Kennaraverkfall

Fréttamynd

Funduðu í níu tíma

Launanefnd sveitarfélaganna lagði fram skriflega tillögu að viðræðugrundvelli um launamyndunarkerfi og uppbyggingu þess á fundi með samninganefnd kennara í gær. Fundurinn stóð á níundu klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

165 milljónir úr sjóði kennara

Um 165 milljónir voru greiddar úr Vinnudeilusjóði kennara á mánudag. Kennari í fullu starfi fær 3.000 krónur fyrir hvern verkfallsdag. Það eru um 90 þúsund krónur á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Skora á samningsaðila

Stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla á Akureyri skorar á deilendur í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga að sýna vilja í verki og setjast að samningaborðinu með opnum og jákvæðum huga. Mikilvægt sé að leysa deiluna sem sé farin að hafa áhrif á líf og störf alltof margra fjölskyldna í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið leysi kennaradeilu

Stjórnarandstæðingar hvöttu til þess að ríkið greiddi fyrir lausn kennaradeilunnar í umræðum um stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag ekki í sjónmáli

Samningamenn í kennaradeilunni segja að samkomulag sé ekki í sjónmáli þótt nokkur árangur hafi náðst í viðræðum um vinnutíma á fundi þeira hjá Ríkissáttasemjara í gær. Þar er þó ekkert frágengið enda er frágangur nátengdur launaliðunum sjálfum en viðræður um þá hefjast eftir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Sakna sveigjanleikans í starfinu

Við síðustu kjarasamninga var vinnutími kennara bundinn skólanum. Sá sveigjanleiki sem þeir höfðu hvarf. Kennara skortir aukinn undirbúningstíma til að auka gæði menntunar barnanna og hærri laun. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fimm fatlaðir fá gæslu

Fimm fatlaðir nemendur á Akureyri hafa fengið undanþágu til að vera í gæslu í húsnæði skólavistunarinnar meðan á verkfalli kennara stendur.

Innlent
Fréttamynd

Enginn árangur af fundinum

Enginn árangur náðist á fundi samninganefnda grunnskólakennara og sveitarfélaga í Karphúsinu í dag. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Réttindakennurum fjölgar

Alls hafa 408 menntaðir grunnskólakennarar sótt um leyfisbréf til menntamálaráðuneytisins til kennslu það sem af er árinu. Það er þegar 60 leyfum meira en allt árið í fyrra. Frá árinu 2000 hefur aukningin numið 158 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Launaliðurinn ræddur í fyrsta sinn

Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna setjast að fundi í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar, formanns samninganefndar sveitarfélaganna, verður rætt um launaliðinn á fundinum í dag og er það í fyrsta sinn síðan verkfall hófst sem laun verða rædd.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar vilja launapottana burt

Launanefnd sveitarfélaganna bað um frest á fundi kennara upp úr klukkan sex í gærkvöldi. Launanefndin vildi fara yfir hugsanlegar leiðir til að mæta kröfu kennara um að fella svokallaða launapotta úr kjarasamningunum.

Innlent
Fréttamynd

Skólastarf hófst að nýju

Skólastarf hófst á nýjan leik í dag í þeim fimm skólum sem fengu undanþágu til kennslu á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur. Nemendur eru hæstánægðir en tilfinningar hinna fullorðnu eru blendnar. Spurt er hversu sanngjarnt sé að sum fötluð börn fái kennslu en önnur ekki. 

Innlent
Fréttamynd

Fundurinn stendur enn

Samninganefndir kennara og sveitarfélaga sitja enn á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. Til stóð að ræða launalið samninganna í dag en það er í fyrsta sinn sem hann er á dagskrá síðan verkfall kennara hófst fyrir tveimur vikum.

Innlent
Fréttamynd

159 fötluð börn í skóla í dag

159 fötluð börn hefja aftur skólagöngu í dag eftir að undanþágunefnd kennara og sveitarfélaganna veitti fimm skólum undanþágu til kennslu á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Enn er langt í land

Samninganefndir kennara og sveitarfélaga sátu á fundi síðdegis í gær og eru deilendur sammála um að örlítið hafi þokast í viðræðunum. Ekki er þó útlit fyrir að verkfallið leysist á næstunni. Nýr fundur verður haldinn klukkan eitt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fundur að hefjast

Samningafundur kennara og samninganefndar launanefndar sveitarfélaganna er nú að hefjast í húsnæði ríkissáttasemjara. Fundur stóð til að verða átta í gærkvöldi og hafa því samninganefndirnar rætt meira saman undanfarinn sólarhring, en áður í þessu verkfalli. Of snemmt þykir þó að spá fyrir um endalok verkfalls.

