Lífið

Fréttamynd

Síðasti dagurinn á morgun

Síðasti öruggi skiladagur til að póstleggja jólakort til landa utan Evrópu er morgundagurinn, miðvikudagurinn 8. desember, samkvæmt tilkynningu Íslandspósts. Viku síðar, eða miðvikudaginn 15. september, þarf að skila síðustu kortunum sem eiga að fara til Evrópulanda.

Jól
Fréttamynd

Styddi hallarbyltingu í sósíalísku

Níu mánuðum eftir að Sigurður Ingi Jónsson, oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu þingkosningar, sagði sig úr flokknum vegna óánægju með stefnu flokksins og varaformanninn segir hann flokkinn ekkert hafa breyst en heldur opnum þeim möguleika að snúa aftur og taka þátt í hallarbyltingu gegn forystunni.

Innlent
Fréttamynd

Piparkökubyggingar

Ilmurinn af nýbökuðum piparkökum er í hugum marga bundinn við jólin, og hafa margir náð ágætis leikni í að skreyta kökurnar. Það eru hins vegar mun færri sem náð hafa tökum á listinni að búa til hús úr piparkökudeigi. Snillingarnir sem taka þátt í piparkökuhúsaleik Kötlu ár eftir ár láta okkur hin fyllast minnimáttarkennd

Jól
Fréttamynd

Ráðherra vígði kúluskítsbúr

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra vígði nýtt kúluskítsbúr í Náttúrufræðistofu Kópavogs í gær. Stórvaxinn kúluskítur er aðeins þekktur í tveimur stöðuvötnum á jörðinni, í Mývatni og Akan-vatni í Japan.

Innlent
Fréttamynd

Nýr umboðsmaður barna

Forsætisráðherra skipaði í gær Ingibjörgu Þ. Rafnar hæstaréttarlögmann í embætti umboðsmanns barna frá og með áramótum.

Innlent
Fréttamynd

Hamborgarhryggur vinsælastur

Hamborgarhryggur verður vinsælasti jólamaturinn í ár og ætlar liðlega helmingur landsmanna að hafa hann í matinn á aðfangadagskvöld, samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Lambasteik er í örðu sæti en langt á eftir Hamborgarhryggnum, því tæp tíu prósent ætla að borða lambasteik.

Menning
Fréttamynd

Vísir næststærstur - kippt fyrirvaralaust út úr samræmdri mælingu

Vísir.is er nú næststærsta vefsvæði landsins,samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Gildir þar einu hvort miðað er við notendur, innlit eða fjölda flettinga. Rúmlega 128 þúsund notendur heimsóttu Vísi í liðinni viku. Modernus sem annast vefmælinguna kippti einhverra hluta vegna Vísi út úr lista sem birtur er vikulega yfir aðsókn stærstu vefja landsins. Engin tilkynning eða skýringar hafa fengist frá Modernus um hverju þetta sætir.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglufylgd fyrir jólasveininn

Jólasveinninn fær lögreglufylgd í bænum Alloa í Skotlandi þessi jólin. Þar hefur jólasveinninn þrammað í sérhvert hús undanfarin 40 ár, en fyrir tveimur árum síðan varð hann fyrir aðkasti og í hann var kastað flöskum og steinum á fleiri en einum stað.

Jól
Fréttamynd

Dorrit tendrar ljósin

Dorrit Moussaief forsetafrú tendrar í dag, fyrsta í aðventu, ljósin á jólatré kringlunnar. Þetta verður klukkan þrjú. Unglingakór Grafarvogskirkju syngur nokkur jólalög við það tækifæri, auk þess sem fleiri tónlistarmenn skemmta.

