Hún segir það mikinn heiður að fá að verða forseti. Við ræðum við Höllu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.
Þá förum við ítarlega yfir úrslit kosninganna en kjörsókn var sú besta sem sést hefur í forsetakosningum í tuttugu og átta ár. Við ræðum líka um framkvæmd kosninganna við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar. Hittum kjósendur og sjáum hvernig kosningavökur frambjóðendanna fóru fram.