Airbus

Fréttamynd

Færeyingar kaupa tvær nýjar Airbus-þotur

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur samið um kaup á tveimur nýjum þotum af gerðinni Airbus A320neo. Fyrir færeyskt efnahagslíf eru þessir samningar álíka stórir og kaup Icelandair á Boeing 737 MAX-vélunum árið 2012.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust

Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gæslan gerir þyrlusamning

Landhelgisgæslan hefur samið við fyrirtækið Safran Helicopter Engines í Þýskalandi um að þjónusta tvær Super Puma H225 þyrlur sem væntanlegar eru til landsins á leigu frá norska fyrirtækinu Knut Axel Ugland Holding AS.

Innlent
Fréttamynd

50 ár frá fyrsta flugi Concorde

Fimmtíu ár eru í dag frá því hljóðfráa Concorde-þotan hóf sig til flugs í fyrsta sinn. Síðasta flug hennar var árið 2003, eftir 27 ára rekstrarsögu.

Innlent
Fréttamynd

WOW air óskar eftir greiðslufresti

Stjórnendur WOW air hafa beðið um frest fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum, samkvæmt heimildum Túrista, en vefurinn greindi fyrst frá málinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn hrapar þyrla með gírkassann frá Airbus

Fimm fórust þegar spaði losnaði af þyrlu í Suður-Kóreu í síðustu viku. Var með sams konar gírkassa og tvær þyrlur sem Landhelgisgæslan leigir. Flugslysanefnd í Noregi gagnrýndi búnaðinn stuttu eftir að gengið var frá leigunni til Íslands.

Erlent