Bítið Allt önnur viðbrögð við lúsmýbiti í dag Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í vatnalíffræði segist sjálfur ekki finna lengur fyrir þeim lúsmýbitum sem hann verði fyrir í sveitinni. Enn er óljóst hvaðan flugan á uppruna sinn í lífríkinu hér á landi en alveg ljóst að hún er komin til að vera og tímaspursmál hvenær moskítóflugan bætist í hópinn. Innlent 24.6.2024 10:51 „Allir að hlusta, en samt fórum við í gjaldþrot“ Gunnlaugur Helgason – Gulli Helga – fjölmiðlamaður og frumkvöðull segist þakklátur fyrir áratugaferil í fjölmiðlum, en jafnframt frelsinu feginn eftir að hann hætti í daglegri rútínu. Gulli Helga, var nýlega gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og þar kjaftaði á honum hver tuska. Lífið 24.6.2024 09:02 Gullhúðun umfangsmeiri en búist var við Gullhúðun EES-reglugerða er umfangsmeiri en menn átta sig á og rökstuðningur fyrir þeim oft takmarkaður, segir Brynjar Níelsson. Einnig sé óljóst hvaðan gullhúðunin kemur, og stundum hafi menn ekki upplýsingar um það að verið sé að gullhúða. Kostnaðurinn við meira íþyngjandi regluverk hlaupi á milljörðum. Brynjar er formaður starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglugerða, sem birti skýrslu um málið í vikunni. Innlent 20.6.2024 11:18 „Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. Lífið 20.6.2024 10:30 Dæmi um að ökumenn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi. Innlent 18.6.2024 14:22 „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu“ „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir sem vakið hefur athygli á bágri stöðu nýbakaðra foreldra. Hún kveðst hafa fengið ábendingar um gjaldþrot foreldra sem hafi tekið sér fæðingarorlof og spyr hvort það sé orðinn lúxus að fjölga sér. Innlent 18.6.2024 10:54 Stefna á að lækna Parkinson með ígræðslu stofnfruma Arnar Ástráðsson, heila- og taugaskurðlæknir, er við það að hefja tilraunir á fólki með Parkinson með ígræðslu stofnfruma í heila þeirra. Ef tilraunir ganga vel telur hann að þetta geti orðið stöðluð meðferð og jafnvel læknað sjúkdóminn. Arnar fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 14.6.2024 09:17 Gerir upp sögu Séð og heyrt: „Þetta er mjög sterkur samfélagsspegill“ „Ég hitti blaðamann, sem hafði unnið á blaðinu og fór að segja mér sögur. Ég hugsaði með mér að ef þetta er ekki sjónvarp, þá er ekkert sjónvarp.“ Lífið 11.6.2024 21:01 Fólk ofmeti sína eigin þekkingu á næringu Næringafræðingur segir að samfélagsmiðlar séu að grafa undan næringarfræði. Rangfærslur grasseri á miðlunum og ýti undir þau áhrif að fólk ofmeti þekkingu sína. Lífið 10.6.2024 10:48 Læknar sagðir útbýta vottorðum eins og sælgæti Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda tók upp þann þráð sem Kristján Berg Fiskikóngur hóf um brottrekna starfsmenn í viðtali í Bítinu. Helst var á honum að skilja að læknar séu ævintýralega glaðir að skrifa út vottorð. Innlent 7.6.2024 10:39 Erfitt fyrir konur að fara frá heimili í langan tíma fyrir fæðingu Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Heiðdís Anna Marteinsdóttir, verðandi ljósmóðir, segja fæðingarþjónustu á landsbyggðinni ábótavant. Heiðdís og Unnur fóru yfir stöðuna í faginu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 7.6.2024 09:53 „Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. Innlent 6.6.2024 10:54 „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. Innlent 5.6.2024 09:35 „Við viljum vera í partíi þar til búið er að gubba á gólfið hjá okkur“ Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi fór ekki leynt með að niðurstaða úr forsetakosningum reyndust honum vonbrigði. Hann var gestur Bítisins í morgun og tilkynnti að hann væri kominn með kappnóg af Íslandi – í bili. Arnar Þór notaði tækifærið og hundskammaði þjóðina sem hann segir fljóta sofandi að feigðarósi. Innlent 3.6.2024 10:48 Nafn konunnar flúrað á það allra heilagasta Össur Hafþórsson, skipuleggjandi íslensku tattú ráðstefnunnar, Icelandic Tattoo convention, segir margt hafa breyst í tattúlistinni síðustu ár. Ráðstefnan verður haldin um helgina í 17. sinn. Um 30 flúrarar verða á hátíðinni. Össur er sjálfur flúraður um allan líkamanna. Fyrsta tattúið fékk hann sér á