Dýraheilbrigði Reyndu að taka refinn og koma honum í Húsdýragarðinn Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni. Innlent 30.9.2021 07:01 Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. Skoðun 15.9.2021 09:00 Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðugili vegna riðu Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust. Innlent 11.9.2021 14:24 Nýtt tilfelli riðu í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1.500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Tæpt ár er síðan riða greindist á fimm bæjum í Skagafirði, sem þó tilheyra öðru varnarhólfi en bærinn þar sem riðan hefur komið upp nú. Innlent 10.9.2021 19:13 Hvað á dýravinur að kjósa? Píratar eru græn hreyfing og fá hæstu einkunn Sólarinnar, kvarða Ungra umhverfissinna, um umhverfis- og loftslagsstefnur allra flokka í framboði til alþingiskosninga. En það sem fáir vita og sennilega enginn er að mæla er hvar er helst að finna grænkeravænar stefnur. Hvar standa flokkarnir þegar kemur að dýravernd og dýraeldi? Skoðun 6.9.2021 11:32 Réttur dýra til lífs og velvildar Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin. Skoðun 3.9.2021 18:01 Tekist á um laxeldi í Pallborðinu Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum. Innlent 1.9.2021 13:22 Djöfull í mannslíki eða geðsjúklingur; nema hvort tveggja sé Nú um síðustu helgi birti Fréttablaðið frétt af íslenzkum karlmanni á fertugsaldri, sem býr í Mosfellsbæ, en hann sendi út myndband á Instagram 21. ágúst, þar sem hann pyntar lítinn skógarþröst til dauða með fjölmörgum hnífsstungum. Skoðun 31.8.2021 13:30 Aflífun 154 katta vekur sorg og reiði í Taívan Mikil reiði greip um sig á samfélagsmiðlum í Taívan eftir að yfirvöld greindu frá því að 154 kettir hefðu verið aflífaðir eftir að þeir fundust á fiskibát. Um var að ræða hreinræktaða ketti sem smygla átti inn í landið. Erlent 23.8.2021 07:20 Um 50 Íslendingar eru að læra dýralækningar Um 50 íslenskir nemendur eru nú erlendis að læra dýralækningar, enda segir formaður Dýralækningafélags Íslands að starfið sé mjög skemmtilegt og gefandi þó álagið geti verið mikið. Innlent 22.8.2021 14:16 Staðfesta fuglaflensufaraldur á Fílabeinsströndinni Stjórnvöld á Fílabeinsströndinni hafa staðfest faraldur fuglaflensu í nágrenni borgarinnar Abidjan. Flensan sem er bráðsmitandi hefur skotið upp kollinum í nokkrum ríkjum Vestur-Afríkulöndum að undanförnu. Erlent 19.8.2021 14:11 Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. Innlent 16.8.2021 13:01 Hænur verða ekki lengur lokaðar inn í búrum Allar varphænur landsins, sem er um 260 þúsund sleppa úr búrum sínum úr næstu áramótum og verða þess í stað í lausagöngu á gólfi. Með þessu er verið að mæta nýrri reglugerð um velferð alifugla. Innlent 15.8.2021 13:03 Dýralæknar gefast upp vegna mikils álags og hætta Mikið álag er á dýralæknum landsins og eru margir við það að gefast upp vegna vanlíðan og streitu. Þá fást ekki dýralæknar til starfa, sem þurfa að vakta stór svæði og keyra langar vegalengdir á milli bæja. Innlent 14.8.2021 13:03 Kraftaverk að skaðbrenndur hvolpur sé á lífi eftir tíu aðgerðir á þremur vikum Jökull er tíu mánaða hvolpur sem hefur marga fjöruna sopið, væntanlega töluvert meiri en flestir jafnaldrar hans á veraldarvísu. Hann stakk sér út í sjóðandi hver í Útey við Laugarvatn fyrir fimm vikum og var vart hugað líf vegna brunasáranna sem af hlutust. En þökk sé læknisfræðilegum kraftaverkum er hann heill heilsu í dag, og elskar að synda í köldu vatni. Innlent 26.7.2021 19:26 Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 9.7.2021 20:00 „Ætla má að helmingur hunda sé óskráður“ Þrátt fyrir mikla aukningu á hundahaldi víða á landinu undanfarin misseri hefur skráning þeirra lítið aukist hjá sveitarfélögum. Deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum telur að um helmingur hunda sé óskráður í Reykjavík. Talsvert er um að fólk tilkynni um vanrækslu. Innlent 6.7.2021 18:22 Endurheimtir ljónið sitt eftir inngrip forsætisráðherra Kínverjinn Qi Xiao hefur endurheimt ljónið sitt eftir að forsætisráðherra Kambódíu fyrirskipaði yfirvöldum að skila honum gæludýrinu og endurgreiða honum hverja þá sekt sem hann kynni að hafa greitt. Erlent 6.7.2021 08:50 Ræða hvort taka skuli tillit til tilfinninga dýra Breskir þingmenn rökræða nú um hvort að rétt sé að taka tillit til tilfinninga dýra þegar menn setja sér lög og reglur. Frumvarp þessa efnis er sagt ganga enn lengra en Evrópulög sem eru talin ganga hvað lengst í þá átt í heiminum. Erlent 5.7.2021 13:24 Alls ekki ólíklegt að gæludýrin smitist af mannfólkinu Það er alls ekki óalgengt að gæludýr hvers eigendur hafa greinst með Covid-19 séu sömuleiðis smituð. Þetta hafa rannsóknir hollenskra vísindamanna leitt í ljós. Þeir mæla fólki frá því að knúsa dýrin á meðan veikindi eru á heimilinu. Erlent 1.7.2021 12:31 Hundruðum fugla slátrað í Tógó vegna fuglaflensu Fuglaflensan H5N1 kom upp í Djagblé kantónunni steinsnar frá höfuðborginni Tomé í Tógó. Yfirvöld þar í landi hafa fyrirskipað inngripsmiklar aðgerðir til að stöðva útbreiðslu flensunnar. Erlent 29.6.2021 15:51 Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. Innlent 28.5.2021 10:31 Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. Erlent 20.5.2021 23:07 Tveir bæir bætast á garnaveikilista Tveir bæir í Suðurfjarðahólfi hafa bæst við á garnaveikilista Matvælastofnunar. Fyrr á árinu var garðfest að garnaveiki hafi komið upp á bænum Lindarbrekku í Djúpavogshreppi en í því hólfi hefur garnaveiki freinst greinst í sauðfé á einum öðrum bæ síðasta áratuginn. Innlent 17.5.2021 14:00 Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Fjórði hluti Hér er fjórði kafli umfjöllunar minnar um það hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlistmanna MAST. Skoðun 6.5.2021 15:00 Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Þriðji hluti Enn held ég áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. Skoðun 5.5.2021 15:00 Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Annar hluti Ég held hér áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. Skoðun 4.5.2021 15:00 Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar Ég ætla að fara hérna yfir það á gagnrýninn hátt hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni. Sérstaklega mun ég taka til umfjöllunar eltingaleik Matvælastofnunar og furðulega framkomu starfsfólks stofnunarinnar við mig og aðra. Skoðun 3.5.2021 15:00 Langreyður, hrafnreyður og melrakki – dýr sem má veiða Þann 20. apríl sl. birti Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, pistil um stöðu dýravermdunar á Íslandi. Mér þótti pistill hans ágætur og mér til mikillar gleði fékk pistillinn nokkra dreifingu. Mér finnst einmitt að dýravermd sé ákveðið málefni sem er ekki nægilega mikið rætt hér á landi. Skoðun 30.4.2021 11:01 Að minnsta kosti tveir heimiliskettir á Bretlandseyjum hafa smitast af eigendum sínum Rannsakendur á Bretlandseyjum hafa fundið tvö tilvik þar sem eigendur smituðu kettina sína af SARS-CoV-2. Í báðum tilvikum voru eigendurnir með einkenni Covid-19 þegar kettirnir smituðust. Þeir sýndu sömuleiðis einkenni sjúkdómsins. Erlent 23.4.2021 13:34 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 … 20 ›
