Noregur

Norðmenn furða sig á Tenerife-æði Íslendinga
Vísi hefur borist fyrirspurn frá norskum blaðamanni sem spyr hvort þetta fái staðist, að 2,4 prósent þjóðarinnar dvelji á Tenerife yfir jólin? Getur það verið?

Jólagjöf Norðmanna sögð stór gaslind í Barentshafi
Norska olíufélagið Vår Energi, sem er að meirihluta í eigu hins ítalska Eni, tilkynnti á Þorláksmessu um stóran gasfund á svokölluðu Lupa-svæði nærri Golíat-olíusvæðinu í Barentshafi. Frumathugun bendir til að stærð gaslindarinnar jafngildi 57 til 132 milljónum tunna af vinnanlegri olíu.

Kona í Noregi dæmd fyrir dráp á gullfiskum með klór
Dómstóll í Noregi hefur sakfellt konu á sextugsaldri fyrir að hafa drepið þrjá gullfiska með klór.

Tveir fundust látnir í Bergen
Morðrannsókn er hafin hjá lögreglunni í Bergen eftir að tveir fundust látnir í úthverfinu Ytre Sandviken norður af Bergen.

Cruise stökk fram af fjalli á mótorhjóli
Leikarinn víðfrægi, Tom Cruise, hefur lengi verið þekktur fyrir að gera eigin áhættuatriði í kvikmyndum sínum og þá sérstaklega í Mission Impossible myndunum. Í þeim myndum hefur hann meðal annars klifrað utan á hæstu byggingu heims og sveiflað sér á milli háhýsa.

Haraldur Noregskonungur lagður inn á sjúkrahús
Haraldur Noregskonungur hefur verið lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Osló.

Dæmdur fyrir að smita fyrrverandi af HIV-veirunni
Karlmaður á fertugsaldri í Noregi hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smitað fyrrverandi eiginkonu sína af HIV-veirunni. Þá þarf hann að greiða henni 220 þúsund norskar krónur í bætur, eða sem svarar til 3,2 milljóna íslenskra króna.

Norðmenn flýja auðlegðarskatt
Norskt stóreignafólk færir nú lögheimili sitt frá Noregi í unnvörpum í kjölfar nýsamþykktra breytinga á skattalögum þar í landi. Samkvæmt lögunum verður lagður skattur á hreina eign umfram því sem nemur um 25 milljónum íslenskra króna.

Brjóst í ríkissjónvarpinu fara fyrir brjóstið á Norðmönnum
Eitt af jóladagatölum norska ríkissjónvarpsins, NRK, er afar umdeilt eftir innslag í þættinum á mánudaginn í þessari viku. Þar fór áhrifavaldur úr að ofan og bauð gestum mjólk í kaffið sitt.

Tveir látnir eftir að ís brotnaði undan vélsleðum í Noregi
Tveir eru látnir eftir að ís Møsvatns í Noregi brotnaði undan tveimur vélsleðum. Er viðbragðsaðilar mættu á staðin voru einstaklingarnir nú þegar látnir.

Norska lögreglan skaut mann á hjólaskóflu til bana
Norska lögreglan skaut mann til bana í nótt í sveitarfélaginu Lavangen í Troms í Noregi.

Sýndu íþróttakonu afklæðast í beinni útsendingu
Norska sjónvarpsstöðin TV2 þótti sýna mikla óvarkárni í útsendingu sinni frá skíðagöngukeppni um helgina. Sjónvarpsstöðin kennir þó öðrum um.

Karlmaður skotinn til bana í Osló
Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana nálægt miðbæ Oslóar á fimmta tímanum í nótt. Einn hefur verið handtekinn grunaður um morðið.

Rýma hús vegna gróðurelda í Noregi
Íbúum minnst þrjátíu húsa í Åfjord í Þrændalögum í Noregi hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna gróðurelda á svæðinu sem kviknuðu í gær. Eldarnir hafa breitt úr sér en slökkvilið á svæðinu telur sig hafa náð þokkalegum tökum á þeim. Fleiri gróðureldar brutust út í Noregi í dag.

Norska Elkjøp bakkar út og gefur Amnesty auglýsingaplássin í tengslum við HM
Fáeinum dögum fyrir HM í knattspyrnu í Katar hefur norski raftækjasölu risinn Elkjøp ákveðið að hætta sem kostunaraðili HM-útsendinga sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Fyrirtækið mun þess í stað gefa mannréttindasamtökunum Amnesty auglýsingaplássin.

Carew dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik
John Carew, fyrrverandi landsliðsmaður Noregs í fótbolta, hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir gróf skattsvik. Auk þess þarf hann að greiða háa sekt.

Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar
Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar.

Tveir látnir eftir þyrluslys í Noregi
Tveir eru látnir og einn alvarlega slasaður eftir að þyrla hrapaði í Verdal í Þrándalögum í Noregi í morgun.

Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU
Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins.

Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö
Norska öryggislögreglan hefur handtekið mann sem lögreglu grunar að hafi dvalið í Noregi í um eitt ár sem rússneskur njósnari undir fölsku flaggi sem brasilískur vísindamaður. Lögregla vill að honum verði vísað úr landi.

Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla
Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu.

Einn alvarlega særður eftir skotárás í úthverfi Óslóar
Að minnsta kosti einn hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir skotárás í Tøyen í Ósló. Enn er árásarmannsins leitað.

Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna
Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com.

Støre nýr forstjóri Advania-samsteypunnar
Hin norska Hege Støre hefur tekið við sem nýr forstjóri Advania-samsteypunnar. Starfsmenn telja um fjögur þúsund á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Hún tekur við keflinu af Mikael Noaksson sem heldur þó áfram að starfa við hlið Støre og tekur sæti í stjórn samsteypunnar.

Guðni og krónprinsinn ganga að gosstöðvunum
Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli.

Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur
Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020.

Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi
Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár.

Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels?
Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár.

Rússum ekki boðið í nýtt bandalag sem á að stilla saman strengi Evrópuríkja
Leiðtogar ríkja Evrópska stjórnmálabandalagsins, sem á ensku nefnist European Political Community, funda í fyrsta skipti í sögu hins nýja bandalags í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur þátt í fundinum fyrir hönd Íslands.

Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum
Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum.