Bretland Drottningin meinaði þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll. Erlent 2.6.2021 18:23 Sérfræðingar hafa áhyggjur af vanþekkingu Breta á píkunni Meirihluti Breta veit ekki hvað allir hlutar píkunnar heita og þá vita nærri 40 prósent ekki hvar snípurinn er. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var meðal einstaklinga á biðstofum heilbrigðisstofnana. Erlent 2.6.2021 07:42 Enskur táningur dæmdur fyrir að hafa ráðist á íslenska ferðamenn Enskur táningur var dæmdur á föstudag í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo íslenska karlmenn í Brighton á Englandi. Dómari í málinu sagði að árásin væri þess eðlis að hann ætti að sitja í fangelsi en erfið fortíð piltsins hafi haft áhrif á ákvörðun hans um refsingu. Erlent 1.6.2021 23:22 Enginn dó á Bretlandi í fyrsta sinn frá mars í fyrra Enginn dó Bretlandi vegna Covid-19 í gær, samkvæmt opinberum tölum dagsins. Það er í fyrsta sinn frá 7. mars í fyrra, áður en gripið var til fyrsta samkomubannsins á Bretlandi. Heilbrigðisráðherra Bretlands varar íbúa þó við því að baráttunni sé ekki lokið enn. Erlent 1.6.2021 20:00 Þrengt var að hálsi Söruh Everard Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag. Erlent 1.6.2021 14:44 Vísindamenn uggandi vegna nýrrar bylgju Vísindamenn í Bretlandi vara nú við því að ýmislegt bendi til þess að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin þar í landi. Erlent 31.5.2021 07:53 Boris Johnson og Carrie giftu sig í leyni Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, og unnusta hans, Carrie Symonds, giftu sig við leynilega athöfn í Westminster-dómkirkjunni í dag. Breskir miðlar greina frá þessu. Lífið 29.5.2021 23:49 Chelsea er Evrópumeistari í annað sinn Chelsea er Evrópumeistari eftir 1-0 sigur gegn Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Kai Havertz skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu. Fótbolti 29.5.2021 18:31 Átján ára drengur kærður eftir banatilræði við aktívista Átján ára drengur hefur verið kærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða breska aðgerðasinnann Söshu Johnson. Sasha liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að hún var skotin í höfuðið fyrir viku síðan. Erlent 29.5.2021 17:57 Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson. Erlent 27.5.2021 19:38 Segist hafa heyrt Boris tala um að leyfa líkum að hrannast upp Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson, segist hafa heyrt forsætisráðherrann segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp á Bretlandi, frekar en að herða sóttvarnaaðgerðir. Sjálfur hefur Johnson neitað því að hafa látið þessi orð frá sér. Erlent 26.5.2021 15:35 Segir Boris hafa viljað láta smita sig í beinni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, taldi Covid-19 vera litla ógn í upphafi faraldursins. Johnson er sagður hafa viljað vera smitaður vísvitandi af Covid-19 í beinni útsendingu, til að sýna að sjúkdómurinn væri ekki hættulegur. Erlent 26.5.2021 10:15 Allir 30 ára og eldri geta bókað tíma í bólusetningu á Englandi Nú geta allir 30 ára og eldri bókað tíma í bólusetningu á Englandi. Um milljón manns verða boðaðir í bólusetningu á næstu dögum en einstaklingar 39 ára og yngri og óléttar konur verða bólusettar með bóluefnunum frá Pfizer eða Moderna. Erlent 26.5.2021 08:44 Reynslunni ríkari þrátt fyrir engin stig „Ég vil einblína á það jákvæða við þessa ótrúlegu lífreynslu. Ég stóð á sviði og söng fyrir hundruð milljónir lag sem ég samdi og elska,“ skrifar James Newman, fulltrúi Breta í Eurovision í ár, á Twitter-síðu sína í dag. Lífið 24.5.2021 11:21 Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. Lífið 