Eistland

Eystrasaltslönd í brennidepli: Byggjum brýr með barnastarfi
Nú í vor býður Norræna húsið til baltneskrar barnamenningarhátíðar í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík.

Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia
Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum.

Verður fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Eistlands
Samkomulag hefur náðst milli Umbótaflokksins og Miðflokksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Eistlandi. Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins, mun taka við embætti forsætisráðherra og verður þar með fyrsta konan til að gegna embættinu í landinu.

Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer
Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu.

Kallas fær umboðið í Eistlandi
Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk í dag umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Eistlandi. Útlit er því fyrir að hún verði fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra í landinu.

Forsætisráðherra Eistlands segir af sér í skugga mútumáls
Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, hefur ákveðið að segja af sér. Frá þessu greindi forsætisráðherrann í morgun en þrýstingur á Ratas hefur aukist mikið síðustu misserin vegna mútumáls sem fjöldi háttsettra stjórnmálamanna í landinu hefur verið bendlaður við.

Aðeins Íslendingar undanþegnir skimun í Eistlandi
Frá og með deginum í dag taka nýjar sóttvarnareglur gildi á landamærum Eistlands. Samkvæmt þeim eru farþegar sem koma frá Íslandi þeir einu sem undanþegnir verða skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til landsins.

Fjöldi yfirmanna hjá Danske Bank sleppur við ákæru
Fjöldi yfirmanna hjá Danske Banka getur nú andað léttar eftir að tilkynnt var að þeir hafi sloppið undan ákæru í tengslum við rannsókn á peningaþvættishneykslinu í Eistlandi. DR segir frá því að mál sex fyrrverandi stjórnarmanna bankans hafi verið felld niður.

Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar
Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum.

Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát.

Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát
Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994.

Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn
Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk.

Ísland komið á rauða lista Eystrasaltsríkjanna
Ekki er mælst með því að Lettar ferðist til Íslands sökum smithættu. Þá er ferðalöngum sem koma til Lettlands og Eistlands frá Íslandi skylt að sæta fjórtán daga sóttkví.

Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna
Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi.

Danske bank yfirgefur Eistland
Danske Bank hefur náð samkomulagi um sölu á eftirstandandi eignum sínum í Eistlandi í kjölfar peningaþvættishneykslisins.

Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní
Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa.

Eystrasaltslöndin opna sín innri landamæri
Eistland, Lettland og Litháen hafa nú opnað fyrir landamæri sín gagnvart hvort öðru og geta íbúar svæðisins nú ferðast frjálst á milli landanna þriggja.

Færa út kvíarnar í rannsókn á peningaþvætti Danske bank
Rannsókn á stórfelldu peningaþvætti í útibúi danska bankans í Eistlandi beinist nú að mun hærri fjárhæðum en áður.

Hluthafar krefja Danske bank um milljarða vegna peningaþvættisins
Danske bank er sakaður um að hafa blekkt hluthafa sem krefja bankann um milljarða króna.

Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank
Færslurnar eru allt að fimm ára gamlar en þýski bankinn tilkynnti þær ekki til yfirvalda fyrr en í febrúar á þessu ári.

Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn
Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi.

Eistar á bremsunni með hugmynd um lengstu lestargöng heims
Yfirvöld í Eistlandi vilja fá nánari upplýsingar um fjármögnum og viðskiptaáætlun lengstu lestarganga heims sem fyrirhuguð eru og eiga að tengja saman Eistland og Finnland, áður en þau gefa grænt ljós á framkvæmdina.

Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður
Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015.

Eistneskur ráðherra segir af sér eftir einn dag í starfi
Marti Kuusik segir af sér eftir að eistneska lögreglan greindi frá því að hann sé til rannsóknar, en fjölmiðlar þar í landi segja það vera vegna heimilisofbeldis.

Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið
Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi.

Ratas myndar nýja stjórn með hægriflokknum
Miðflokkurinn mun stýra landinu með íhaldsflokknum Isamaa og hægriöfgaflokknum Ekre, en saman fengu flokkarnir 56 þingsæti af 101.

Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi
Rannsókn á peningaþvættishneyksli heldur áfram.

Eistneskir hægri popúlistar hóta því að efna til götuóeirða
Formaður þjóðernisflokksins Ekre hótar óeirðum verði komið í veg fyrir stjórnarmyndunarviðræður Ekre og Miðflokksins, sem hefur verið við völd síðustu fjögur árin.

Verður fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Eistlands
Umbótaflokkurinn vann sigur í eistnesku þingkosningunum sem fram fóru í gær.

Tekur við stjórnarformennsku í Danske Bank
Karsten Dybvad, sem hefur stýrt samtökum danskra atvinnurekenda undanfarin átta ár, var kosinn stjórnarformaður Danske Bank á hluthafafundi bankans í síðustu viku.