öxlina. Lífið 30.5.2024 13:45 Segir enn svigrúm til að taka fram úr Katrínu Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir kosningabaráttur hafa verið harkalegri en sú sem nú stendur yfir. Baráttan sé samt sem áður sú sem mest spennandi hafi verið allt frá því að Vigdís var kjörin forseti árið 1981. Katrín sé líklegust til að vinna en Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur eigi öll enn sjens í sigur. Innlent 30.5.2024 11:08 „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“ „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse. Innlent 23.5.2024 08:57 Þjóðin hafi tekið rétta ákvörðun í Icesave málinu Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir Íslendinga hafa tekið rétta ákvörðun í Icesave-málinu. Skuldbindingar íslenska ríkisins hefðu getað hlaupið á hundruðum eða tugum milljörðum, eftir því hvaða samningar hefðu verið samþykktir. Viðskipti innlent 22.5.2024 09:39 Lilja fundar með RÚV um „nýlenskuna“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir það algert gáleysi að breyta málfræði tungumálsins án samtals. Hún ætlar að funda með RÚV um „nýlenskuna“ og notkun blaðamanna stofnunarinnar á henni. Sjálf sé hún ekki hrifin af þessari breytingu á tungumálinu. Innlent 21.5.2024 09:06 Ætlar alla leið í baráttu fyrir nafninu sínu „Þetta er bara mitt „identity“. Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í sautján ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson um ákvörðun Mannanafnanefndar að úrskurða að leyfa ekki fólki að bera nafnið Hroði. Innlent 17.5.2024 15:38 Vilja sinna Íslendingum á Spáni betur Utanríkisráðuneytið hefur lagt til að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir ákall frá Íslendingum sem þar búa og þangað ferðast um að þeim sé betur sinnt. 25 Íslendingar létust á Spáni 2022 og þúsundir búa þar. Innlent 16.5.2024 08:53 Fólk setji símana á akstursstillingu til að koma í veg fyrir slys Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá hefur nú hrint af stað nýrri herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina: Ekki taka skjáhættuna. Fólk er hvatt til að setja símann á akstursstillingu þannig hann trufli ekki við akstur. Innlent 15.5.2024 11:24 Svakalega erfitt en stórkostlegt Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. Lífið 8.5.2024 10:30 Ný nálgun Samfylkingar í orkumálum konfekt í eyrum Jóns Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun. Innlent 7.5.2024 09:27 Á vesturleiðinni en ekki á hundrað og tíu Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar, segir alltof mikið um hraðakstur í grennd við vegaframkvæmdir. Á morgun verður haldinn morgunfundur á vegum Vegagerðarinnar og Samgöngustofu um átakið „Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér. Innlent 6.5.2024 13:38 Búa til barnaefni á íslensku á Youtube Kristín Erla Tryggvadóttir, frú Kristín, og tónlistarkonan Auður Linda, ALINA, eru konurnar á bak við Youtube-rásina Frú Kristín, þar sem þær búa til barnaefni á íslensku. Rásin er hugsuð fyrir yngsta aldurshópinn, 0-3 ára. Kristín og Auður voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lífið 6.5.2024 11:03 Bítið í beinni Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Heimir Karlsson og Ómar Úlfur heilsa áhorfendum Vísis þennan mánudagsmorguninn. Lífið 6.5.2024 07:09 Heyrist meira af kjaftæði um lyf en vísindalegum staðreyndum Freyja Jónsdóttir, lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, segir ákveðna hópa þurfa að fara varlega þegar þau ferðast erlendis í mikinn hita. Eldra fólk hafi til dæmis minni viðnámsþrótt í miklum hita. Það þurfi að passa upp á sólarvörn og drykki. Það eigi þó alls ekki að hætta að taka lyfin án samráðs við heilbrigðisstarfsmann. Innlent 3.5.2024 08:59 Hvetur fólk til þess að leika sér Birna Dröfn Birgisdóttir, sérfræðingur í skapandi hugsun, hvetur fólk til þess að leika sér meira í maí. Tilefnið er alþjóðlegt átak, Let's play in May, en Birna segir það hafa gríðarlega kosti í för með sér að leika sér og segir ýmsa leiki í boði sem henti ólíku fólki. Lífið 2.5.2024 11:30 Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. Innlent 2.5.2024 09:14 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 25 ›
