Vegagerð

Fréttamynd

Samningar undirritaðir um breikkun í Lækjarbotnum

Samningar um tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur voru undirritaðir hjá Vegagerðinni í dag. Verkinu seinkar um fjóra mánuði þar sem lengri tíma tók að fá framkvæmdaleyfi en búist var við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kafli milli Hveragerðis og Ölfusborga boðinn út

Vegagerðin hefur boðið út næsta áfanga í breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss. Útboðið sem núna er auglýst er tæplega áttahundruð metra langur tengivegur við austurjaðar Hveragerðis, ásamt smíði nýrrar brúar yfir Varmá norðan Suðurlandsvegar.

Innlent
Fréttamynd

Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg

Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar

Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna.

Innlent
Fréttamynd

Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi

Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð.

Innlent
Fréttamynd

Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir

Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki vera kölluð Gugga þótt hún stýri Bjarkalundi

Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem frægt varð fyrir sjónvarpsþættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga, hefur verið tekið undir vinnubúðir. Þar má samt enn sjá leikmuni úr Dagvaktinni, þar á meðal morðvopnið sem notað var til að drepa hótelstýruna Guggu.

Innlent
Fréttamynd

Skólabörnum boðið upp á hrikalegan veg í skólabílum

„Okkur finnst ástandið algjörlega óþolandi og við viljum fá skýr svör um endurbætur. Ástandið getur ekki verið svona lengur og sinnuleysi gagnvart svörum er komið að algjörum þolmörkum hjá okkur, það verður eitthvað að gerast í málinu,“ segir Guðrún Óska Steinbjörnsdóttir, bóndi á bænum Sauðadalsá í Húnaþingi vestra, en á bænum eru fimm börn á leik-og grunnskólaaldri.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig

Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum.

Innlent
Fréttamynd

Lengsti vegur Grænlands kominn í sextíu kílómetra

Mynd er farin að koma á nýja veginn milli Kangerlussuaq og Sisimiut sem ætlað er að verða lengsti þjóðvegur Grænlands. Búið er að leggja um það bil 60 kílómetra eða yfir þriðjung af 170 kílómetrum. Framkvæmdir halda áfram til loka september en þá verður gert hlé yfir veturinn.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum

Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn.

Innlent
Fréttamynd

Malbikun Hvalfjarðarganga frestað fram á annað kvöld

Uppfært: Framkvæmdum hefur verið frestað vegna veðurs. Þess í stað verður göngunumm lokað frá klukkan 22: 00 á þriðjudagskvöld til sjö að morgni miðvikudags.Hvalfjarðargöng verða lokuð frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið vegna malbikunarframkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi

Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman.

Innlent
Fréttamynd

Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar

Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni.

Innlent
Fréttamynd

Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku

Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði.

Viðskipti innlent