Upplýsingatækni

Fréttamynd

Sýndar­veru­leika­kapp­akstur og tækni­legt slím

UT-Messan fór fram í Hörpu um helgina í fjórtanda sinn. Um er að ræða stærsta árlega viðburð í tæknigeiranum á Íslandi en á Messunni bauðst gestum og gangandi að kynna sér það helsta sem íslensk tæknifyrirtæki eru að fást við þessa dagana - og prófa hin ýmsu tæki og tól. 

Lífið
Fréttamynd

Lena Dögg nýr verk­efna­stjóri Vertonet

Lena Dögg Dagbjartsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir átaksverkefninu Vertonet. Markmið þess er að auka hlut kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Átakið er samstillt átak atvinnulífs og menntastofnana sem 21 tekur þátt í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hraðar fram­farir í staf­rænni þjónustu vekja at­hygli er­lendis

Ísland er í fjórða sæti í árlegri könnun Evrópusambandsins á stafrænni þjónustu og hækkaði um heil þrjú sæti milli ára. Þessar hröðu framfarir okkar Íslendinga á þessum vettvangi hafa vakið eftirtekt erlendis, segir Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Hugsmiðjunnar.

Innherji
Fréttamynd

Ardian kaupir meðal annars Ver­ne gagnaverið á Ís­landi í risa­við­skiptum

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem eignaðist Mílu undir lok síðasta árs, hefur náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure (D9) um kaup á öllum eignarhlutum þess í gagnaverum undir hatti Verne Global, meðal annars starfsemina á Íslandi. Kaupverðið á öllu hlutafé Verne getur numið allt að 575 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 80 milljarða íslenskra króna, en aðeins tvö ár eru frá því að gagnaverið hér á landi komst í eigu D9 sem hefur glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu.

Innherji
Fréttamynd

„Saman erum við náttúru­afl“

Norrænu tækniverðlaunin Nordic Women in Tech Awards 2023 voru afhent í Hörpu fyrr í mánuðinum. Verðlaunin eru tileinkuð kvenleiðtogum og nýjum leiðtogum í tækni á þvert á Norðurlöndin.

Lífið
Fréttamynd

Til­gangur til­gangs­lausra at­hafna

Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig.

Skoðun
Fréttamynd

Tekur við markaðs­málunum hjá Advania

Einar Örn Sigurdórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Advania. Hann hefur síðustu ár starfað sem ráðgjafi og hugmyndaleiðtogi í markaðssetningar- og mörkunarverkefnum í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm ráðin til Maven

Þjónustu- og ráðgjafafyrirtækið Maven hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn. Erna Guðrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin nýr mannauðs- og skrifstofustjóri, Ragnar Stefánsson sérfræðingur í gagnavísindum og þau Sigrún Inga Ólafsdóttir, Darri Rafn Hólmarsson og Einar Þór Gunnlaugsson sem gagnasérfræðingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­forma að selja Ver­ne Global gagna­verin í heild sinni til að minnka skuld­setningu

Breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure, sem hefur verið í kröppum dansi vegna lausafjárerfiðleika og mikillar skuldsetningar, stefnir núna að því að selja alla eignarhluti sína í gagnverum undir hatti Verne Global, meðal annars starfsemina á Íslandi sem það keypti fyrir aðeins tveimur árum. Hlutabréfaverð breska innviðafjárfestingafélagsins hefur fallið í verði um liðlega sextíu prósent á einu ári og nýlega þurfti það að falla frá fyrri áformum sínum um arðgreiðslur til hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

Eig­andi Ver­ne Global í kröppum dansi og sölu­ferli gagna­vera dregst á langinn

Hlutabréfaverð breska fjárfestingarfélagsins Digital 9 Infrastructure, sem rekur meðal annars Verne Global á Íslandi, hrundi um nærri 40 prósent þegar ljóst varð að það myndi ekki standa við áform um arðgreiðslu til hluthafa vegna lausafjárþurrðar og mikillar skuldsetningar og að söluferli á hlutum í gagnaverunum myndi tefjast. Nokkur óskuldbindandi tilboð hafa borist í Verne Global sem verðmeta gagnaver félagsins nálægt bókfærðu virði, eða samtals jafnvirði liðlega 90 milljarða króna. 

Innherji
Fréttamynd

Wise kaupir Þekkingu

Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur fest kaup á öllu hlutafé Þekkingar sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Sameinað félag verður með tæplega 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og yfir fjögurra milljarða króna veltu, að sögn forsvarsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ættum að mark­a stefn­u um upp­bygg­ing­u gagn­a­ver­a eins og hin Norð­ur­lönd­in

Hin Norðurlöndin hafa gert markvissar áætlanir um hvernig megi byggja upp gagnaversiðnað enda skapar hann vel launuð störf, auknar gjaldeyristekjur og er góð leið til að fjölga eggjum í körfunni þegar kemur að orkusölu. Ísland ætti að gera slíkt hið sama. Spár gera ráð fyrir að þörf fyrir reikniafl og gagnageymslu í heiminum muni margfaldast á næstu árum, segir formaður Samtaka gagnavera í viðtali við Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Yfir­tók gagna­verið af Ís­lands­banka fyrir nærri milljarð

Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu.

Innherji
Fréttamynd

Land­læknir tryggði ekki öryggi upp­lýsinga í lyfja­gátt

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Byggðist það á skorti á rekjanleika uppflettinga í gáttinni. Þrátt fyrir ábyrgð lyfjabúða er sjálfstæð skylda talin hvíla á embættinu sem rekur gáttina.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­mennt á sýningu Upp­lýsinga­tækni­skólans

Óhætt er að segja að útskriftarsýning nemenda Upplýsingatækniskólans hafi heppnast með eindæmum vel um helgina, en fjölmenni sótti sýninguna þegar hún var opnuð í húsakynnum Tækniskólanum við Háteigsveg 35–39 á föstudag.

Lífið