Tímamót

Fréttamynd

Einfaldar líf sitt eftir að hafa lent á vegg

Hannes Steindórsson fasteignasali og fyrrverandi bæjarfulltrúi Kópavogs stendur á tímamótum í lífinu eftir að hann lenti á vegg og féll eftir ellefu ár af edrúmennsku. Hann hefur ákveðið að einfalda líf sitt og einbeita sér að því sem skiptir hann hvað mestu máli; fjölskyldunni og starfinu sem fasteignasali.

Lífið
Fréttamynd

Látinn vinur opnaði himnana á brúðkaupsdaginn

Hjónin Eygló Rún Karlsdóttir og Sverrir Rúnarsson giftu sig með pomp og prakt fyrr í sumar en sama dag fagnaði Sverrir fertugsafmæli sínu. Eygló segist hafa alfarið séð ein um undirbúning og aldrei hafi neitt annað komið til greina en að brúðkaupsveislan færi fram á Hótel Geysi.

Lífið
Fréttamynd

Sonur Snorra og Nadine kominn með nafn

Sonur Nadine Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra Play og Snorra Mássonar fjölmiðlamanns er kominn með nafn. Saman birta þau fallegar myndir frá nafnaveislunni á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Stúlka Frostadóttir fædd og nefnd

Dóttir fjölmiðlamannsins Frosta Logasonar og Helgu Gabríelu Sigurðardóttur matreiðslumanns er komin í heiminn og hefur verið nefnd Birta. Nafnið er í höfuðið á systur Helgu Gabríelu sem heitir Birta Hlín.

Lífið
Fréttamynd

Leifur Welding orðinn afi

Hönnunar- og framkvæmdamaðurinn Leifur Welding er orðinn afi. Hann birtir gleðitíðindin á samfélagsmiðlum sínum og segist hlakka til að brasa og bralla með afastráknum. 

Lífið
Fréttamynd

Fjóla úr Eigin konum á von á barni

Fjóla Sigurðardóttir, fyrrum stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, og Ívar Örn Árnason, knattspyrnumaður, eiga von á sínu fyrsta barni í byrjun næsta árs.

Lífið
Fréttamynd

Gosloka­há­tíð ekki í sam­keppni við Þjóð­há­tíð

Goslokahátíð Vestmannaeyjabæjar verður sett í dag. Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Heima­eyj­argosi lauk munu hátíðarhöldin standa í heila viku. Bæjarstjóri segir hátíðina ekki í samkeppni við Þjóðhátíð, sem sé allt annars seðlis. 

Innlent
Fréttamynd

Gulli búinn að vinna síðustu vaktina

Útvarps -og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gulli Helga vann sína síðstu vakt í dag. Síðastliðin tíu ár hefur hann vaknað snemma og vakið þjóðina ásamt félögum sínum í Bítinu. Hann segist þakklátur fyrir tímann en framundan séu jafnframt spennandi verkefni. 

Lífið
Fréttamynd

Knatt­spyrnupar trú­lofað

Glódís Perla Viggósdóttir greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði trúlofast Kristófer Eggertssyni, kærasta sínum til margra ára. Það skammt milli fagnaðarefna hjá parinu en Glódís Perla varð 27 ára gömul í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Nafnið hans var skrifað í skýin

Leikaraparið Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman eignuðust sitt annað barn fyrr á þessu ári en fyrir eiga þau soninn Krumma. Barnið, sem er drengur fékk nafnið sitt við fallega athöfn nú um helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Birnir og Vaka fjölga mannkyninu

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og kærasta hans Vaka Njálsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni í október. Vaka deilir gleðitíðindunum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Braut­skráningar Há­skóla Ís­lands

Alls brautskrást 2.832 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri. Vísir streymir frá brautskráningunni sem haldin er í Laugardalshöll.

Innlent