Allt önnur viðbrögð við lúsmýbiti í dag Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í vatnalíffræði segist sjálfur ekki finna lengur fyrir þeim lúsmýbitum sem hann verði fyrir í sveitinni. Enn er óljóst hvaðan flugan á uppruna sinn í lífríkinu hér á landi en alveg ljóst að hún er komin til að vera og tímaspursmál hvenær moskítóflugan bætist í hópinn. Innlent 24.6.2024 10:51
„Allir að hlusta, en samt fórum við í gjaldþrot“ Gunnlaugur Helgason – Gulli Helga – fjölmiðlamaður og frumkvöðull segist þakklátur fyrir áratugaferil í fjölmiðlum, en jafnframt frelsinu feginn eftir að hann hætti í daglegri rútínu. Gulli Helga, var nýlega gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og þar kjaftaði á honum hver tuska. Lífið 24.6.2024 09:02
Gullhúðun umfangsmeiri en búist var við Gullhúðun EES-reglugerða er umfangsmeiri en menn átta sig á og rökstuðningur fyrir þeim oft takmarkaður, segir Brynjar Níelsson. Einnig sé óljóst hvaðan gullhúðunin kemur, og stundum hafi menn ekki upplýsingar um það að verið sé að gullhúða. Kostnaðurinn við meira íþyngjandi regluverk hlaupi á milljörðum. Brynjar er formaður starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglugerða, sem birti skýrslu um málið í vikunni. Innlent 20.6.2024 11:18
„Margoft verið haldið framhjá mér“ Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér. Lífið 20.6.2024 10:30
Dæmi um að ökumenn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi. Innlent 18.6.2024 14:22
„Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu“ „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir sem vakið hefur athygli á bágri stöðu nýbakaðra foreldra. Hún kveðst hafa fengið ábendingar um gjaldþrot foreldra sem hafi tekið sér fæðingarorlof og spyr hvort það sé orðinn lúxus að fjölga sér. Innlent 18.6.2024 10:54
Stefna á að lækna Parkinson með ígræðslu stofnfruma Arnar Ástráðsson, heila- og taugaskurðlæknir, er við það að hefja tilraunir á fólki með Parkinson með ígræðslu stofnfruma í heila þeirra. Ef tilraunir ganga vel telur hann að þetta geti orðið stöðluð meðferð og jafnvel læknað sjúkdóminn. Arnar fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 14.6.2024 09:17
Gerir upp sögu Séð og heyrt: „Þetta er mjög sterkur samfélagsspegill“ „Ég hitti blaðamann, sem hafði unnið á blaðinu og fór að segja mér sögur. Ég hugsaði með mér að ef þetta er ekki sjónvarp, þá er ekkert sjónvarp.“ Lífið 11.6.2024 21:01
Fólk ofmeti sína eigin þekkingu á næringu Næringafræðingur segir að samfélagsmiðlar séu að grafa undan næringarfræði. Rangfærslur grasseri á miðlunum og ýti undir þau áhrif að fólk ofmeti þekkingu sína. Lífið 10.6.2024 10:48
Læknar sagðir útbýta vottorðum eins og sælgæti Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda tók upp þann þráð sem Kristján Berg Fiskikóngur hóf um brottrekna starfsmenn í viðtali í Bítinu. Helst var á honum að skilja að læknar séu ævintýralega glaðir að skrifa út vottorð. Innlent 7.6.2024 10:39
Erfitt fyrir konur að fara frá heimili í langan tíma fyrir fæðingu Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Heiðdís Anna Marteinsdóttir, verðandi ljósmóðir, segja fæðingarþjónustu á landsbyggðinni ábótavant. Heiðdís og Unnur fóru yfir stöðuna í faginu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 7.6.2024 09:53
„Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. Innlent 6.6.2024 10:54
„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. Innlent 5.6.2024 09:35
„Við viljum vera í partíi þar til búið er að gubba á gólfið hjá okkur“ Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi fór ekki leynt með að niðurstaða úr forsetakosningum reyndust honum vonbrigði. Hann var gestur Bítisins í morgun og tilkynnti að hann væri kominn með kappnóg af Íslandi – í bili. Arnar Þór notaði tækifærið og hundskammaði þjóðina sem hann segir fljóta sofandi að feigðarósi. Innlent 3.6.2024 10:48
Nafn konunnar flúrað á það allra heilagasta Össur Hafþórsson, skipuleggjandi íslensku tattú ráðstefnunnar, Icelandic Tattoo convention, segir margt hafa breyst í tattúlistinni síðustu ár. Ráðstefnan verður haldin um helgina í 17. sinn. Um 30 flúrarar verða á hátíðinni. Össur er sjálfur flúraður um allan líkamanna. Fyrsta tattúið fékk hann sér á öxlina. Lífið 30.5.2024 13:45
