
Simbabve

Fyrsta konan sem verður forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar
Kirsty Coventry frá Simbabve hefur verið kosin forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). Hún verður fyrsta konan til að gegna því embætti.

Þitt nafn bjargar Justynu
Hin árlega og alþjóðlega herferð, Þitt nafn bjargar lífi, hefst í dag. Amnesty segir herferðina hafa breytt lífi þolenda mannréttindabrota frá því henni var komið á fót árið 2001.

Lítt þekkt baktería orsök fjöldadauða fíla í Afríku
Vísindamenn telja sig mögulega hafa fundið svarið við því hvers vegna 350 fílar drápust í Botsvana árið 2020 og 35 í Simbabve. Fílarnir voru af báðum kynjum og á öllum aldri og sumir gengu í marga hringi áður en þeir féllu skyndilega niður.

Kenna kirkjusöfnuðum um mislingafaraldur sem banað hefur áttatíu börnum
Yfirvöld í Simbabve segja kirkjusöfnuðum um að kenna að áttatíu börn hafi látist úr mislingum síðan í apríl. Sjúkdómurinn hefur breiðst út um Simbabve undanfarnar mánuði og tæp sjö prósent þeirra sem hafa greinst með sjúkdóminn hafa látist úr honum.

Sjö börn fæddust andvana vegna manneklu
Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni.

Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn
Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum.

Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort
Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi.

Óttast um líf barna í Simbabve
Lífsbarátta almennings í Simbabve er komin á það stig að samtökin Barnaheill – Save the Children óttast um líf barna. Samtökin hvetja framlagsríki og alþjóðasamfélagið til þess að bregðast strax við bágum aðstæðum íbúa Simbabve áður en þær breytast í neyðarástand.

Óljóst hvar Mugabe verður grafinn
Harðstjórans var minnst í Simbabve í dag.

Frelsishetjan sem varð kúgari
Robert Mugabe, frelsishetja og síðar harðstjóri Simbabve, lést í gær, 95 ára að aldri. Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber en frá því í apríl hafði hann sótt sér læknisþjónustu í Singapúr vegna veikinda.

Robert Mugabe er látinn
Robert Mugabe fyrrum forseti Zimbabve er látinn níutíu og fimm ára að aldri.

Mugabe í fjárhagsörðugleikum
Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, hefur auglýst fimm þreskivélar auk annarra framleiðslutækja til sölu á uppboði.

Gaf þjóðarleiðtogum stóla gerða úr fílafótum
Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, færði kollegum sínum frá Namibíu, Sambíu og Simbabve kolla gerða úr fílafótum að gjöf, á fundi leiðtoganna um framtíð dýranna.

Lægðin í Simbabve dýpkar enn
Brauðverð tvöfaldaðist í Harare, höfuðborg Simbabve, á einum degi í gær.

Háreysti í Harare eftir hárkollukaup
Fréttaflutningur af hárkollukaupum simbabvesku ríkisstjórnarinnar hefur fallið í grýttan jarðveg meðal stjórnarandstæðinga sem annarra í landinu.

Stuðningsmaður lét lífið fyrir utan þjóðarleikvang Simbabve
Stuðningsmaður lést í troðningi fyrir utan þjóðarleikvang Zimbabwe fyrir leik Simbabve og Kongó-Brazzaville í undankeppni Afríkubikarsins.

Kólera greinist í Mósambík eftir fellibylinn Idai
Þarmasýkingin Kólera hefur greinst í Afríkuríkinu Mósambík í kjölfar fellibylsins Idai sem fór yfir landið í síðustu viku

Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri
Hundruð liggja í valnum í Mósambík, Simbabve og Malaví og tala látinna hækkar enn þegar vika er liðin frá því að hitabeltislægðin Idai gekk á land. Heilu þorpin og hverfin eru á floti og von er á frekara regni á næstu dögum.

Gríðarlegt manntjón og eyðilegging vegna fellibyljarins
Forseti Mósambík segir yfir þúsund manns hafa látist.

Eyðilegging í Mósambík og Simbabve eftir fellibylinn Idai
Rauði krossinn telur að alllt að 90% hafnarborgarinnar Beira í Mósambík hafi skemmst eða eyðilagst í fellibylnum í síðustu viku.

Að minnsta kosti 24 látnir í Simbabve eftir ofsaveður
Hið minnsta 24 eru látnir eftir að fellibylurinn Idai skall á suðaustur Simbabve í gær. Brýr hrundu og heimili fuku í burt vegna fellibyljarins.

Loka á netið á ný í Simbabve
Stærsta fjarskiptafyrirtæki Simbabve, Econet Wireless, hefur tilkynnt að yfirvöld þar í landi hafi fyrirskipað að tímabundið loka fyrir internetið í landinu.

Handtökuskipun gefin út á hendur Grace Mugabe
Fyrrverandi forsetafrú Simbabve er grunuð um að hafa ráðist á fyrirsætu á hótelherbergi í Suður-Afríku í ágúst 2017.

Fjórir finnskir ferðamenn fórust í flugslysi í Simbabve
Fjórir finnskir ferðamenn létust ásamt flugmanni sínum í flugslysi í afríkuríkinu Simbabve í dag. För mannanna var heitið að Viktoríufossum.

Veiðiþjófar höggva andlit og loppur af ljónum sem þeir eitra fyrir
Þjóðgarðsverðir og dýraverndunarsinnar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að berjast gegn veiðiþjófum sem herja á ljón víða um Afríku.

Þýskur ferðamaður traðkaður af fíl í Simbabve
Embættismenn í Simbabve segja ekki ljóst hvers vegna dýrið hafi orðið styggt og málið sé til rannsóknar.

Stjórnarandstæðingur ákærður í Simbabve
Simbabvesk yfirvöld hafa ákært stjórnarandstæðing fyrir að kynda undir ofbeldi. Hann hafnar sök. Bandaríkin gagnrýna aðgerðir gegn stjórnarandstöðunni og SÞ segja að Sambía gæti hafa framið lögbrot með framsali mannsins.

Biti tekinn við landamærin
Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær.

Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu
Hátt settir stjórnarandstæðingar eftirlýstir. Sakaðir um að kynda undir ofbeldi. Mannréttindavaktin fordæmir aðför að stjórnarandstæðingum. Segir lögreglu og her berja á þeim.

Hvergi af baki dottinn
Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug.