Ástralía Kvenkyns yfirmaður á skrifstofunni í fyrsta skipti Áströlsk endurgerð á bresku seríunni The Office er á leiðinni en hún verður sú fyrsta þar sem yfirmaðurinn verður kona. Ricky Gervais sem lék yfirmanninn David Brent eftirminnilega í upprunalegu útgáfunni hefur lýst yfir ánægju sinni með endurgerðina. Bíó og sjónvarp 1.6.2023 14:06 Táningar gáfu sig fram við lögreglu vegna eldsins í Sidney Tveir þrettán ára táningar hafa gefið sig fram við lögreglu í Sidney í Ástralíu vegna sögufrægs húss sem varð eld að bráð í gær. Lögreglan hafði áður sagt að hópur ungmenna hefði sést hlaupa frá byggingunni skömmu áður en hún stóð í ljósum logum. Erlent 26.5.2023 15:29 Óðagot þegar alelda hús hrundi Þúsundir íbúa Sydney horfðu á sjö hæða sögufræga byggingu í viðskiptahverfi borgarinnar verða eldhafi að bráð í dag. Eldurinn kviknaði um fjögur leytið að degi til (að staðartíma) og varð fljótt alelda. Erlent 25.5.2023 10:57 Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi. Erlent 24.5.2023 12:01 Kynferðisbrotamaðurinn Rolf Harris er látinn Ástralski kynferðisbrotamaðurinn og fyrrverandi sjónvarpsmaðurinn Rolf Harris er látinn, 93 ára að aldri. Erlent 23.5.2023 12:54 Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. Erlent 19.5.2023 13:37 Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngugrind var skotin með rafbyssu Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu. Erlent 19.5.2023 07:03 Komst lífs af með því að lifa á víni í fimm daga í óbyggðum Ástralíu Lögregla í Ástralíu fann á dögunum 48 ára konu í óbyggðum Viktoríu þar sem hennar hafði verið saknað í fimm daga. Konan komst lífs af með því að neyta einungis sleikipinna og víns sem hún var með í bílnum, en hún hafði fest bíl sinn í leðju á fáförnum vegi. Erlent 8.5.2023 10:03 Blæja ritskoðuð vegna fitusmánunar Ástralska fjölmiðlafyrirtækið ABC hefur ritskoðað og breytt þætti af Bluey til að bregðast við gagnrýni um fitusmánun. Í þættinum er fjölskyldan á salerninu og pabbi Blæju, eins og hún heitir á íslensku, er að bursta tennurnar og vigta sig. Erlent 5.5.2023 07:30 Líkamsleifar týnds manns fundust í krókódíl Líkamsleifar ástralsks manns sem týndist fundust í krókódíl. Maðurinn hvarf er hann var að veiða með vinum sínum í þjóðgarði í norðanverðri Ástralíu. Leit að manninum hafði staðið yfir í tvo daga þegar líkamsleifarnar fundust í krókódílnum. Erlent 3.5.2023 10:13 MasterChef-dómarinn Jock Zonfrillo er látinn Skoski sjónvarpsmaðurinn Jock Zonfrillo er látinn, 46 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem dómari í áströlsku útgáfu MasterChef-þáttanna. Lífið 1.5.2023 07:36 Katy Perry tapaði gegn Katie Perry Söngkonan Katy Perry tapaði í dag máli sem ástralski tískuhönnuðurinn Katie Taylor höfðaði gegn henni. Taylor selur föt sín undir merkinu „Katie Perry“ sem er fæðingarnafn hennar. Þarf söngkonan að greiða nöfnu sinni skaðabætur fyrir varning sem hún seldi í tengslum við tónleikaferðalag sitt árið 2014. Lífið 28.4.2023 16:48 Kona handtekin með gullbyssu í fórum sínum Bandarísk kona var á sunnudag handtekin í Sydney í Ástralíu eftir að gullbyssa fannst í ferðatösku hennar. Konan er laus gegn tryggingu en hún gæti átt allt að tíu ára fangelsi yfir höfði sér. Erlent 25.4.2023 07:56 Dragstjarnan „Dame Edna“ látin Ástralski leikarinn Barry Humphries sem frægastur er sem dragstjarnan „Dame Edna Everage,“ sem hann lék í áratugi í sjónvarpi er látinn, 89 ára að aldri. Lífið 22.4.2023 12:59 Mischa Barton til liðs við Nágranna Hollywood- og OC-stjarnan Mischa Barton mun ganga til liðs við leikarahóp áströlsku sápuóperunnar Nágranna sem hefja göngu sína að nýju síðar á árinu. Bíó og sjónvarp 18.4.2023 07:57 Sydney ekki lengur fjölmennasta borg Ástralíu Ástralska stórborgin Sydney er ekki lengur stærsta borg landsins. Í heila öld hefur Sydney haldið