Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Breiðfylking verkalýðsfélaga sleit kjarasamningsviðræðum við Samtök atvinnulífsins á sjötta tímanum. Við förum yfir málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Enn gýs í grennd við Grindavík og hefur neyðarstigi verið lýst yfir á Suðurnesjum vegna heitavatnsskorts. Ástæðan er skemmdir á heitavatnslögn af völdum hraunrennslis.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga minnkar. Í kvöldfréttum verður farið yfir hvaða áhrif þetta hefur á heimilin og Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ bregst við í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við inn í Grindavík í fyrsta sinn í nokkrar vikur og sjáum myndir af skemmdum og sprungum í bænum. Þá kemur fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands í myndver og ræðir stöðuna á Reykjanesi en auknar líkur eru taldar á eldgosi á jafnvel næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjöldi Grindvíkinga tæmdi hús sín í dag, þegar íbúar fengu rýmri aðgang að bænum en áður. Einhverjir vonast til að geta snúið aftur á meðan aðrir kvöddu bæinn fyrir fullt og allt í dag. Við heyrum hljóðið í Grindvíkingum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gazasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandannna.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Konan sem er í haldi í tengslum við andlát sex ára drengs í Kópavogi er móðir hans og grunuð um að hafa orðið barni sínu að bana. Eldra barn konunnar var á leið í skólann þegar lögreglu bar að garði og er nú í úrræði á vegum barnaverndar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Grím Grímsson yfirlögregluþjón um rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kona um fimmtugt var í gærkvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sex ára drengs í Kópavogi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kona er í haldi eftir að sex ára gamalt barn fannst látið á heimili sínu í Kópavogi. Rannsókn er á frumstigi en lögreglu barst tilkynning um málið snemma í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gasa segir ástandið vægast sagt slæmt. Þúsundir mikið særðra leiti til spítalans á hverjum degi og hafist við á spítalalóðinni. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst marga fjölskyldumeðlimi og jafnvel alla fjölskyldu sína.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð en áður og mikilvægt sé að hefja vinnu við að efla varnir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulega löskuð, þannig að kalt er í húsum. Við sýnum frá upplýsingafundi almannavarna og ræðum við Grindvíking í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Palestínskur maður segir bráðabirgðaúrskurð Alþjóðadómstólsins vekja sér von í brjósti um að stríðsátökum á Gasa linni. Hann segir stuðning við málstað palestínsku þjóðarinnar fara vaxandi hér á landi, og kallar eftir því að stjórnvöld hlusti. Bashar Murad, sem keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins, kom fram á fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ísrael þarf að gera meira til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara á Gasasvæðinu og tryggja mannúðaraðstoð. Þetta kemur fram í bráðabirgðarniðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag. Ísraelsher er þó ekki gert að hætta árásum á svæðinu. Við rýnum í stöðuna með sérfræðingi í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Land hefur risið hraðar í Svartsengi síðustu daga en fyrir eldgosið við Grindavík fjórtánda janúar. Veðurstofan telur að svipuð kvikusöfnun og fyrir gos muni nást innan nokkurra daga. Hættumat fyrir svæðið var þó fært niður um eitt stig síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur verið slitið og deilunni vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost er komið í viðræðurnar. Við ræðum við verkalýðsforingja í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir hækkunina meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti óvænt í dag að hún væri komin í veikindaleyfi eftir að hún fékk að vita í morgun að hún væri með krabbamein. Vantrauststillaga sem Flokkur fólksins hafði þá nýlega lagt fram var dregin til baka.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Inga Sæland formaður Flokks fólksins mun leggja fram vantrausttillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á Alþingi í vikunni. Þing kemur saman á morgun eftir jólafrí. Rætt verður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins um tillöguna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Utanríkisráðherra segir óboðlegt að borgin leyfi tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll. Hann sætir víða harðri gagnrýni. Þingmaður Pírata segir framkomu hans skammarlega. Rætt verður við hann í kvöldfréttum á Stöð 2. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ný og djúp sprunga opnaðist í Grindavík í dag en hættumat Veðurstofunnar var fært niður þar sem eldgosi er formlega lokið. Bláa lónið verður opnað á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Landris heldur áfram undir Svartsengi og næsta gos gæti orðið innan mánaðar að mati sérfræðings á Veðurstofu Íslands. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík í dag var frestað vegna snjóþyngsla en unnið hefur verið að því að moka snjó í bænum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Það er full ástæða til að stjórnvöld skoði sérstaka lagasetningu fyrir Grindavík vegna nýliðinna atburða að mati forstjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Sífellt fleiri bætast í hóp þeirra sem telja að ekki verði hægt að búa í bænum á næstu misserum, árum eða jafnvel áratugum.

Fréttir
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingar komu saman á íbúafundi í Laugardalshöll síðdegis í dag þar sem vísindamenn, almannavarnir og ráðherrar fóru yfir stöðu mála. Við verðum í beinni frá fundinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir málin sem brenna á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Verulega hefur dregið úr gosvirkni við Grindavík og hraun streymir aðeins úr einum gíg í sprungunni fjær bænum. Mikil gliðnun hefur þó orðið í Grindavík, nýjar sprungur hafa myndast og aðrar stækkað.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 í opinni dag­skrá

Hraun frá gosi við Grindavík er komið inn í bæinn og standa tvö hús í ljósum logum. Víðir Reynisson, aðstoðarlögregluþjónn, segir verstu sviðsmyndina hafa raungerst en enn er möguleiki á að nýjar sprungur opnist inni í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ríkislögreglustjóri hefur fyrirskipað brottflutning allra úr Grindavík á grundvelli nýs áhættumats á svæðinu. Bannað verður að dvelja og starfa í bænum í þrjár vikur frá og með mánudeginum. Við förum yfir vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við Víði Reynisson í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Leit að manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík stendur enn sem hæst, næstum tveimur og hálfum sólarhring eftir að slysið varð. Við förum yfir stöðuna á leitinni í beinni útsendingu frá vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík heldur áfram við erfiðar aðstæður. Við ræðum bæði við aðgerðastjóra á slysstað og bæjarstjóra Grindavíkur í fréttatímanum og förum auk þess yfir stöðuna í beinni útsendingu frá vettvangi.

Innlent