Suður-Kórea

Fréttamynd

Æfðu kjarn­orku­á­rás á Suður-Kóreu

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafði umsjón með æfingum hersins fyrir kjarnorkugagnárás á Suður-Kóreu um helgina. Yfirlýst markmið æfinganna var að slá ótta í brjóst fjandríkja landsins.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, og Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, hittust í morgun og er það í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna gera það í tólf ár. Í aðdraganda fundarins samþykktu ráðamenn í báðum ríkjum að taka skref til að binda enda á langvarandi deilur þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Versn­and­i fæð­u­­skort­ur í Norð­ur-Kór­e­u

Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs.

Erlent
Fréttamynd

Vilj­a eig­in kjarn­ork­u­vopn af ótta við Norð­ur-Kór­e­u

Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum.

Erlent
Fréttamynd

Japanir saka Kín­verja um hefndar­að­gerðir

Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Samsung ekki lægri í átta ár

Búist er við því að hagnaður suður kóreska tæknirisans Samsung hafi dregist verulega saman á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Samkvæmt nýtti stöðuuppfærslu frá Samsung er útlit fyrir að hagnaður fyrirtækisins hafi ekki verið lægri í átta ár en hann dróst saman um tvo þriðju á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gefa grænt ljós á kyn­lífs­dúkkur

Suður-Kóreumenn mega nú flytja inn kynlífsdúkkur í fullri stærð eftir að tollyfirvöld ákváðu að banna þær ekki lengur á grundvelli almenns siðferðis. 

Erlent
Fréttamynd

Með­limur BTS hefur her­þjálfun

Hinn þrjátíu ára gamli Jin, elsti meðlimur suður-kóresku K-pop sveitarinnar hefur nú hafið herþjálfun þar í landi. Jin er fyrsti meðlimur sveitarinnar til þess að hefja þjálfun í kjölfar herkvaðningar.

Tónlist
Fréttamynd

Suður-Kóreu­menn yngjast um eitt til tvö ár á blaði

Með breyttum reglum um aldur fólks í Suður-Kóreu eiga íbúar landsins von á því að verða einu til tveimur árum yngri í opinberum skjölum. Breytingin mun taka gildi í júní á næsta ári og er gerð til þess að draga úr misskilningi.

Erlent
Fréttamynd

Squid Game leikari sakaður um að káfa á konu

Hinn 78 ára gamli O Yeong-su hefur verið ákærður fyrir að kynferðisbrot. Leikarinn sem sló í gegn í þáttunum Squid Game er sakaður um að hafa káfað á konu árið 2017 en hann neitar ásökunum.

Erlent
Fréttamynd

Kallar forseta Suður-Kóreu fávita

Ráðamenn í Suður-Kóreu eru „fávitar“ sem haga sér eins og „villtir hundar“ nagandi bein sem þeir fengu frá Bandaríkjunum. Þetta segir Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en reiði hennar og annarra má rekja til þess að yfirvöld í Suður-Kóreu eru að íhuga hertar refsiaðgerðir gegn nágrönnum sínum í norðri.

Erlent
Fréttamynd

Neyðar­óp bárust klukku­tímum fyrir hörmungarnar

„Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint.

Erlent
Fréttamynd

Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp

Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi látinna í Seúl heldur á­fram að hækka

Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 

Erlent
Fréttamynd

Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd úr flugslysi

Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd eftir að flugvél sem þau voru um borð í brotlenti á flugvelli á Filippseyjum. Flugstjórarnir höfðu gert tvær tilraunir til að lenda vélinni áður en það loks tókst en þá lenti vélin út af flugbrautinni og skemmdist.

Erlent
Fréttamynd

Skotum hleypt af milli Norður- og Suður-Kóreu

Suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum í átt að norðurkóresku skipi í nótt eftir að það sigldi inn á svæði sem ríkin tvö deila um. Norður-Kórea svaraði í sömu mynt en spenna hefur aukist gífurlega milli ríkjanna undanfarin misseri.

Erlent
Fréttamynd

Rekabi hafi mögu­lega verið þvinguð til þess að skrifa til­­­kynninguna

Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær.

Erlent