Ágústa Ágústsdóttir

Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur?
Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.).

Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál?
Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er “Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum.

Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt
Við erum komin að þolmörkum. Kerfið sem á að þjóna okkur, fólkinu í landinu, hefur brugðist. Það þjónar ekki heimilunum, fjölskyldunum eða börnunum okkar. Það þjónar ekki framtíðinni.

Ferðafrelsið er dýrmætt
Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál.

Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar?
Einhver myndi segja að sá bóndi er seldi frá sér allar bestu mjólkurkýrnar væri vitlaus maður. Utan ef tilgangurinn væri að pakka saman, hætta rekstri og selja hæstbjóðanda.

Á að vera landbúnaður á Íslandi?
Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á sv-horninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins.

Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn
Að refsa einstaklingi fyrir alvarleg afbrot með fangelsisvist, er eitthvað sem flestir geta verið sammála um að sé nauðsynlegt.

Kílómetragjald: Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra
Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum.

Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir
Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð? Stutta svarið er nei!

Sjálfstæði eða fall?
Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda.

Nýr Kjalvegur - Hraðbraut í gegnum hálendið
Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs.

Eru auðlindir Íslands til sölu?
„Ef virkjað verður meira mun rafmagnið seljast upp. Það verður alltaf umfram eftirspurn,” segir Orkumálastjóri, Halla Hrund Logadóttir. Á meðan sumir telja slíkt af hinu góða sem merki um aukna hagsæld og sterkara hagkerfi, spyrja aðrir sig að því hvenær nóg sé nóg.

Hættuleg vegferð orkumála
Stundum velti ég því fyrir mér á hvaða vegferð íslensk stjórnvöld eru þegar kemur að orkumálum hér á landi. Hvorki stefna né umræða bendir til þeirrar almennu skynsemi sem þarf að ríkja þegar um svo mikilvæga innviði er að ræða.

Á guðs vegum með Bjarna Ben og FÍB
Þann 21. mars síðastliðinn glöddust fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson og formaður samgöngunefndar Vilhjálmur Árnason fyrir hönd ríkisstjórnarinnar yfir liðsinni FÍB við að reyna sannfæra almenning um að eina sanngjarna leiðin til innheimtu skatts vegna viðhalds og uppbyggingar vegasamgangna, sé að skipta út núverandi skattlagningu á eldsneyti fyrir kílómetragjald.

Ef lög Vatnajökulsþjóðgarðs væru byggingareglugerðir
Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær.

Óðagot fyrrum umhverfisráðherra
Í tíð fyrrum umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar reið yfir landið slík flóðbylgja friðuna, að annað eins hefur varla sést. Kirsuberið á öldutoppinum átti að vera hinn alræmdi hálendisþjóðgarður. Allt var þetta byggt á grunni meingallaðra laga Vatnajökulsþjóðgarðs sem samþykkt voru árið 2007.

Þegar ég uppgötvaði hvað Efling raunverulega var
Árið er 2002 og ég er 23 ára starfandi hópbifreiðastjóri hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem kennir sig við gular rútur. Ég er ung og pæli þá kannski ekkert sérstaklega í hvort ég sé á mannsæmandi launum, en er meira spennt og glöð með að vera komin í vinnu við að keyra stærri hópferðabíla og fæ að ferðast hringinn um landið með ferðamenn á sumrin.

Síauknir refsiskattar á íbúa vegna orkuskipta
Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast.

Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn?
Eftir að hafa hlustað á viðtal þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni við Ingu Sæland formann Flokk fólksins í gær, þann 11.1., get ég ekki annað sagt en að ég hafi orðið hálf orðlaus yfir framkomu formannsins. Og þá ekki síður við viðbrögðum fólks eftir á, sem mér fannst einna merkilegust.

Hreðjalaus pólitík eftir umhverfisvæna geldingu
Á síðustu og verstu tímum sé ég nú ástæðu til að setjast niður og reyna, korteri fyrir kosningar að biðla til fólks að opna á sér augun fyrir því sem er að gerast um allt land.

Hið skítuga leyndarmál vindorkunnar
Eru vindmyllur grænar og hagkvæmur orkukostur?

Íslenskur landbúnaður: Já eða nei?
Í þættinum Saga og samfélag á Hringbraut 3. september síðastliðinn kom Arnar Sigurðsson víninnflytjandi í viðtal og ræddi landbúnaðarmál. Margt var þar í hans tali umhugsunarvert og gott en þó vantaði líka að mínu mati, mikið á hans nálgun á efnið.

Hvernig víkka skal út þjóðgarð: Áfangi 101 á náttúruverndarbraut ríkisins
Árið er 1939. Svörtu foksandarnir sem fylgja Jökulsá á Fjöllum og þekja nyrðsta hluta Kelduhverfis á stóru svæði, eru smám saman að gleypa í sig landið. Bændur eru ráðalausir og reyna hvað þeir geta að verja tún sín og lönd, með litlum árangri.

Að koma við kaunin á mönnum
Ég verð nú að viðurkenna að ég varð nú frekar upp með mér þegar ég rakst á heila síðu tileinkaða mér í síðasta Bændablaði. Yfir því að hafa snert svo marga strengi hjá Ólafi Arnalds að hann hafi gefið sér tíma til slíkra ritstarfa.

Af skotvopnum og grasbítum
Í Bændablaðinu þann 15.4.2021 skrifaði Ólafur Arnalds prófessor, grein sem fékk mig til að staldra við.

Lýðræði ofar ríki!
Árið 1944 var stofnað lýðveldið Ísland. En hvað er lýðveldi ? Norður-Kórea, Íran og Kína eru lýðveldi. Flest ríki heims eru lýðveldi en það er lýðræðið sjálft sem segir til um stjórnarhætti lands.

Húsnæðisbætur fyrir útvalda
Við eins og margir aðrir foreldrar á landsbyggðinni búum ekki við þann kost að hafa framhaldsskóla í göngu- eða akstursfæri. Því sendum við börnin okkar burtu og oftast á heimavist, svo þau geti sótt skóla.

Miðgarðsormur og lýðræðið
Það er stundum hollt að nálgast hluti út frá öðru sjónarhorni, en notast við sömu rökin.Hvers vegna ætti að breyta stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í þjóðgarð gæti einhver spurt sig að eftir að hafa lesið síðasta pistil minn um „Miðborgarþjóðgarð“?

Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða
Komið með í smá ferðalag. Ímyndum okkur að við hoppum fram í tíma og göngum út úr tímahylkinu stuttu eftir alþingiskosningar 2020. Ríkisstjórnarmyndun er staðfest og stjórnarsáttmálinn nýsmíðaður lítur dagsins ljós.

Hálendisþjóðgarður fyrir hverja?
Í grein Önnu Dóru Sæþórsdóttur varaformanns stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðar á dögunum um hálendisþjóðgarð, hnýtur maður svo vægt sé tekið til orða um margt sem vekur spurnir.