Reyndu að taka refinn og koma honum í Húsdýragarðinn Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni. Innlent 30.9.2021 07:01
Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. Skoðun 15.9.2021 09:00
Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðugili vegna riðu Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust. Innlent 11.9.2021 14:24
Nýtt tilfelli riðu í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1.500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Tæpt ár er síðan riða greindist á fimm bæjum í Skagafirði, sem þó tilheyra öðru varnarhólfi en bærinn þar sem riðan hefur komið upp nú. Innlent 10.9.2021 19:13
Hvað á dýravinur að kjósa? Píratar eru græn hreyfing og fá hæstu einkunn Sólarinnar, kvarða Ungra umhverfissinna, um umhverfis- og loftslagsstefnur allra flokka í framboði til alþingiskosninga. En það sem fáir vita og sennilega enginn er að mæla er hvar er helst að finna grænkeravænar stefnur. Hvar standa flokkarnir þegar kemur að dýravernd og dýraeldi? Skoðun 6.9.2021 11:32
Réttur dýra til lífs og velvildar Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin. Skoðun 3.9.2021 18:01
Tekist á um laxeldi í Pallborðinu Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum. Innlent 1.9.2021 13:22
Djöfull í mannslíki eða geðsjúklingur; nema hvort tveggja sé Nú um síðustu helgi birti Fréttablaðið frétt af íslenzkum karlmanni á fertugsaldri, sem býr í Mosfellsbæ, en hann sendi út myndband á Instagram 21. ágúst, þar sem hann pyntar lítinn skógarþröst til dauða með fjölmörgum hnífsstungum. Skoðun 31.8.2021 13:30
Aflífun 154 katta vekur sorg og reiði í Taívan Mikil reiði greip um sig á samfélagsmiðlum í Taívan eftir að yfirvöld greindu frá því að 154 kettir hefðu verið aflífaðir eftir að þeir fundust á fiskibát. Um var að ræða hreinræktaða ketti sem smygla átti inn í landið. Erlent 23.8.2021 07:20
Um 50 Íslendingar eru að læra dýralækningar Um 50 íslenskir nemendur eru nú erlendis að læra dýralækningar, enda segir formaður Dýralækningafélags Íslands að starfið sé mjög skemmtilegt og gefandi þó álagið geti verið mikið. Innlent 22.8.2021 14:16
Staðfesta fuglaflensufaraldur á Fílabeinsströndinni Stjórnvöld á Fílabeinsströndinni hafa staðfest faraldur fuglaflensu í nágrenni borgarinnar Abidjan. Flensan sem er bráðsmitandi hefur skotið upp kollinum í nokkrum ríkjum Vestur-Afríkulöndum að undanförnu. Erlent 19.8.2021 14:11
Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. Innlent 16.8.2021 13:01
Hænur verða ekki lengur lokaðar inn í búrum Allar varphænur landsins, sem er um 260 þúsund sleppa úr búrum sínum úr næstu áramótum og verða þess í stað í lausagöngu á gólfi. Með þessu er verið að mæta nýrri reglugerð um velferð alifugla. Innlent 15.8.2021 13:03
Dýralæknar gefast upp vegna mikils álags og hætta Mikið álag er á dýralæknum landsins og eru margir við það að gefast upp vegna vanlíðan og streitu. Þá fást ekki dýralæknar til starfa, sem þurfa að vakta stór svæði og keyra langar vegalengdir á milli bæja. Innlent 14.8.2021 13:03
Kraftaverk að skaðbrenndur hvolpur sé á lífi eftir tíu aðgerðir á þremur vikum Jökull er tíu mánaða hvolpur sem hefur marga fjöruna sopið, væntanlega töluvert meiri en flestir jafnaldrar hans á veraldarvísu. Hann stakk sér út í sjóðandi hver í Útey við Laugarvatn fyrir fimm vikum og var vart hugað líf vegna brunasáranna sem af hlutust. En þökk sé læknisfræðilegum kraftaverkum er hann heill heilsu í dag, og elskar að synda í köldu vatni. Innlent 26.7.2021 19:26
Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 9.7.2021 20:00