Innlent
Fréttamynd

Fundur fram á kvöld

Ekkert hefur miðað í samningsátt í kennaradeilunni, en fundir hafa þó staðið yfir frá hádegi og standa líklega fram eftir kvöldi. Ríkissáttasemjari segir enn langt á milli deilenda.

Innlent
Fréttamynd

Veittu fimm undanþágur

Fimm skólar fengu undanþágu til kennslu í verkfalli kennara í gær. Ellefu beiðnum var hafnað og afgreiðslu einnar var frestað.

Innlent
Fréttamynd

Börn gangi um sjálfala

Samtökin Heimili og skóli hafa áhyggjur af því að börn gangi um sjálfala meðan verkfall grunnskólakennara varir. Svo virðist sem kennarar séu einnig í hálfgerðu reiðileysi. 

Innlent
Fréttamynd

Deilendur snúi sjónarmiðum sínum

Ljóst er að menn verða að snúa sjónarmiðum sínum til ef þeir ætla að ná saman, segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Góðs viti er að deilendur hafi fundað í sjö og hálfa klukkustund í Karphúsinu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Beitir sér ekki fyrir kennara

Reykjavíkurborg rétt eins og önnur sveitarfélög á við fjárhagsvanda að stríða, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgin mun því ekki grípa inn í samningaviðræður kennara og launanefndar sveitarfélaganna. Árni Þór segir fjárhags- og verkfallsvandann óskylda hluti.

Innlent
Fréttamynd

Samningamenn svartsýnir

Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virðast vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur verði af samningafundi sem hófst klukkan níu hjá Ríkissáttasemjara eftir viku hlé á viðræðum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldaganga kennara og nema

Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda:

Innlent
Fréttamynd

Skaðleg áhrif á fötluð börn

Verði lengra rof á skólagöngu fatlaðra barna getur það haft varanleg áhrif á færni þeirra, segir Tryggvi Sigurðsson, sviðstjóri á Greiningarstöð ríkisins og doktor í sálfræði; sérfræðingur í fötlun barna.

Innlent
Fréttamynd

Samningafundi slitið

Fundi samninganefnda Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaganna var slitið á fimmta tímanum og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan eitt á morgun. Engin niðurstaða er komin í málið en reynt verður áfram á morgun.   

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld ekki stikkfrí

Samfylkingin telur að kennaraverkfallið sé í mjög illleysanlegum hnút sem ekki sé hægt að höggva á nema ríkisvaldið komi að málunum.

Innlent
Fréttamynd

Lítið fór fyrir skólamjólk í gær

Kjaradeila sveitarfélaga og kennara raskar hátíðahöldum í tilefni af alþjóðaskólamjólkurdeginum sem haldinn var hátíðlegur í fimmta sinn í gær. Í tilefni dagsins var boðað til teiknisamkeppni meðal fjórðubekkjarnemenda landsins.

Innlent
Fréttamynd

Börn í dagvistun í grunnskólanum

Verkfallsstjórn Kennarasambands Íslands gerir alvarlega athugasemd við fyrirhugaða notkun Súðavíkurhrepps á grunnskólanum undir dagvistun barna. Börnunum verður boðið í skólann frá átta til tólf á hádegi í verkfalli kennara.</font /> <font face="Helv"></font>

Innlent
Fréttamynd

Fjárhagsvandi ekki mál kennara

Getur verið að sveitarstjórnir landsins noti kennara til að þrýsta á ríkið um að leysa fjárhagsvanda þeirra? Að því spyr Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. "Ég kalla ríkisstjórnina og forsvarsmenn sveitarfélaganna til ábyrgðar á verkfalli kennara."

Innlent
Fréttamynd

Völdu kennslu í stað gjaldþrots

Hluti kennara í Ísaksskóla, sem er einkarekinn ,hugðust fara í verkfall ásamt grunnskólakennurum sveitarfélaganna. Þeir hættu við þegar skólastjórnendur sögðu skólann verða gjaldþrota kæmi til verkfalls þeirra.

Innlent