Keflavíkurflugvöllur

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um kórónuveirusmit
Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna gruns um kórónuveirusmit um borð í flugvél Icelandair. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og lenti klukkan hálf ellefu.

Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi
Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Lögregla fylgdi veikum farþega úr flugvél frá München
Veikur farþegi var um borð í vél Icelandair sem kom frá München til Keflavíkur snemma á fimmta tímanum í dag.

Földu fíkniefnin í hljómflutningstækjum og ferðatösku
Tveir karlmenn eru í gæsluvarðahaldi eftir að hafa reynt að flytja inn tæp fimm kíló af sterkum fíkniefnum til landsins í tveimur aðskildum málum.

Viðbúnaður í Leifsstöð þegar vél Icelandair kom frá Ítalíu
Sérstakur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu lenti á sjötta tímanum í dag.

Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu
Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví.

Ekkert sýni reynst jákvætt
Ekkert þeirra sýna sem rannsökuð hafa verið eftir að íslenskur karlmaður greindist með kórónuveiruna í gær hefur reynst jákvætt fyrir veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Bæklingar munu bíða erlends launafólks í Leifsstöð
Útlendingar sem hyggjast starfa á Íslandi munu geta nálgast upplýsingar um réttindi sín og skyldur strax við lendingu í Keflavík.

Biðu í tvo tíma eftir afísingu
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar.

Með vaðið fyrir neðan sig í gulum göllum á Keflavíkurflugvelli
Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu.

Óvissustig á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna einkaflugvélar
Engin hætta var á ferðum en grunur var um rafbilun um borð.

Tekinn með kókaín innvortis og í fórum sínum
Lögregla á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum erlendan karlmann eftir að tollgæslan hafði stöðvað hann vegna gruns um að hann væri með fíkniefni meðferðis.

Fljúga ekki milli Kína og Íslands eftir allt saman
Útbreiðsla kórónuveirunnar í Kína er sögð meginástæða þess að flugfélagið Juneyao er hætt við ferðir á milli Kína og Íslands í gegnum Helsinki sem stóð til að hefja í vor.

Þrjátíu kanadískir hermenn settu upp ratsjárbúnað á Keflavíkurflugvelli
Færanlegum ratsjárbúnaði hefur verið komið upp á Miðnesheiði. Kanadíski flugherinn kom með búnaðinn til landsins og hafa undanfarnar vikur unnið að uppsetningu með starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins.

Millilandaflug á áætlun seinni partinn
Búið er að aflýsa tugum flugferða til og frá landinu vegna óveðursins sem nú gengur yfir.

Brotlending þotu Icelandair núna skilgreind sem flugslys
Mildi þykir að flugmönnunum skyldi takast að halda flugvélinni á brautinni. Rannsóknin beinist að því hvernig staðið var að endurnýjun lendingarbúnaðar, sem skipt var um aðeins einum mánuði áður.

Óvissustigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli eftir að hreyfill herflugvélar bilaði
Norska herflugvélin lenti heilu og höldnu um klukkan 14:30.

Tvö í fangelsi fyrir kókaínsmygl
Hollenskur karlmaður og spænsk kona hafa verið dæmd í fangelsi fyrir kókaínsmygl.

Skiptu nýlega um lendingarbúnað
Vél Icelandair TF-FIA hafði flogið rúmlega sextíu ferðir eftir að skipt hafði verið um lendingarbúnaði í vélinni í lok síðasta árs

Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur
Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina.

Leigubílstjórar finna fyrir áhrifum Wuhan veirunnar
Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli segjast vera farnir að finna verulega fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar. Þeir bíða nú í allt að sjö tíma eftir næsta viðskiptavini. Enn hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en tíu manns hafa verið rannsakaðir.

„Lykilatriði að enginn slasaðist“
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu.

Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“
Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð.

Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli
Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli.

Isavia nælir í framkvæmdastjóra frá Advania og Vodafone
Anna Björk Bjarnadóttir og Ragnheiður Hauksdóttir hafa verið ráðnar til Isavia.

Annað rútufyrirtækjanna innheimtir og greiðir vask en hitt ekki
Kynnisferðir telja samkeppnina við Leifsstöð ósanngjarna.

Pálmi Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Kadeco eftir fjögurra mánaða umsóknarferli
Pálmi Freyr Randversson tekur til starfa sem framkvæmdastjóri Kadeco þann 1. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kadeco. Hann tekur við starfinu af Mörtu Jónsdóttur sem hætti störfum síðastliðið haust.

17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar
Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands.

Flugvallarstarfsmaður ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum.