Breiðablik

Fréttamynd

Ekkert Há­tíðar­laufa­brauð í ár

Fótboltatímabil Höskuldar Gunnlaugssonar, fyrirliða Breiðabliks, hefur lengst um nokkra mánuði sökum þátttöku Blika í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu og því mun hann ekki geta sinnt hliðarstarfi sínu, að steikja Hátíðarlaufabrauð, fyrir komandi jólahátíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Edda fylgir Nik í Kópa­voginn

Edda Garðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þar mun hún aðstoða Nik Chamberlain sem tók nýverið við starfi aðalþjálfara liðsins en þau unnu saman hjá Þrótti Reykjavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Erum ekki með ein­hverja milljónamæringa að ausa í okkur peningum“

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Vísi eftir sextán stiga tap liðsins gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Breiðablik skoraði fullt af stigum í leiknum en fékk enn fleiri stig á sig. Í lok þriðja leikhluta skoraði Blikaliðið ekki stig í fjórar mínútur og eftir það var öruggt hvort liðið myndi vinna leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob­ína í Breiða­blik

Jakobína Hjörvarsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks og mun spila með félaginu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Hún skrifar undir þriggja ára samning.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Breiða­blik - Njarð­vík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki

Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun, við­töl og myndir: Breiða­blik - Gent 2-3 | Breiða­blik var leyft að dreyma en sigurinn kom ekki í kvöld

Breiðablik þurfti að lúta í gras fyrir Gent í fjórða leik sínum í Sambandsdeild Evrópu fyrr í kvöld 2-3. Breiðablik var einu marki yfir í hálfleik og það var verðskuldað eftir að Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö keimlík mörk af stuttu færi. Gent kláraði verkefnið síðan í seinni hálfleik en Gift Orban skoraði öll mörk gestanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Blikar mæta sterku liði Gent í kvöld: „Getum alltaf gefið al­vöru leik“

Höskuldur Gunn­laugs­son, fyrir­liði karla­liðs Breiða­bliks í fót­bolta er spenntur fyrir leik liðsins gegn Genk í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu í Belgíu í kvöld. Hann segir Blika stefna að sigri og hrósar því hvernig þjálfara­t­eymi liðsins hefur staðið að undir­búningi þess fyrir þennan mikil­væga leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hreint út sagt al­gjör mar­tröð“

Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

UEFA hafnaði beiðni Blika og KSÍ: „Það eru á­­kveðin von­brigði“

Evrópska knatt­spyrnu­sam­bandið (UEFA) hafnaði sam­eigin­legri beiðni knatt­spyrnu­deildar Breiða­bliks og KSÍ um að færa síðasta heima­leik liðsins í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu út fyrir land­steinana. For­maður knatt­spyrnu­deildar Breiða­bliks, Flosi Ei­ríks­son, segir höfnun UEFA vissu­lega von­brigði. Hann treystir þó á að Laugar­dals­völlur verði í leik­hæfu á­standi er Breiða­blik tekur á móti Mac­cabi Tel Aviv í lok nóvember.

Fótbolti