Anne-Elisabeth Hagen

Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf
Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál.

Lögregla leitar svara hjá skókaupendum
Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra.

Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum
Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra.

Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu
Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi.

Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi
Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra.

Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth
Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf.

Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt
Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt.

Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi
Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí.

Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja
Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt.

Hefja leit í öðru stöðuvatni
Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum.

Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar
Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar.

Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna
Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar.

Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu
Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld.

Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær
Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen.

Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar
Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen.

Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag.

Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í
Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust.

Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth
Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth.

FBI veitir norsku lögreglunni liðsstyrk
Norsku lögreglunni hefur borist öflugur liðsstyrkur í leitinni að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen sem rænt var frá heimili sínu í lok október: Bandaríska alrikislögreglan kemur að leitinni með einhverjum hætti.

Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf
Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra.

Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna
Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins.

Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku
Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu.

Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum
Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær.

Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins
Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf.

Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“
Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló.

Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum
Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen.

Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna
Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur.

Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi
Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur.

Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt
Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú.