Ástin á götunni

Fréttamynd

Stefán Þórðarson skorar

Norrköbing, lið Stefáns Þórðarsonar komst í gærkvöldi í fjórðungsúrslit í sænsku bikarkeppninni í knattspyrnu, þegar liðið lagði Sundsvall 2-0, og skoraði Stefán fyrra markið. Í fjórðungsúrslitunum mætir Norrköbing, sem er í 8. sæti í 1. deild, Assyriska, sem er næstneðst í úrvalsdeildinni

Sport
Fréttamynd

Stórleikur KR og Vals í bikarnum

Dregið var í gær í fjórðungsúrslit í Visa-bikarkeppni karla. Tvö stærstu liðin í pottinum, FH og Valur, mætast ekki nú en Valsmenn fá það erfiða verkefni að heimsækja KR í Vesturbæinn á meðan að FH-ingar taka á móti bikarstemningsliðinu ÍA. </font /></b />

Sport
Fréttamynd

Saviola ekki áfram hjá Barcelona

Argentínski sóknarmaðurinn Javier Saviola leikur ekki með Barcelona á næstu leiktíð en leikmaðurinn var lánaður til Mónakó á síðustu leiktíð. Það er ekki pláss fyrir Saviola í herbúðum Spánarmeistarana en hann lék mjög vel með argentínska landsliðinu í Álfukeppninni.

Sport
Fréttamynd

KR fær Valsmenn í heimsókn

Dregið var í fjórðungsúrslit Visa-bikarkeppni karla í hádeginu á Hótel Loftleiðum í dag. Stórleikur umferðarinnar er væntanlega leikur KR og Vals þar sem Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, mætir sínu gamla liði í Frostaskjólinu. 1. deildarlið HK fékk heimaleik gegn Fylki.

Sport
Fréttamynd

Crespo spilar með Chelsea

Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo verður í herbúðum Englandsmeistara Chelsea á næstu leiktíð en hann var í láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð. Milan keypti Christian Vieri á dögunum en hann lék með Inter á síðasta tímabili.

Sport
Fréttamynd

Gerrard biðst fyrirgefningar

Steven Gerrard gaf út yfirlýsingu í morgun þar sem hann lýsir ást sinni á Liverpool og biðst fyrirgefningar á hringli sínu varðandi hugsanleg félagaskipti. Hann segir einnig að félagið hafi beðið hann afsökunar á að bjóða honum ekki samning strax eftir sigurinn í Meistaradeildinni í lok maí.

Sport
Fréttamynd

GERRARD HÆTTUR VIÐ AÐ HÆTTA !

Sápuóperan um fyrirliða Liverpool, Steven Gerrard tók heldur betur óvænta stefnu í morgunsárið í morgun þegar Rick Parry stjórnarformaður Liverpool tilkynnti að Gerrard sé hættur við að yfirgefa félagið. Steven Gerrard verður sem sagt áfram hjá Liverpool og mun skrifa undir nýjan samning sem færir honum 100.000 pund í vikulaun.

Sport
Fréttamynd

HK sló bikarmeistarana út

Óvænt tíðindi urðu í 16 liða úrslitum Visa bikarkeppni karla í kvöld þegar bikarmeistarar Keflavíkur töpuðu fyrir 1. deildarliði HK, 1-0 á Kópavogsvelli. Ólafur Júlíusson skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik. Þá vann Fylkir dramatískan sigur á Grindavík þar sem Guðni Rúnar Helgason skoraði sigurmarkið á 90. mínútu í Grindavík. Enginn leikur fór í framlengingu.

Sport
Fréttamynd

Visa-bikarkeppnin 4. júlí

KR, Valur og Akranes komust í gærkvöldi í 8-liða úrslit Visa-bikarkeppni karla í knattspyrnu.  KR-ingar mörðu sigur á 1. deildarliði Víkings í vítaspyrnukeppni. Eftir 90 mínútna leik var staðan jöfn, 3-3. 

