Danski handboltinn

Fréttamynd

Gummi Gumm velur Höllu Hrund í liðið sitt

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska handboltaliðsins Fredericia, velkist ekki í neinum vafa um hver hann telur að sé best til þess fallinn að verða næsti forseti Íslands. Hann setur x-ið sitt við Höllu Hrund Logadóttur og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Handbolti
Fréttamynd

Guð­mundur orð­laus

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Frederica, var að vonum gífurlega stoltur af leikmönnum sínum sem þvinguðu fram hreinan úrslitaleik gegn Álaborg í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær með eins marks sigri á heimavelli. Guðmundur var nær orðlaus í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir leik. Eitthvað sem er til marks um stolt hans af því hvernig lið Frederica tókst á við þessa prófraun.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir hans Gumma komu til baka í öðrum spennutrylli

Strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia komu til baka og tryggðu sér þriðja leik gegn Ribe-Esbjerg í undanúrslitum um danska meistaratitilinn. Liðin gerðu jafntefli á fimmtudaginn, 27-27, og jafntefli varð aftur niðurstaðan í dag, 23-23.

Handbolti
Fréttamynd

Elín Jóna færir sig á milli fé­laga á Jót­landi

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þórsteinsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska efstu deildarliðið Árósir United. Hún lék áður með EH Álaborg en liðið tryggði sér sæti í efstu deild á nýafstöðnu tímabili.

Handbolti
Fréttamynd

Fredericia missti topp­sætið til Skjern

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinum hans í Fredericia gengur ekki nógu vel í úrslitakeppni danska handboltans en liðið tapaði í dag sínum þriðja leik í síðustu fjórum leikjum.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er sorgardagur“

Einn allra besti handboltamaður allra tíma, Mikkel Hansen, tilkynnti í dag opinberlega á blaðamannafundi að hann myndi leggja skóna á hilluna í sumar. Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Danmerkur, vill ekki lofa því að Hansen muni fyrst spila á Ólympíuleikunum í París.

Handbolti
Fréttamynd

Blóð, sviti, tár og and­vöku­nætur Guð­mundar

Ís­lenski hand­bolta­þjálfarinn Guð­mundur Guð­munds­son hefur verið að ná sögu­legum árangri með lið Fredericia í efstu deild Dan­merkur. Liðið hefur nú þegar tryggt sér annað sætið í deildar­keppninni og mun á næsta tíma­bili, í fyrsta sinn í sögunni, taka þátt í Evrópu­keppni.

Handbolti
Fréttamynd

Guð­­­­mundur segist bara hafa sagt sann­leikann

Eyja­maðurinn Arnór Viðars­son gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tíma­bil í danska hand­boltanum og mun þar leika undir stjórn Guð­mundar Guð­munds­sonar. Arnór segir sím­tal frá Guð­mundi hafa mikið að segja í hans á­kvörðun að ganga til liðs við fé­lagið. Guð­mundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sann­leikann um fé­lagið.

Handbolti
Fréttamynd

Fjögur mörk frá Sig­valda í stór­sigri

Sigvaldi Björn Guðjónsson fann netmöskvana í fjögur skipti þegar Kolstad vann sigur í norsku úrvalsdeildinni í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir þurfti hins vegar að sætta sig við tap í Danmörku.

Handbolti