23.5.2021 18:00 Þjáðist af kvíða og kvíðaköstum og vildi gera allt til að hætta að finna til Harry Bretaprins þjáðist af kvíða og fékk alvarleg kvíðaköst þegar hann var yngri. Þá drakk hann stundum „vikuskammt“ af áfengi á einu kvöldi til að takast á við dauða móður sinnar og var tilbúinn til að gera allt til að hætta að finna til löngu seinna. Erlent 21.5.2021 07:54 Segja BBC hafa stuðlað að andláti Díönu prinsessu Vilhjálmur prins og Harry bróðir hans hafa fordæmt Breska ríkisútvarpið harðlega fyrir framgöngu stofnunarinnar í tengslum við viðtal sem tekið var við Díönu prinsessu móður þeirra árið 1995. Erlent 20.5.2021 23:15 BBC biðst afsökunar á umdeildu Díönu-viðtali frá 1995 Breska ríkisútvarpið hefur í fyrsta sinn beðist afsökunar á umdeildu viðtali sjónvarpsmannsins Martins Bashir við Díönu prinsessu frá 1995. Það er gert eftir óháða rannsókn á aðdraganda og framkvæmd viðtalsins, niðurstöður hverrar voru birtar í dag. Erlent 20.5.2021 14:06 Fimmtug Naomi Campbell orðin móðir Ofurfyrirsætan Naomi Campbell er orðin móðir en hún birtir mynd af dóttur sinni á Instagram. Lífið 18.5.2021 15:30 Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. Erlent 16.5.2021 20:00 Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. Erlent 16.5.2021 10:21 Bólusetningar og fjöldaskimanir til að sporna gegn útbreiðslu indverska afbrigðisins Þrefalt fleiri tilfelli indverska afbrigðisins greindust undanfarna vikuna í Bretlandi samanborið við vikuna áður. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að láta bólusetja sig til að sporna gegn útbreiðslu afbrigðisins og mun herinn aðstoða við fjöldaskimanir á svæðum þar sem afbrigðið er í mikilli útbreiðslu. Erlent 15.5.2021 22:30 Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. Enski boltinn 15.5.2021 15:45 Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn leikkonu Skoski leikarinn Kevin Guthrie var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 29 ára leikkonu. Brotið átti sér stað í lok september árið 2017 á heimili leikarans Scott Reid. Erlent 14.5.2021 10:49 Bóluefnið frá Pfizer: Sterkara mótefnasvar ef beðið er í tólf vikur Ný bresk rannsókn bendir til þess að sterkara mótefnasvar fáist með því að bíða tólf vikur milli fyrri og seinni skammtsins af Covid-19 bóluefninu frá Pfizer en þær þrjár vikur sem venjulega eru á milli skammta. Erlent 14.5.2021 08:41 Mega beita valdi til að flytja þungaða konu á sjúkrahús Breskur dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að sérþjálfuðum heilbrigðisstarfsmönnum sé heimilt að beita hóflegu valdi til að koma þungaðri konu á sjúkrahús ef hún neitar. Erlent 14.5.2021 07:45 Konur áttu bresku tónlistarverðlaunin Bresku tónlistarverðlaunin voru afhend í gærkvöldi í O2-höllinni í London. Dua Lipa fór heim með tvenn verðlaun og alls unnu konur átta verðlaun í gærkvöldi, átta af ellefu verðlaunum. Tónlist 12.5.2021 12:31 Minnast þess að átján ár eru liðin frá fæðingu Madeleine McCann Foreldrar hinnar bresku Madeleine McCann minnast þess í dag að átján eru liðin frá fæðingu hennar og segjast þau enn halda í „smá“ von um að hún muni finnast á lífi. Madeleine hvarf úr hótelíbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal í maí 2007. Erlent 12.5.2021 10:22 Kennarar og gestafyrirlesarar munu geta sótt bætur ef málfrelsi þeirra er skert Bresk stjórnvöld hyggjast kynna til sögunnar ný lög sem munu gera kennurum, nemendum og gestafyrirlesurum kleift að sækja bætur fyrir dómstólum ef háskólar brjóta gegn ákveðnum skilmálum um að þeir virði málfrelsi. Erlent 12.5.2021 10:07 Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. Enski boltinn 11.5.2021 20:01 « ‹ 56 57 58 59 60 61 62 63 64 … 129 ›
