Seinni bylgjan

Dagskráin í dag - Seinni bylgjan og Stúkan
Það verður ýmislegt um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 þegar líða tekur á daginn.

Dagskráin í dag: Fjórtán beinar útsendingar
Það eru alls fjórtán beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrása í dag.

„Ekki dæmt á þetta í karlaboltanum en þetta er sama íþrótt“
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar bentu dómurum landsins á að konur væru ekki síður harðar af sér en karlar og að óþarfi væri að hafa strangari línu í dómgæslunni í Olís-deild kvenna en karla.

Þór á heiðarlegasta leikmann Olís-deildarinnar
Þórsarinn Aron Hólm Kristjánsson var útnefndur heiðarlegastur leikmaður Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni.

Fór úr engu vörðu skoti í 21
Björgvin Páll Gústavsson svaraði fyrir slaka frammistöðu gegn Gróttu með stórleik gegn ÍBV á laugardaginn.

Hætti í handbolta fyrir „hundrað árum“ en er mættur í Olís-deildina
Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir varnarleik Þórs gegn FH og óhefðbundninn bakgrunn aðalvarnarmanna liðsins.

Sögðu Ragnheiði nota of margar tilraunir: Varð að skjóta því hún fékk enga hjálp
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu skotnýtingu Ragnheiðar Júlíusdóttir, í 25-24 sigri Fram á HK, skilning og kölluðu eftir meira framlagi frá samherjum hennar.

Birna fékk skot í höfuðið: „Mér finnst þetta stórhættulegt“
„Það er enginn að reyna að skjóta í höfuðið á neinum en þetta er hræðilegt og ég vona að það sé í lagi með Birnu,“ segir Sigurlaug Rúnarsdóttir sem vill breyta fyrirkomulagi aukakasta í lok handboltaleikja.

Tíu sekúndna jörðun á lokasókn Þórsara í boði eins af silfurstrákunum okkar
Nýliðarnir í liði Þór frá Akureyri fóru illa með lokasókn sína í Mosfellsbænum, sókn sem hefði getað fært þeim eitt stig út fyrsta leik.

„Þetta er galið rautt spjald“
Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft.

Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK
Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum.

Seinni bylgjan hitar upp fyrir tímabilið í kvöld | Þáttur eftir hverja umferð í Olís-deild kvenna
Hitað verður upp fyrir tímabilið sem framundan er í Olís-deildum karla og kvenna á Stöð 2 Sport í kvöld.

Dagskráin í dag: Handboltaveisla og toppliðin í Pepsi Max deild kvenna
Hitað verður veglega upp fyrir komandi leiktíð í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar spila líka toppliðin í Pepsi Max-deild kvenna.

Dagskráin í dag: Sportið í dag og Seinni bylgjan
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Gæsahúðarsyrpa frá ferli Guðjóns Vals: „Nú ætla ég að fara upp í bíl og gráta“
Guðjón Valur Sigurðsson lagði eins og flest vita handboltaskóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar en hann mætti í Seinni bylgjuna og gerði upp bæði feril sinn hjá félagsliðum sem og í landsliðinu.

Gaupi vissi meira um áhuga Lemgo á Ásgeiri Erni en hann sjálfur
Ásgeir Örn Hallgrímsson kom af fjöllum þegar Guðjón Guðmundsson spurði hann út í áhuga Lemgo á honum.

Kraftaverkið í Barcelona: „Fæ gæsahúð að sjá þetta“
Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson rifjuðu upp frægt jafntefli Hauka við Barcelona í Seinni bylgjunni.

Hræktu og köstuðu klinki í Bjarna Frosta sem svaraði með stórleik
Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson rifjuðu upp stórleik Bjarna Frostasonar fyrir Hauka gegn Sporting í Lissabon 2001.

Sprenghlægileg kveðja Kára til Guðjóns: „Þessi maður er einstakur“
Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var einn þeirra sem sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af landsliðsferli Guðjóns í Seinni bylgjunni í síðustu viku.

Gullmoli dagsins: Haukunum fylgt í Evrópuleik til Lissabon
Gullmoli dagsins í Sportinu í dag var til heiðurs Seinni bylgjunni í kvöld en í Seinni bylgjunni í kvöld verður farið yfir gullaldarskeið Hauka í handbolta.

Hjartnæm kveðja Óla Stef til Guðjóns Vals: „Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum“
Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar eftir ansi sigursælan feril. Guðjón Valur fór á 22 stórmót með íslenska landsliðinu og fékk margar góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af Seinni bylgjunni. Þar á meðal var ein frá Ólafi Stefánssyni.

Síðasta landsliðstreyja Guðjóns í góðum höndum
„Ég er bara þakklátur fyrir að hafa spilað með þér í þessi tíu ár með landsliðinu,“ segir Arnór Þór Gunnarsson í kveðju til Guðjóns Vals Sigurðssonar eftir að Guðjón setti handboltaskóna á hilluna á dögunum.

Lauflétt kveðja Björgvins til Guðjóns: „Það endaði vel, með taugaáfalli“
„Loksins. Þetta tekur aðeins pressuna af okkur hinum að þurfa ekki að spila þar til við erum 60 ára,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta, laufléttur í bragði þegar hann sendi Guðjóni Val Sigurðssyni kveðju.

Danir kveiktu á teknói til að yfirgnæfa Lofsönginn
Danir reyndu að koma í veg fyrir að íslenskir áhorfendur fengju að klára að syngja Lofsönginn á EM 2014.

Segist líklega ekki hafa átt að spila á HM í Katar vegna veikinda sonar síns
Guðjón Valur Sigurðsson segir að hann hefði líklega ekki átt að spila á HM 2015 í Katar vegna veikinda sonar síns.

Guðmundur æfði menn í að vakna snemma á Ólympíuleikunum: „Algjör bilun“
Guðjón Valur Sigurðsson segir að eitt það fyrsta sem hann muni eftir frá Ólympíuleikunum 2008 er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi æft liðið í að vakna snemma á morgnanna því sumir leikirnir voru spilaðir árla morguns.

„Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“
Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum.

Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“
„Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna.

Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins
Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg.

Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008
Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008.