Segir enn svigrúm til að taka fram úr Katrínu Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir kosningabaráttur hafa verið harkalegri en sú sem nú stendur yfir. Baráttan sé samt sem áður sú sem mest spennandi hafi verið allt frá því að Vigdís var kjörin forseti árið 1981. Katrín sé líklegust til að vinna en Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur eigi öll enn sjens í sigur. Innlent 30.5.2024 11:08
„Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“ „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse. Innlent 23.5.2024 08:57
Þjóðin hafi tekið rétta ákvörðun í Icesave málinu Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir Íslendinga hafa tekið rétta ákvörðun í Icesave-málinu. Skuldbindingar íslenska ríkisins hefðu getað hlaupið á hundruðum eða tugum milljörðum, eftir því hvaða samningar hefðu verið samþykktir. Viðskipti innlent 22.5.2024 09:39
Lilja fundar með RÚV um „nýlenskuna“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir það algert gáleysi að breyta málfræði tungumálsins án samtals. Hún ætlar að funda með RÚV um „nýlenskuna“ og notkun blaðamanna stofnunarinnar á henni. Sjálf sé hún ekki hrifin af þessari breytingu á tungumálinu. Innlent 21.5.2024 09:06
Ætlar alla leið í baráttu fyrir nafninu sínu „Þetta er bara mitt „identity“. Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í sautján ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson um ákvörðun Mannanafnanefndar að úrskurða að leyfa ekki fólki að bera nafnið Hroði. Innlent 17.5.2024 15:38
Vilja sinna Íslendingum á Spáni betur Utanríkisráðuneytið hefur lagt til að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir ákall frá Íslendingum sem þar búa og þangað ferðast um að þeim sé betur sinnt. 25 Íslendingar létust á Spáni 2022 og þúsundir búa þar. Innlent 16.5.2024 08:53
Fólk setji símana á akstursstillingu til að koma í veg fyrir slys Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá hefur nú hrint af stað nýrri herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina: Ekki taka skjáhættuna. Fólk er hvatt til að setja símann á akstursstillingu þannig hann trufli ekki við akstur. Innlent 15.5.2024 11:24
Svakalega erfitt en stórkostlegt Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. Lífið 8.5.2024 10:30
Ný nálgun Samfylkingar í orkumálum konfekt í eyrum Jóns Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun. Innlent 7.5.2024 09:27
Á vesturleiðinni en ekki á hundrað og tíu Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar, segir alltof mikið um hraðakstur í grennd við vegaframkvæmdir. Á morgun verður haldinn morgunfundur á vegum Vegagerðarinnar og Samgöngustofu um átakið „Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér. Innlent 6.5.2024 13:38
Búa til barnaefni á íslensku á Youtube Kristín Erla Tryggvadóttir, frú Kristín, og tónlistarkonan Auður Linda, ALINA, eru konurnar á bak við Youtube-rásina Frú Kristín, þar sem þær búa til barnaefni á íslensku. Rásin er hugsuð fyrir yngsta aldurshópinn, 0-3 ára. Kristín og Auður voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lífið 6.5.2024 11:03
Bítið í beinni Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Heimir Karlsson og Ómar Úlfur heilsa áhorfendum Vísis þennan mánudagsmorguninn. Lífið 6.5.2024 07:09
Heyrist meira af kjaftæði um lyf en vísindalegum staðreyndum Freyja Jónsdóttir, lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, segir ákveðna hópa þurfa að fara varlega þegar þau ferðast erlendis í mikinn hita. Eldra fólk hafi til dæmis minni viðnámsþrótt í miklum hita. Það þurfi að passa upp á sólarvörn og drykki. Það eigi þó alls ekki að hætta að taka lyfin án samráðs við heilbrigðisstarfsmann. Innlent 3.5.2024 08:59
Hvetur fólk til þess að leika sér Birna Dröfn Birgisdóttir, sérfræðingur í skapandi hugsun, hvetur fólk til þess að leika sér meira í maí. Tilefnið er alþjóðlegt átak, Let's play in May, en Birna segir það hafa gríðarlega kosti í för með sér að leika sér og segir ýmsa leiki í boði sem henti ólíku fólki. Lífið 2.5.2024 11:30
Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. Innlent 2.5.2024 09:14