Drottningin meinaði þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll. Erlent 2.6.2021 18:23
Sérfræðingar hafa áhyggjur af vanþekkingu Breta á píkunni Meirihluti Breta veit ekki hvað allir hlutar píkunnar heita og þá vita nærri 40 prósent ekki hvar snípurinn er. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var meðal einstaklinga á biðstofum heilbrigðisstofnana. Erlent 2.6.2021 07:42
Enskur táningur dæmdur fyrir að hafa ráðist á íslenska ferðamenn Enskur táningur var dæmdur á föstudag í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo íslenska karlmenn í Brighton á Englandi. Dómari í málinu sagði að árásin væri þess eðlis að hann ætti að sitja í fangelsi en erfið fortíð piltsins hafi haft áhrif á ákvörðun hans um refsingu. Erlent 1.6.2021 23:22
Enginn dó á Bretlandi í fyrsta sinn frá mars í fyrra Enginn dó Bretlandi vegna Covid-19 í gær, samkvæmt opinberum tölum dagsins. Það er í fyrsta sinn frá 7. mars í fyrra, áður en gripið var til fyrsta samkomubannsins á Bretlandi. Heilbrigðisráðherra Bretlands varar íbúa þó við því að baráttunni sé ekki lokið enn. Erlent 1.6.2021 20:00
Þrengt var að hálsi Söruh Everard Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag. Erlent 1.6.2021 14:44
Vísindamenn uggandi vegna nýrrar bylgju Vísindamenn í Bretlandi vara nú við því að ýmislegt bendi til þess að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin þar í landi. Erlent 31.5.2021 07:53
Boris Johnson og Carrie giftu sig í leyni Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, og unnusta hans, Carrie Symonds, giftu sig við leynilega athöfn í Westminster-dómkirkjunni í dag. Breskir miðlar greina frá þessu. Lífið 29.5.2021 23:49
Chelsea er Evrópumeistari í annað sinn Chelsea er Evrópumeistari eftir 1-0 sigur gegn Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Kai Havertz skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu. Fótbolti 29.5.2021 18:31
Átján ára drengur kærður eftir banatilræði við aktívista Átján ára drengur hefur verið kærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða breska aðgerðasinnann Söshu Johnson. Sasha liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að hún var skotin í höfuðið fyrir viku síðan. Erlent 29.5.2021 17:57
Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson. Erlent 27.5.2021 19:38
Segist hafa heyrt Boris tala um að leyfa líkum að hrannast upp Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson, segist hafa heyrt forsætisráðherrann segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp á Bretlandi, frekar en að herða sóttvarnaaðgerðir. Sjálfur hefur Johnson neitað því að hafa látið þessi orð frá sér. Erlent 26.5.2021 15:35
Segir Boris hafa viljað láta smita sig í beinni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, taldi Covid-19 vera litla ógn í upphafi faraldursins. Johnson er sagður hafa viljað vera smitaður vísvitandi af Covid-19 í beinni útsendingu, til að sýna að sjúkdómurinn væri ekki hættulegur. Erlent 26.5.2021 10:15
Allir 30 ára og eldri geta bókað tíma í bólusetningu á Englandi Nú geta allir 30 ára og eldri bókað tíma í bólusetningu á Englandi. Um milljón manns verða boðaðir í bólusetningu á næstu dögum en einstaklingar 39 ára og yngri og óléttar konur verða bólusettar með bóluefnunum frá Pfizer eða Moderna. Erlent 26.5.2021 08:44
Reynslunni ríkari þrátt fyrir engin stig „Ég vil einblína á það jákvæða við þessa ótrúlegu lífreynslu. Ég stóð á sviði og söng fyrir hundruð milljónir lag sem ég samdi og elska,“ skrifar James Newman, fulltrúi Breta í Eurovision í ár, á Twitter-síðu sína í dag. Lífið 24.5.2021 11:21
Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. Lífið 23.5.2021 18:00