Menning
Fréttamynd

Jólaþorp í Hafnarfirði

Jólastemmning réð ríkjum í Hafnarfirði í dag þegar jólaþorpið þar var opnað. Hefðbundinn, evrópskur jólamarkaður verður í miðbænum allar helgar fram að jólum. Í tuttugu litlum tréhúsum er seldur ýmiskonar jólavarningur, gjafavörur frá Karmelsystrum, pólskt jólaskraut, íslenskt handverk og fjöldamargt fleira.

Jól
Fréttamynd

Áverkar á tískusýningu

Konur með áverka eftir árásir koma fram á tískusýningu í Lækjargötu í dag. Sýningin er á vegum Amnesty International á Íslandi og er liður í átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Ýmsar þekktar konur koma fram á sýningunni, farðaðar eftir áverkalýsingum úr dómsmálum og verður lesið upp úr málunum á meðan.

Menning
Fréttamynd

Outkast með flestar tilnefningar

Evrópsku tónlistarverðlaunin verða haldin í Rómarborg í kvöld. Aðalkynnir kvöldsins verður leikkonan sykursæta, Sarah Michelle Gellar, en aðrir sem koma fram eru meðal annars Eminem, Beastie Boys og söngkonan Kylie Minogue. Rappdúettinn Outcast er tilnefndur til flestra verðlauna, eða fimm talsins, meðal annars fyrir besta lagið og sem besta hljómsveit ársins.

Menning
Fréttamynd

Lennon veltir Presley

John Lennon hefur velt Elvis Presley af stalli sem rokk og ról kóngur allra tíma samkvæmt nýrri könnun breska tónlistartímaritsins Q. Paul McCartney, félagi Lennons úr Bítlunum, lenti í tólfta sæti.

Menning
Fréttamynd

Skrímslaborgarinn verstur

Næringarfræðingar hafa valið skrímslisborgarann, sem fyrirtækið Hardee hefur sett á markað, sem versta hamborgara í heimi. Borgarinn inniheldur hátt í 1500 hitaeiningar og kostar aðeins um 350 krónur. Borgarinn samanstendur af tveim stórum nautahakkssneiðum, fjórum beikonstrimlum, þrem ostsneiðum og slatta af maíonesi.

Menning
Fréttamynd

Clinton bókasafnið opnað

Bókasafn Bill Clintons verður opnað með pompi og prakt í heimabæ forsetans fyrrverandi, Little Rock í Arkansas, í dag. Bókasafnið, sem kostaði heila 10 milljarða íslenskra króna, er framúrstefnulegt í hönnun og þar mun meðal annars verða nákvæm eftirlíking af skrifstofu forsetans í Hvíta Húsinu.

Menning
Fréttamynd

Connery vill McGregor sem Bond

Skoski sjarmörinn Sean Connery vill að landi sinn Ewan McGregor verði næsti James Bond. Connery segir McGregor tilvalinn í hlutverkið og mælir með því að hann taki það að sér, verði honum boðið það.

Menning
Fréttamynd

Ort til annarra hnatta

Sænsk skáld hafa sent ljóðalestur út í geiminn í þeirri von að ná til vera á öðrum hnöttum með list sinni. Daniel Sjolin ritstjóra ljóðatímaritsins Lyrikvannen stóð fyrir upplestrinum sem sendur var út til Vega, skærustu stjörnu Lyra stjörnuþokunnar, tuttugu og fimm ljósárum frá jörðu.

Menning
Fréttamynd

Almenningur getur kosið

Almenningi gefst nú í fyrsta sinn kostur á að taka þátt í kosningu Miss World með því að greiða einum keppanda atkvæði á netinu. Atkvæðin hafa vægi í úrslitum keppninnar og geta Íslendingar stutt Hugrúnu Harðardóttur með því að greiða henni atkvæði á vefsíðunum missworld.tv eða globalbeauties.com.

Menning
Fréttamynd

Silja hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Silja Aðalsteinsdóttir, rithöfundur, hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2004 fyrir starf sitt í þágu íslenskrar tungu. Verðlaunin eru veitt í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem er í dag. Verðlaunin eru 500 þúsund krónur og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi.