„Ætla má að helmingur hunda sé óskráður“ Þrátt fyrir mikla aukningu á hundahaldi víða á landinu undanfarin misseri hefur skráning þeirra lítið aukist hjá sveitarfélögum. Deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum telur að um helmingur hunda sé óskráður í Reykjavík. Talsvert er um að fólk tilkynni um vanrækslu. Innlent 6.7.2021 18:22
Endurheimtir ljónið sitt eftir inngrip forsætisráðherra Kínverjinn Qi Xiao hefur endurheimt ljónið sitt eftir að forsætisráðherra Kambódíu fyrirskipaði yfirvöldum að skila honum gæludýrinu og endurgreiða honum hverja þá sekt sem hann kynni að hafa greitt. Erlent 6.7.2021 08:50
Ræða hvort taka skuli tillit til tilfinninga dýra Breskir þingmenn rökræða nú um hvort að rétt sé að taka tillit til tilfinninga dýra þegar menn setja sér lög og reglur. Frumvarp þessa efnis er sagt ganga enn lengra en Evrópulög sem eru talin ganga hvað lengst í þá átt í heiminum. Erlent 5.7.2021 13:24
Alls ekki ólíklegt að gæludýrin smitist af mannfólkinu Það er alls ekki óalgengt að gæludýr hvers eigendur hafa greinst með Covid-19 séu sömuleiðis smituð. Þetta hafa rannsóknir hollenskra vísindamanna leitt í ljós. Þeir mæla fólki frá því að knúsa dýrin á meðan veikindi eru á heimilinu. Erlent 1.7.2021 12:31
Hundruðum fugla slátrað í Tógó vegna fuglaflensu Fuglaflensan H5N1 kom upp í Djagblé kantónunni steinsnar frá höfuðborginni Tomé í Tógó. Yfirvöld þar í landi hafa fyrirskipað inngripsmiklar aðgerðir til að stöðva útbreiðslu flensunnar. Erlent 29.6.2021 15:51
Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. Innlent 28.5.2021 10:31
Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. Erlent 20.5.2021 23:07
Tveir bæir bætast á garnaveikilista Tveir bæir í Suðurfjarðahólfi hafa bæst við á garnaveikilista Matvælastofnunar. Fyrr á árinu var garðfest að garnaveiki hafi komið upp á bænum Lindarbrekku í Djúpavogshreppi en í því hólfi hefur garnaveiki freinst greinst í sauðfé á einum öðrum bæ síðasta áratuginn. Innlent 17.5.2021 14:00
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Fjórði hluti Hér er fjórði kafli umfjöllunar minnar um það hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlistmanna MAST. Skoðun 6.5.2021 15:00
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Þriðji hluti Enn held ég áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. Skoðun 5.5.2021 15:00
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Annar hluti Ég held hér áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. Skoðun 4.5.2021 15:00
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar Ég ætla að fara hérna yfir það á gagnrýninn hátt hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni. Sérstaklega mun ég taka til umfjöllunar eltingaleik Matvælastofnunar og furðulega framkomu starfsfólks stofnunarinnar við mig og aðra. Skoðun 3.5.2021 15:00
Langreyður, hrafnreyður og melrakki – dýr sem má veiða Þann 20. apríl sl. birti Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, pistil um stöðu dýravermdunar á Íslandi. Mér þótti pistill hans ágætur og mér til mikillar gleði fékk pistillinn nokkra dreifingu. Mér finnst einmitt að dýravermd sé ákveðið málefni sem er ekki nægilega mikið rætt hér á landi. Skoðun 30.4.2021 11:01
Að minnsta kosti tveir heimiliskettir á Bretlandseyjum hafa smitast af eigendum sínum Rannsakendur á Bretlandseyjum hafa fundið tvö tilvik þar sem eigendur smituðu kettina sína af SARS-CoV-2. Í báðum tilvikum voru eigendurnir með einkenni Covid-19 þegar kettirnir smituðust. Þeir sýndu sömuleiðis einkenni sjúkdómsins. Erlent 23.4.2021 13:34