Þjáðist af kvíða og kvíðaköstum og vildi gera allt til að hætta að finna til Harry Bretaprins þjáðist af kvíða og fékk alvarleg kvíðaköst þegar hann var yngri. Þá drakk hann stundum „vikuskammt“ af áfengi á einu kvöldi til að takast á við dauða móður sinnar og var tilbúinn til að gera allt til að hætta að finna til löngu seinna. Erlent 21.5.2021 07:54
Segja BBC hafa stuðlað að andláti Díönu prinsessu Vilhjálmur prins og Harry bróðir hans hafa fordæmt Breska ríkisútvarpið harðlega fyrir framgöngu stofnunarinnar í tengslum við viðtal sem tekið var við Díönu prinsessu móður þeirra árið 1995. Erlent 20.5.2021 23:15
BBC biðst afsökunar á umdeildu Díönu-viðtali frá 1995 Breska ríkisútvarpið hefur í fyrsta sinn beðist afsökunar á umdeildu viðtali sjónvarpsmannsins Martins Bashir við Díönu prinsessu frá 1995. Það er gert eftir óháða rannsókn á aðdraganda og framkvæmd viðtalsins, niðurstöður hverrar voru birtar í dag. Erlent 20.5.2021 14:06
Fimmtug Naomi Campbell orðin móðir Ofurfyrirsætan Naomi Campbell er orðin móðir en hún birtir mynd af dóttur sinni á Instagram. Lífið 18.5.2021 15:30
Bóluefni virki gegn indverska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið. Erlent 16.5.2021 20:00
Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. Erlent 16.5.2021 10:21
Bólusetningar og fjöldaskimanir til að sporna gegn útbreiðslu indverska afbrigðisins Þrefalt fleiri tilfelli indverska afbrigðisins greindust undanfarna vikuna í Bretlandi samanborið við vikuna áður. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að láta bólusetja sig til að sporna gegn útbreiðslu afbrigðisins og mun herinn aðstoða við fjöldaskimanir á svæðum þar sem afbrigðið er í mikilli útbreiðslu. Erlent 15.5.2021 22:30
Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. Enski boltinn 15.5.2021 15:45
Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn leikkonu Skoski leikarinn Kevin Guthrie var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 29 ára leikkonu. Brotið átti sér stað í lok september árið 2017 á heimili leikarans Scott Reid. Erlent 14.5.2021 10:49
Bóluefnið frá Pfizer: Sterkara mótefnasvar ef beðið er í tólf vikur Ný bresk rannsókn bendir til þess að sterkara mótefnasvar fáist með því að bíða tólf vikur milli fyrri og seinni skammtsins af Covid-19 bóluefninu frá Pfizer en þær þrjár vikur sem venjulega eru á milli skammta. Erlent 14.5.2021 08:41
Mega beita valdi til að flytja þungaða konu á sjúkrahús Breskur dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að sérþjálfuðum heilbrigðisstarfsmönnum sé heimilt að beita hóflegu valdi til að koma þungaðri konu á sjúkrahús ef hún neitar. Erlent 14.5.2021 07:45
Konur áttu bresku tónlistarverðlaunin Bresku tónlistarverðlaunin voru afhend í gærkvöldi í O2-höllinni í London. Dua Lipa fór heim með tvenn verðlaun og alls unnu konur átta verðlaun í gærkvöldi, átta af ellefu verðlaunum. Tónlist 12.5.2021 12:31
Minnast þess að átján ár eru liðin frá fæðingu Madeleine McCann Foreldrar hinnar bresku Madeleine McCann minnast þess í dag að átján eru liðin frá fæðingu hennar og segjast þau enn halda í „smá“ von um að hún muni finnast á lífi. Madeleine hvarf úr hótelíbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal í maí 2007. Erlent 12.5.2021 10:22
Kennarar og gestafyrirlesarar munu geta sótt bætur ef málfrelsi þeirra er skert Bresk stjórnvöld hyggjast kynna til sögunnar ný lög sem munu gera kennurum, nemendum og gestafyrirlesurum kleift að sækja bætur fyrir dómstólum ef háskólar brjóta gegn ákveðnum skilmálum um að þeir virði málfrelsi. Erlent 12.5.2021 10:07
Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. Enski boltinn 11.5.2021 20:01