þessum titli og raunar telja margir hana ranglega vera höfuðborg Ástralíu. Erlent 17.4.2023 07:41 Ástralskur ferðalangur leitar að Íslendingnum sem hún kom til bjargar „Ég finn svo til með honum, og ég vona innilega að það sé í lagi með hann,“ segir hin ástralska Rebecca Troughton í samtali við Vísi. Rebecca, sem er ferðabloggari, dvaldi hér á landi í lok seinasta mánaðar og kom íslenskum karlmanni til bjargar um borð í flugvallarskutlu. Hún veit engin deili á manninum og vill gjarnan vita af afdrifum hans. Innlent 16.4.2023 10:07 Stal breiðnef og hélt honum föngnum um borð í lest Ástralskur maður sem stal villtum breiðnef og fór með hann um borð í lest hefur verið ákærður fyrir athæfið. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að fjörutíu milljón króna sekt fyrir athæfið. Erlent 6.4.2023 14:15 Maðurinn sem rændi Cleo Smith dæmdur í þrettán ára fangelsi Terence Kelly, 37 ára, hefur verið dæmdur í þrettán ára og sex mánaða fangelsi fyrir að hafa rænt hinni fjögurra ára Cleo Smith þar sem hún svaf í tjaldi ásamt fjölskyldu sinni á tjaldsvæði í Vestur-Ástralíu. Erlent 5.4.2023 07:13 Þrjár ungar stúlkur ákærðar fyrir líkamsárás og frelsissviptingu Þrjár stúlkur, tólf, þrettán og fjórtán ára, hafa verið ákærðar fyrir að hafa tælt þrettán ára stelpu á ótilgreint heimili í Ástralíu, svipt hana frelsi sínu og beitt hana ofbeldi. Athæfið mun hafa verið tekið upp á myndband. Erlent 24.3.2023 23:10 Öfgafull fjölkærni sæfíla gæti orsakað ótímabær dauðsföll Rannsókn vísindamanna við Háskólann í Tasmaníu hefur leitt í ljós að pressan á bak við „öfgafulla fjölkærni“ sæfíla í suðvestur Kyrrahafi gæti orsakað því að lífslíkur karldýra hrynji stuttu eftir kynþroska. Erlent 22.3.2023 09:04 Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. Viðskipti erlent 16.3.2023 07:38 Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. Erlent 14.3.2023 10:21 Drottnari í fangelsi eftir að undirlægjan drap kærastann Áströlsk kona hefur verið dæmd í sex ára fangelsi eftir að undirlægja hennar réðst á kærasta hennar og myrti. Hún hafði beðið undirlægjuna um að meiða kærastann alvarlega. Hún hafði kynnst undirlægjunni sex vikum fyrir morðið á vefsíðu fyrir fólk í BDSM-samfélaginu. Erlent 22.2.2023 13:31 Drakk úr hundrað þúsund króna skó á miðjum tónleikum Breski söngvarinn Harry Styles drakk úr rándýrum skó á tónleikum sínum í Perth í Ástralíu í gærkvöldi. Eftir drykkjuna sagðist hann vera eins og nýr maður. Lífið 21.2.2023 07:49 Átta ára drengur talinn hafa látist eftir að hafa fengið raflost Átta ára gamall ástralskur drengur er talinn hafa látist eftir að hafa fengið raflost á meðan hann var í fríi með fjölskyldunni sinni á Fídji. Drengurinn fannst meðvitundarlaus í blómabeði á hótelinu og var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í kjölfarið. Erlent 14.2.2023 10:07 Segja dularfullt andlát átta ára barns hræðilegt slys Átta ára gamalt barn búsett í Sydney í Ástralíu lést á Fídjí á fimmtudag í kjölfar þess að það fannst meðvitundarlaust í gróðurbeði í hótelgarði. Lögregla segir að um sé að ræða hræðilegt slys. Erlent 13.2.2023 10:18 Ástralir fjarlægja 900 öryggismyndavélar frá Kína úr opinberum byggingum Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að fjarlægja um það bil 900 öryggismyndavélar framleiddar í Kína úr opinberum byggingum. Þau segja vélarnar, frá fyrirtækjunum Hikvision og Dahua, mögulega ógn við öryggi landsins. Erlent 9.2.2023 07:59 Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. Erlent 4.2.2023 13:53 Ástralar vilja ekki borga með Karli Karl III konungur verður ekki á nýjum fimm dollara seðli Ástrala. Verið er að endurhanna seðilinn og verður móðir hans, Elísabet II, fjarlægð af seðlinum. Í staðinn verður seðillinn til heiðurs innfæddum Áströlum. Viðskipti erlent 2.2.2023 09:03 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 21 ›