Menning
Fréttamynd

18 fermetra safn opnað í Danmörku

Danir hafa opnað safn sem er aðeins átján fermetra herbergi. Þetta óvenjulega safn var herbergi hins heimsfræga rithöfundar H.C. Andersen árið 1827. Andersen var mikill leikhúsunnandi og valdi því að búa svo nálægt Konunglega leikhúsinu í miðbæ Kaupmannahafnar.

Menning
Fréttamynd

Leikfélag Akureyrar býður krökkum

Leikfélag Akureyrar býður grunnskólanemum á Eyjafjarðasvæðinu að koma í leikhús með kennurum sínum. Leikfélagið stefnir að því að reglulegar leikhúsheimsóknir verði fastur hluti af menntun barna og að allir sem útskrifist úr grunnskóla hafi að minnsta kosti einu sinni farið í leikhús.

Menning
Fréttamynd

Opið hús hjá Sjónarhóli

Almenningi er boðið að skoða húsnæði Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar að Háaleitisbraut 13 í dag til klukkan fimm. Ár er um þessar mundir liðið frá landssöfnuninni Fyrir sérstök börn til betra lífs.

Menning
Fréttamynd

Hljóp ber upp í hjólabúnað

Kanadískur maður sem neitað var um flugmiða til Ástralíu frá Los Angeles, brá á það ráð að afklæðast og hlaupa upp í hjólabúnað vélarinnar, þar sem hún var á ferð á flugbrautinni. Betur fór þó en á horfðist, því að starfsmönnum flugvallarins tókst að stöðva vélina áður en hún fór í loftið og handsama manninn.

Menning
Fréttamynd

Fjárhættuspil í flugvélum

Svo gæti verið að flugfarþegum verði boðið upp á fjárhættuspil meðan á flugi stendur áður en langt um líður. Forstjóri lággjaldaflugfélagsins Ryanair sagði í dag að ekki væri útilokað að félagið byði upp á slíkt.

Menning
Fréttamynd

Sýning hjá Landsbjörgu

Slysavarnarfélagið Landsbjörg stendur fyrir björgunarsýningu á Hótel Loftleiðum í dag og hefst hún klukkan eitt. Á sýningunni verða margir öflugustu jeppar og snjóbílar björgunarsveitanna ásamt bátum og vélsleðum sýndir.

Menning
Fréttamynd

Blá föt og rautt bindi

Þótt þeir George W. Bush og John Kerry séu á öndverðum meiði í flestum málum þá eru þeir samstiga í fatavali: dökkblá jakkföt, hvít skyrta og rautt bindi.

Erlent
Fréttamynd

Stjörnur og fjöll

Evu Ólafsdóttur, kennara á Tálknafirði, hundleiðist í verkfallinu og vill að um semjist hið fyrsta svo hún geti aftur tekið til við að uppfræða æskuna. Síðustu vikur hefur hún reynt að stytta sér stundir með boltaleikjum í íþróttahúsinu og sundferðum í lauginni.

Menning
Fréttamynd

Skáldsaga Ragnars komin út

Út er komin ný skáldsaga eftir Ragnar Arnalds og ber hún nafnið Maríumessa. Útgefandi er forlagið krabbinn.is. Sagan er byggð á sögulegum heimildum og gerist í byrjun sautjándu aldar. 

Menning
Fréttamynd

Ein efnilegasta poppsveit Breta

Ein efnilegasta poppsveit Breta í dag, Keane, mun spila í Hafnarhúsinu næstkomandi laugardagskvöld á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni.

Menning
Fréttamynd

Flugbátur í hnattferð væntanlegur

Gamall Dornier DO-24 flugbátur er væntanlegur til Reykjavíkurflugvallar síðdegis á leið sinni umhverfis hnöttinn, líkt og forveri hans fór fyrir 75 árum. Þá þótti það flugsögulegt afrek.

Menning