Sport
Fréttamynd

Gerrard: Ég vil fara frá Liverpool

Nú er orðið endanlega ljóst að fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, er á förum frá félaginu en þetta staðfesti hann í yfirlýsingu nú síðdegis. Gerrard hafnaði launatilboði frá Liverpool upp á 100.000 pund gærkvöldi. Í yfirlýsingu frá Liverpool í dag segir að Gerrard hafi nú þegar óskað eftir því að fara frá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Liverpool hafnar tilboði í Gerard

Liverpool hafnaði í morgun tilboði frá Chelsea í Steven Gerard.  Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að tilboð Chelsea hafi numið 32 milljónum punda auk þess ætlaði Chelsea að borga þrjár milljónir í viðbót ef liðið næði ákveðnum markmiðum.  Heildarupphæðin fyrir Gerard er því rúmir 4 milljarðar íslenskra króna. 

Sport
Fréttamynd

Figo sagður semja við Liverpool

Netmiðillinn squarefootball.net greinir frá því í kvöld að portúgalski landsliðsmaðurinn Luis Figo sé genginn til liðs við Evrópumeistara Liverpool en hann hefur fengið leyfi frá Real Madrid til að yfirgefa félagið. Netmiðillinn kveðst hafa heimildir fyrir því frá innanbúðarmanni á Anfield að Figo hafi gert eins árs samning.

Sport
Fréttamynd

Enskar stjörnur til Íslands

Fjöldi stórstjarna úr ensku knattspyrnunni á árum áður er væntanlegur til landsins í byrjun nóvember til að taka þátt í alþjóðlegu knattspyrnumóti í Egilshöll. Það er gamla markamaskínan og Íslandsvinurinn Ian Rush sem stendur fyrir mótinu.

Sport
Fréttamynd

HK yfir gegn bikarmeisturunum

Ólafur Júlíusson hefur komið HK 1-0 yfir gegn bikarmeisturum Keflavíkur í 16 liða úrslitum Visa bikarkeppni karla. Þá hefur KA minnkað muninn gegn FH í Kaplakrika þar sem staðan er 3-1. Jóhann Þórahallsson skoraði markið eftir undirbúning Hreins Hringssonar. Víðir Leifsson hefur bætt við marki fyrir Fram sem er 2-0 yfir gegn Þór.

Sport
Fréttamynd

Norska úrvalsdeildin

Árni Gautur Arason og félagar hans í Voleringa sigruðu Odd Grenland 3-0 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Voleringa er ásamt Brann og Viking með 24 stig, 6 á eftir Start í Kristjánssandi sem hefur forystu í deildinni. Norski landsliðsmaðurinn Tore Andre Flo gekk í gær til liðs við Voleringa.

Sport
Fréttamynd

AC Milan fær Christian Vieri

AC Milan gerði í dag 2 ára samning við ítalska landsliðssóknarmanninn Christian Vieri en aðeins nokkrir dagar eru síðan hann fékk sig lausan undan samningi hjá erkifjendunum í Inter Milan.

Sport
Fréttamynd

FH að ganga frá KA í bikarnum

FH er 3-0 yfir í hálfleik gegn KA í 16 liða úrslitum Visa bikarkeppni karla í knattspyrnu en 5 leikir eru á dagaksrá í kvöld. Fram er 1-0 yfir gegn 1. deildarliði Þórs á Akureyri, ÍBV er 2-0 yfir gegn 1. deildarliði Njarðvíkur og það er markalaust hjá bikarmeisturum Keflavíkur gegn HK og sömuleiðis hjá Grindavík og Fylki.

Sport
Fréttamynd

Visa-bikarinn í kvöld 5. júlí

Fimm leikir verða í Visa-bikarnum í kvöld.  Þá keppa Grindavík og Fylkir, ÍBV og Njarðvík, HK og Keflavík, Þór og Fram, og FH og KA.  Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. 

Sport
Fréttamynd

Blikastúlkur yfir gegn Val

Breiðablik er 0-1 yfir gegn Val á Hlíarenda í stórleik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Guðlaug Jónsdóttir skoraði markið á 8. mínútu. Þrír leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og er einum þeirra lokið. ÍBV sigraði ÍA uppi á Skaga, 0-3. Þá er KR 0-3 yfir gegn Stjörnunni í Garðabæ.

Sport
Fréttamynd

Tveir Mexíkóar í árs leikbann

Mexikóska knattspyrnusambandið hefur dæmt tvo landsliðsmenn í árs keppnisbann.  Salvador Carmona og Aron Galindo voru reknir heim úr álfukeppninni í knattspyrnu í Þýskalandi í síðasta mánuði eftir að þeir höfðu fallið á lyfjaprófi.

