Forstjóri Icelandair segir að fljótlega þurfi að ákveða arftaka Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2019 21:39 Boeing 757-þotur hafa verið í notkun hjá Icelandair í tæp 30 ár, eða frá því í apríl 1990. Framleiðslu þeirra var hætt árið 2004. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Icelandair stefnir að ákvörðun um þotukaup fljótlega á nýju ári. Einn möguleikinn sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur. Þetta kom fram í viðtali við forstjóra Icelandair í fréttum Stöðvar 2. Óvissan vegna kyrrsetningar MAX-vélanna leiddi til þess að Icelandair frestaði í haust ákvörðun um kaup á nýjum þotum sem gætu leyst Boeing 757-vélarnar af hólmi á lengri flugleiðum. „En við stefnum á að taka þá ákvörðun fljótlega á nýju ári, - allavega fyrri hluta ársins 2020,“ segir forstjórinn, Bogi Nils Bogason. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Icelandair og forverar þess hafa til þessa aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. Því vakti sú yfirlýsing forstjóra Icelandair athygli síðastliðið vor að langdrægar vélar af gerðinni Airbus A321 hentuðu leiðakerfi félagsins best, eins og staðan væri núna.Sjá einnig hér: Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Félagið skoðar þrjá kosti, að sögn Boga: Halda áfram með svipaðan flota og það er með núna; kaupa Airbus A321 LR og reka þær samhliða MAX-vélunum; og loks að skipta alfarið yfir í Airbus. „En það mun taka ákveðinn langan tíma, ef við förum þá leið. Þannig að það eru þessar þrjár sviðsmyndir og tvær af þessum sviðsmyndum þýða Airbus inn í flotann.“ Airbus A321 er meðal annars í notkun hjá SAS-flugfélaginu í Íslandsflugi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þess er skemmst að minnast að bandaríska flugfélagið United Airlines ákvað fyrir tveimur vikum að leita í smiðju Airbus og pantaði fimmtíu Airbus A321 XLR sem arftaka hinna öldruðu 757-véla, en framleiðslu þeirra var hætt fyrir fimmtán árum. Sjá einnig hér: United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bogi segir 757-vélarnar þó enn virka mjög vel í leiðakerfi Icelandair og þjóna fyrirtækinu vel. „En samt sem áður þurfum við að fara að taka ákvörðun fljótlega um hvaða vélar taka við af þeim.“ En hvað með breiðþotur? Ein af fjórum Boeing 767-breiðþotum Icelandair.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum með fjórar breiðþotur í flotanum í dag, 767-vélar, og við stefnum á að nota þær áfram. Þetta flotaverkefni, sem við erum að vinna núna, snýr í raun eingöngu að hinum vélunum, „narrow-body“ eins og við segjum. Þannig að við erum ekki að skoða frekari kaup á breiðþotum, eins og staðan er núna,“ svarar forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Airbus Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13 Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. 20. júní 2019 16:54 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Icelandair stefnir að ákvörðun um þotukaup fljótlega á nýju ári. Einn möguleikinn sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur. Þetta kom fram í viðtali við forstjóra Icelandair í fréttum Stöðvar 2. Óvissan vegna kyrrsetningar MAX-vélanna leiddi til þess að Icelandair frestaði í haust ákvörðun um kaup á nýjum þotum sem gætu leyst Boeing 757-vélarnar af hólmi á lengri flugleiðum. „En við stefnum á að taka þá ákvörðun fljótlega á nýju ári, - allavega fyrri hluta ársins 2020,“ segir forstjórinn, Bogi Nils Bogason. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Icelandair og forverar þess hafa til þessa aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. Því vakti sú yfirlýsing forstjóra Icelandair athygli síðastliðið vor að langdrægar vélar af gerðinni Airbus A321 hentuðu leiðakerfi félagsins best, eins og staðan væri núna.Sjá einnig hér: Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Félagið skoðar þrjá kosti, að sögn Boga: Halda áfram með svipaðan flota og það er með núna; kaupa Airbus A321 LR og reka þær samhliða MAX-vélunum; og loks að skipta alfarið yfir í Airbus. „En það mun taka ákveðinn langan tíma, ef við förum þá leið. Þannig að það eru þessar þrjár sviðsmyndir og tvær af þessum sviðsmyndum þýða Airbus inn í flotann.“ Airbus A321 er meðal annars í notkun hjá SAS-flugfélaginu í Íslandsflugi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þess er skemmst að minnast að bandaríska flugfélagið United Airlines ákvað fyrir tveimur vikum að leita í smiðju Airbus og pantaði fimmtíu Airbus A321 XLR sem arftaka hinna öldruðu 757-véla, en framleiðslu þeirra var hætt fyrir fimmtán árum. Sjá einnig hér: United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bogi segir 757-vélarnar þó enn virka mjög vel í leiðakerfi Icelandair og þjóna fyrirtækinu vel. „En samt sem áður þurfum við að fara að taka ákvörðun fljótlega um hvaða vélar taka við af þeim.“ En hvað með breiðþotur? Ein af fjórum Boeing 767-breiðþotum Icelandair.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum með fjórar breiðþotur í flotanum í dag, 767-vélar, og við stefnum á að nota þær áfram. Þetta flotaverkefni, sem við erum að vinna núna, snýr í raun eingöngu að hinum vélunum, „narrow-body“ eins og við segjum. Þannig að við erum ekki að skoða frekari kaup á breiðþotum, eins og staðan er núna,“ svarar forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Airbus Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13 Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. 20. júní 2019 16:54 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13
Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. 20. júní 2019 16:54
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00