Kvenkyns yfirmaður á skrifstofunni í fyrsta skipti Áströlsk endurgerð á bresku seríunni The Office er á leiðinni en hún verður sú fyrsta þar sem yfirmaðurinn verður kona. Ricky Gervais sem lék yfirmanninn David Brent eftirminnilega í upprunalegu útgáfunni hefur lýst yfir ánægju sinni með endurgerðina. Bíó og sjónvarp 1.6.2023 14:06
Táningar gáfu sig fram við lögreglu vegna eldsins í Sidney Tveir þrettán ára táningar hafa gefið sig fram við lögreglu í Sidney í Ástralíu vegna sögufrægs húss sem varð eld að bráð í gær. Lögreglan hafði áður sagt að hópur ungmenna hefði sést hlaupa frá byggingunni skömmu áður en hún stóð í ljósum logum. Erlent 26.5.2023 15:29
Óðagot þegar alelda hús hrundi Þúsundir íbúa Sydney horfðu á sjö hæða sögufræga byggingu í viðskiptahverfi borgarinnar verða eldhafi að bráð í dag. Eldurinn kviknaði um fjögur leytið að degi til (að staðartíma) og varð fljótt alelda. Erlent 25.5.2023 10:57
Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi. Erlent 24.5.2023 12:01
Kynferðisbrotamaðurinn Rolf Harris er látinn Ástralski kynferðisbrotamaðurinn og fyrrverandi sjónvarpsmaðurinn Rolf Harris er látinn, 93 ára að aldri. Erlent 23.5.2023 12:54
Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. Erlent 19.5.2023 13:37
Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngugrind var skotin með rafbyssu Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu. Erlent 19.5.2023 07:03
Komst lífs af með því að lifa á víni í fimm daga í óbyggðum Ástralíu Lögregla í Ástralíu fann á dögunum 48 ára konu í óbyggðum Viktoríu þar sem hennar hafði verið saknað í fimm daga. Konan komst lífs af með því að neyta einungis sleikipinna og víns sem hún var með í bílnum, en hún hafði fest bíl sinn í leðju á fáförnum vegi. Erlent 8.5.2023 10:03
Blæja ritskoðuð vegna fitusmánunar Ástralska fjölmiðlafyrirtækið ABC hefur ritskoðað og breytt þætti af Bluey til að bregðast við gagnrýni um fitusmánun. Í þættinum er fjölskyldan á salerninu og pabbi Blæju, eins og hún heitir á íslensku, er að bursta tennurnar og vigta sig. Erlent 5.5.2023 07:30
Líkamsleifar týnds manns fundust í krókódíl Líkamsleifar ástralsks manns sem týndist fundust í krókódíl. Maðurinn hvarf er hann var að veiða með vinum sínum í þjóðgarði í norðanverðri Ástralíu. Leit að manninum hafði staðið yfir í tvo daga þegar líkamsleifarnar fundust í krókódílnum. Erlent 3.5.2023 10:13
MasterChef-dómarinn Jock Zonfrillo er látinn Skoski sjónvarpsmaðurinn Jock Zonfrillo er látinn, 46 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem dómari í áströlsku útgáfu MasterChef-þáttanna. Lífið 1.5.2023 07:36
Katy Perry tapaði gegn Katie Perry Söngkonan Katy Perry tapaði í dag máli sem ástralski tískuhönnuðurinn Katie Taylor höfðaði gegn henni. Taylor selur föt sín undir merkinu „Katie Perry“ sem er fæðingarnafn hennar. Þarf söngkonan að greiða nöfnu sinni skaðabætur fyrir varning sem hún seldi í tengslum við tónleikaferðalag sitt árið 2014. Lífið 28.4.2023 16:48
Kona handtekin með gullbyssu í fórum sínum Bandarísk kona var á sunnudag handtekin í Sydney í Ástralíu eftir að gullbyssa fannst í ferðatösku hennar. Konan er laus gegn tryggingu en hún gæti átt allt að tíu ára fangelsi yfir höfði sér. Erlent 25.4.2023 07:56
Dragstjarnan „Dame Edna“ látin Ástralski leikarinn Barry Humphries sem frægastur er sem dragstjarnan „Dame Edna Everage,“ sem hann lék í áratugi í sjónvarpi er látinn, 89 ára að aldri. Lífið 22.4.2023 12:59
Mischa Barton til liðs við Nágranna Hollywood- og OC-stjarnan Mischa Barton mun ganga til liðs við leikarahóp áströlsku sápuóperunnar Nágranna sem hefja göngu sína að nýju síðar á árinu. Bíó og sjónvarp 18.4.2023 07:57
Sydney ekki lengur fjölmennasta borg Ástralíu Ástralska stórborgin Sydney er ekki lengur stærsta borg landsins. Í heila öld hefur Sydney haldið þessum titli og raunar telja margir hana ranglega vera höfuðborg Ástralíu. Erlent 17.4.2023 07:41
