Svíþjóð

Fréttamynd

Sagðist vita hver myrti Palme

"Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“

Erlent
Fréttamynd

Eva Rausing sagðist vita hver myrti Olof Palme

Hin sterkefnaða Eva Rausing sem lést af ofstórum skammti eiturlyfja í júlí s.l. mun hafa bent á að sá sem stóð að baki morðinu á Olof Palme forsætisráðherra Svía árið 1986 hafi verið hingað til óþekktur sænskur athafnamaður.

Erlent
Fréttamynd

Svíakonungur minntist fórnarlambanna í Noregi

Karl Gústaf Svíakonungur heimsótti heimsmót skáta í Svíþjóð. Þar minntist hann fórnarlambanna í Noregi og sagði ódæðisverkin áminningu til skáta að leggja enn harðar að sér í baráttunni við fordóma og illsku í heiminum. Það væri hlutverk fullorðna í skátastarfi að leiðbeina sér yngri skátum og vera þeim fyrirmynd og aðstoða þá við að vera boðbera friðar hvar sem er og hvenær sem er. Karl Gústaf er heiðurforseti World Scout Foundation og hefur verið skáti frá unga aldri.

Erlent
Fréttamynd

Segir Júgóslava hafa myrt Olof Palme

Fyrrverandi júgóslavneskur njósari heldur því fram að leyniþjónusta Júgóslavíu hafi fyrirskipað morðið Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar fyrir 25 árum.

Erlent
Fréttamynd

Ragnar vill geta mjólkað sig

Á þriðjudagskvöldið hefst nokkuð merkileg tilraun í sænska sjónvarpinu. Þá mun hinn tuttugu og sex ára gamli Ragnar Bengtsson setja brjóstapumpu á geirvörturnar á sér í þeirri von að geta framleitt brjóstamjólk.

Erlent
Fréttamynd

Viðurkenndi að hafa myrt Palme í bréfi til kærustu sinnar

Christer Pettersson, sem grunaður var um að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, viðurkenndi fyrir leynilegri kærustu sinni að hann hefði drepið forsætisráðherrann. Frá þessu greinir sænska blaðið Aftonbladet og vitnar í bréf sem Petterson skrifaði til kærustunnar.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu ár frá morðinu á Olof Palme

Í kvöld verða nákvæmlega tuttugu ár síðan Olav Palme, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, var myrtur í miðborg Stokkhólms. Rannsókn á morðinu er komin í fullan gang á ný og margir verða yfirheyrðir vegna þess á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

Christer Petterson látinn

Christer Petterson, maðurinn sem grunaður var um langt árabil um að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, lést í dag á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Petterson, sem var 57 ára, var árið 1989 fundinn sekur um að hafa myrt Palme þremur árum áður.

Erlent