Sport
Fréttamynd

Steven Gerard yfirgefur Liverpool

Umboðsmaður Steven Gerard fyrirliða Liverpool hefur staðfest í samtali við enska fjölmiðla að slitnaði hafi uppúr viðræðum um nýjan samning milli leikmannsins og félagsins.

Sport
Fréttamynd

Davíð Viðarsson áfram hjá FH

FH-ingar keyptu í morgun Davíð Viðarsson frá norska liðinu Lilleström.  Davíð var samningsbundinn Lilleström en var í láni hjá FH.  Viðar Halldórsson staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild nú fyrir hádegi. 

Sport
Fréttamynd

Hvert fer Steven Gerrard?

Mál Steven Gerrard, fyrirliða Evrópumeistara Liverpool, tröllríður breskum fjölmiðlum þessa klukkutímana en umboðsmaður hans hefur staðfest að ekki verði gengið aftur að samningaborðinu hjá Liverpool. Það lítur út fyrir að Gerrard sé á förum frá félaginu sem hann hefur alist upp hjá en hvert liggur leið hans?

Sport
Fréttamynd

KR áfram eftir bráðabana

KR komst naumlega áfram í 8 liða úrslit VISA bikarkeppni karla eftir sigur á 1. deildarliði Víkings í vítaspyrnukeppni og bráðabana. Gunnar Kristjánsson skoraði úr síðustu vítaspyrnunni fyrir KR eftir að Kristján Finnbogason hafði varið vítaspyrnu frá markverði Víkinga í bráðabana. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 3-3.

Sport
Fréttamynd

Hálfleikur í Visa-bikarleikjunum

16 liða úrslit Visa bikars karla í knattspyrnu hófust með þremur leikjum kl. 19:15 í kvöld og má segja að óvæntar tölur séu í tveimur þeirra þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Breiðablik er 0-1 yfir gegn ÍA á Akranesi og það er jafnt, 2-2 hjá 1. deildarliði Víkinga gegn KR. Valsmenn eru 2-0 yfir gegn Haukum á Hlíðarenda.

Sport
Fréttamynd

Helgi Sig mætir Ronaldinho

Helgi Sigurðsson og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu AGF Aarhus mæta Spánarmeisturum Barcelona í æfingaleik í knattspyrnu þann 25. júlí næstkomandi. Óhætt er að segja að Atletions Stadion, heimavöllur AGF verði þétt setinn þegar Helgi mætir Ronaldinho, Samuel Etoo og hinum snillingunum.

Sport
Fréttamynd

Gerrard áfram hjá Liverpool?

Óstaðfestar fréttir frá Liverpool herma að Steven Gerrard fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins verði eftir allt saman um kyrrt hjá félaginu. Gerrard fundaði með Rafael Benitez knattspyrnustjóra og Rick Parry stjórnarformanni Liverpool fyrr í kvöld og sást yfirgefa Anfield um klukkustund síðar.

Sport
Fréttamynd

Víkingur og ÍA jafna

Hörður Bjarnason hefur jafnað fyrir Víking gegn KR 12 mínútum fyrir leikslok á Víkingsvelli þar sem staðan er 3-3. Sigurður Ragnar Eyjólfsson jafnaði fyrir ÍA gegn Breiðabliki 5 mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma uppi á Skaga þar sem staðan er 1-1. Þá er Garðar Gunnlaugsson kominn með þrennu fyrir Val sem er 5-1 yfir gegn Haukum.

Sport
Fréttamynd

ÍA kemst yfir í framlengingu

Pálmi Haraldsson hefur komið Skagamönnum yfir gegn Breiðabliki 2-1 í framlengingu uppi á Skaga. Markið kom á 13. mínútu framlengingarinnar en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1. Ennþá er jafnt, 3-3 hjá Víkingi og KR.

Sport
Fréttamynd

Visa-bikarkeppnin karla í kvöld

Sextán liða úrslit í Visa-bikarkeppni karla í knattspyrnu hefjast í kvöld en þá verða þrír leikir. Skagamenn fá Breiðablik í heimsókn. Breiðablik er í fyrsta sæti 1. deildar og hefur ekki tapað leik á Íslandsmótinu.

Sport