Ástralskur ferðalangur leitar að Íslendingnum sem hún kom til bjargar „Ég finn svo til með honum, og ég vona innilega að það sé í lagi með hann,“ segir hin ástralska Rebecca Troughton í samtali við Vísi. Rebecca, sem er ferðabloggari, dvaldi hér á landi í lok seinasta mánaðar og kom íslenskum karlmanni til bjargar um borð í flugvallarskutlu. Hún veit engin deili á manninum og vill gjarnan vita af afdrifum hans. Innlent 16.4.2023 10:07
Stal breiðnef og hélt honum föngnum um borð í lest Ástralskur maður sem stal villtum breiðnef og fór með hann um borð í lest hefur verið ákærður fyrir athæfið. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að fjörutíu milljón króna sekt fyrir athæfið. Erlent 6.4.2023 14:15
Maðurinn sem rændi Cleo Smith dæmdur í þrettán ára fangelsi Terence Kelly, 37 ára, hefur verið dæmdur í þrettán ára og sex mánaða fangelsi fyrir að hafa rænt hinni fjögurra ára Cleo Smith þar sem hún svaf í tjaldi ásamt fjölskyldu sinni á tjaldsvæði í Vestur-Ástralíu. Erlent 5.4.2023 07:13
Þrjár ungar stúlkur ákærðar fyrir líkamsárás og frelsissviptingu Þrjár stúlkur, tólf, þrettán og fjórtán ára, hafa verið ákærðar fyrir að hafa tælt þrettán ára stelpu á ótilgreint heimili í Ástralíu, svipt hana frelsi sínu og beitt hana ofbeldi. Athæfið mun hafa verið tekið upp á myndband. Erlent 24.3.2023 23:10
Öfgafull fjölkærni sæfíla gæti orsakað ótímabær dauðsföll Rannsókn vísindamanna við Háskólann í Tasmaníu hefur leitt í ljós að pressan á bak við „öfgafulla fjölkærni“ sæfíla í suðvestur Kyrrahafi gæti orsakað því að lífslíkur karldýra hrynji stuttu eftir kynþroska. Erlent 22.3.2023 09:04
Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. Viðskipti erlent 16.3.2023 07:38
Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. Erlent 14.3.2023 10:21
Drottnari í fangelsi eftir að undirlægjan drap kærastann Áströlsk kona hefur verið dæmd í sex ára fangelsi eftir að undirlægja hennar réðst á kærasta hennar og myrti. Hún hafði beðið undirlægjuna um að meiða kærastann alvarlega. Hún hafði kynnst undirlægjunni sex vikum fyrir morðið á vefsíðu fyrir fólk í BDSM-samfélaginu. Erlent 22.2.2023 13:31
Drakk úr hundrað þúsund króna skó á miðjum tónleikum Breski söngvarinn Harry Styles drakk úr rándýrum skó á tónleikum sínum í Perth í Ástralíu í gærkvöldi. Eftir drykkjuna sagðist hann vera eins og nýr maður. Lífið 21.2.2023 07:49
Átta ára drengur talinn hafa látist eftir að hafa fengið raflost Átta ára gamall ástralskur drengur er talinn hafa látist eftir að hafa fengið raflost á meðan hann var í fríi með fjölskyldunni sinni á Fídji. Drengurinn fannst meðvitundarlaus í blómabeði á hótelinu og var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í kjölfarið. Erlent 14.2.2023 10:07
Segja dularfullt andlát átta ára barns hræðilegt slys Átta ára gamalt barn búsett í Sydney í Ástralíu lést á Fídjí á fimmtudag í kjölfar þess að það fannst meðvitundarlaust í gróðurbeði í hótelgarði. Lögregla segir að um sé að ræða hræðilegt slys. Erlent 13.2.2023 10:18
Ástralir fjarlægja 900 öryggismyndavélar frá Kína úr opinberum byggingum Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að fjarlægja um það bil 900 öryggismyndavélar framleiddar í Kína úr opinberum byggingum. Þau segja vélarnar, frá fyrirtækjunum Hikvision og Dahua, mögulega ógn við öryggi landsins. Erlent 9.2.2023 07:59
Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. Erlent 4.2.2023 13:53
Ástralar vilja ekki borga með Karli Karl III konungur verður ekki á nýjum fimm dollara seðli Ástrala. Verið er að endurhanna seðilinn og verður móðir hans, Elísabet II, fjarlægð af seðlinum. Í staðinn verður seðillinn til heiðurs innfæddum Áströlum. Viðskipti erlent 2.2.2023 09:03