrandsmengun. </font /></b />

Geðsjúkir rifnir upp með rótum
Arnarholti verður lokað um næstu mánaðarmót. Aðstandandi sjúklings þar segir það ómannúðlegt að fólkið skuli rifið upp með rótum og flutt annað, í sparnaðarskyni, jafnvel til bráðabirgða. Enn er eftir að flytja 18 manns af 30. </font /></b />

Tilkynnt um 80 miltisbrandssvæði
Tilkynningar hafa borist til Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis um 80 svæði á landinu, þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu. Enn eru slíkar tilkynningar að berast, en svæðin verða staðsett nákvæmlega og skráð. </font /></b />

Harkalegt að fá höfnun
Guðni Ágústsson, ríflega sjötugur maður, sem er í endurhæfingu á endurhæfingadeild Landspítala háskólasjúkrahúss á Grensási var einn þeirra sem var neitað um ferðaþjónustu fyrir fatlaða, þegar sótt var um fyrir hann.

Fimmtungur barna of feitur
Samkvæmt niðurstöðum rannsókna eru um 20 prósent íslenskra barna, níu til fimmtán ára, yfir kjörþyngd. Þetta segir Jórlaug Heimisdóttir verkefnisstjóri á Lýðheilsustöð.

Dánartíðni hefur lækkað ört
Tíðni kransæðasjúkdóma hefur verið á niðurleið á síðustu árum og einkum áratugum, að sögn Vilmundar Guðnasonar yfirlæknis hjá Hjartavernd.

Sýkta svæðið enn ógirt
Enn hefur ekki verið hægt að girða af miltisbrandssýkta svæðið á jörðinni Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd vegna andstöðu landeigenda. Þeir fá nú vikufrest, en eftir það verður girt, enda um stjórnvaldsskipun að ræða, að sögn héraðsdýralæknis. </font /></b />

Ríkisvaldið seilist í vasa öryrkja
Ríkisvaldið seilist í vasa öryrkja þegar bornar eru saman hækkanir á lækningagjöldum annars vegar og bótum almannatrygginga hins vegar, segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands.

Óttast frekari samdrátt hjá SÁÁ
Yfirlæknirinn á Vogi óttast að til enn frekari samdráttar komi í starfi SÁÁ vegna kostnaðar við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla, sem ríkið hefur enn ekki greitt krónu í. Þær aðgerðir sem komnar eru til framkvæmda bitna mest á bráðveiku fólki. </font /></b />

Biðtími styttist verulega
Biðtími eftir heyrnartækjum hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni fór úr átta mánuðum í þrjá til fjóra mánuði á árinu 2004, að því er segir í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu.

Vaxandi örorka vegna sykursýki
Algengi offitu og sykursýki henni tengdri hefur farið vaxandi á Íslandi á undanförnum árum. Svo virðist sem algengi örorku vegna sykursýki hafi einnig vaxið.

Bitnar verst á bráðveiku fólki
Samdráttaraðgerðir, sem nú eru komnar til framkvæmda á Vogi, bitna harðast á þeim sem þurfa endurteknar innritanir, svo og bráðveiku fólki sem ella nyti bráðaþjónustu og skyndiinnlagna ef á þyrfti að halda. </font /></b />

Siðlaus stefna stjórnvalda
"Siðlaus stefna og kaldar jólakveðjur" segir Ögmundur Jónasson alþingismaður um hækkanir á komugjöldum til lækna, krabbameinsleitar og vegna tiltekinna aðgerðir á sjúkrahúsum. Ný gjaldskrá tekur gildi um áramót.

Hluti af starfi SÁÁ í uppnámi
Hluti af starfsemi SÁÁ er í uppnámi um áramót. Ljóst er að innlögnum verður fækkað, bráðaþjónustu verður hætt og ekki tekið við fleiri sjúklingum í viðhaldsmeðferð ópíumfíkla. Staðreynd, segir yfirlæknirinn á Vogi. </font /></b />

Blóðgjöf og eggjagjöf tvennt ólíkt
Blóðgjafir og eggjagjafir til tæknifrjóvgunar er tvennt ólíkt. Kona sem gefur egg til tæknifrjóvgunar þart að ganga í gegnum margvíslegar prófanir, óþægindi og kostnað, að því er Þórður Óskarsson læknir á tæknifrjóvgunarstöðinni Art Medica segir.

Allt gjafasæði keypt frá Danmörku
Allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér er keypt frá dönskum sæðisbanka. Skammturinn kostar 12 - 14.000 krónur kominn hingað til lands. Þetta fyrirkomulag flýtir meðferðinni um hálft ár. </font /></b />

Slæmar pestir herja á landsmenn
Slæmar umgangspestir hafa herjað á landsmenn undanfarnar vikur og gera enn, samkvæmt upplýsingum Þórólfs Guðnasonar læknir hjá sóttvarnalækni. Er um að ræða niðurgangspestir og hitapestir.

Landlæknir átelur ummæli í útvarpi
Landlæknisembættið hefur átalið ummæli um barnabólusetningar, sem látin voru falla á Útvarpi Sögu.

Kvartanir vegna umönnunar aldraðra
Landlæknisembættinu berast árlega kvartanir vegna ónógrar umönnunar og hjúkrunar aldraðra sem dvelja á stofnunum, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis.

Reykbúr flutt vegna dópsala
Reykaðstaða sjúklinga á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut verður flutt á næstunni. Ástæðan er meðal annars sú að dópsalar hafa stundað að bjóða fíkniefni til sölu þar og fólk hefur jafnvel sofið þar. </font /></b />

Eggjakaup af konum á gráu svæði
Landlæknir segir það "á mjög gráu svæði" að kaupa egg af konum til tæknifrjóvgunar eins og boðað hefur verið hér á landi. Hann segir þó ekkert í lögum sem banni það. Embættið mun ræða málið við forráðamenn Art Medica. </font /></b />

Rúmlega 100 fastir á Landspítala
Rúmlega 100 einstaklingar eru innlyksa á Landspítala háskólasjúkrahúsi þar sem hjúkrunarrými eða búsetuúrræði skortir fyrir þá. Ekki eru handbærar tölur um dvalarkostnað þeirra á spítalanum en framkvæmdastjóri segir hann hærri heldur en ef þeir dveldu á hjúkrunarheimilum. </font /></b />

Bótakrafa vegna barnsláts
Ríkislögmanni hefur verið send bótakrafa vegna andláts barns sem tekið var með bráðakeisaraskurði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í september 2002.