EHF-bikarinn

Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“
Karlalið Hauka í handbolta er á ferð og flugi um álfuna vegna Evrópuverkefnis helgarinnar. Leikið verður í Mingachevir í Aserbaísjan og lögðu menn tímanlega af stað, klukkan fimm í gærmorgun.

Haukar áfram eftir spennuleik
Haukar eru komnir áfram í næstu umferð EHF-bikars kvenna í handknattleik eftir eins marks sigur á króatíska liðinu Dalmatinka í dag.

Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna
Lið Blomberg-Lippe vann öruggan sigur á Metzingen í Íslendingaslag í EHF-bikarnum í handknattleik í dag. Með sigrinum tryggði Blomberg-Lippe sér sæti í næstu umferð keppninnar.

Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu
Kvennalið Hauka í handknattleik vann í dag eins marks sigur á króatíska liðinu Dalmatinka þegar liðin mættust í fyrri leik einvígis síns í EHF-bikarnum.

Frækinn sigur Vals í Kristianstad
Íslands- og bikarmeistarar Vals eru komnir í sextán liða úrslit EHF-bikars kvenna í handbolta eftir sigur á Íslendingaliði Kristianstad, 24-29, í Svíþjóð í dag. Valskonur unnu einvígið, 56-48 samanlagt.

Frábær þriggja marka sigur Vals
Valur vann öflugan þriggja marka sigur á Kristianstad frá Svíþjóð í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta. Lokatölur á Hlíðarenda 27-24 en síðari leikur liðanna fer fram í Svíþjóð að viku liðinni.

Má búast við hasar í hörkuverkefni
Valur mætir sterku Íslendingaliði Kristianstad í EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda klukkan 16:30 á morgun. Þjálfari Vals vill viðhalda góðu gengi gegn sterkum andstæðingi.

Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“
Gjaldkeri handknattleiksdeildar Hauka, nú eða bara leikmenn sjálfir og þjálfarar, hafa eflaust ekki hoppað hæð sína af gleði þegar dregið var í 3. umferð EHF-keppni karla í dag.

Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram
Strákarnir hans Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar í Haukum eru komnir áfram í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta eftir sigur á Cocks í Finnlandi í dag, 27-29. Haukar unnu einvígið, 64-53.

Uppgjörið: Haukar - Cocks 35-26 | Haukar fara með gott veganesti til Finnlands
Haukar fóru með afar sannfærandi 35-26 sigur af hólmi þegar liðið fékk finnska liðið Riihimäki Cocks í heimsókn á Ásvelli í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta karla í kvöld.

Haukar unnu einvígið með 35 marka mun
Silfurlið síðasta tímabils í Olís-deild kvenna, Haukar, er komið áfram í 2. umferð EHF-bikars kvenna í handbolta eftir þrettán marka sigur á Eupen frá Belgíu, 30-17.

Valskonur flugu áfram í aðra umferðina
Íslandsmeistarar Vals eru komnir í 2. umferð EHF-bikars kvenna í handbolta eftir sigur á Zalgiris Kaunas í dag, 34-28.

Risasigrar hjá Val og Haukum
Íslandsmeistarar Vals og Haukar eru svo gott sem komnir áfram í 2. umferð EHF-bikars kvenna í handbolta. Liðin unnu bæði stórsigra í dag.

„Stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf“
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, kveðst enn vera að ná sér niður eftir sögulegan árangur liðsins sem náðist með sigri á Olympiakos í Evrópuúrslitum um helgina.

Utan vallar: Þegar góðu gæjarnir koma fyrstir í mark
Stundum er sagt að góðu gaurarnir komi síðastir í mark. Það á þó ekki alltaf við eins og sannaðist þegar Valur vann EHF-bikarinn á laugardaginn.

Fyrirliðar Vals enda ferilinn á toppnum
Fyrirliðar Vals, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, tóku við Evrópubikarnum í sameiningu í gær og hafa báðir ákveðið að enda ferilinn á hápunkti.

Uppgjörið: Olympiacos-Valur 31-27 [4-5] | Valsmenn Evrópubikarmeistarar eftir sigur í vítakeppni
Olympiacos vann leikinn 27-31 en Valur vann heimaleikinn einnig með fjórum mörkum og það þurfti vítakeppni til að krýna Evrópubikarmeistara. Valur skoraði úr öllum fimm vítunum en Savvas Savvas klikkaði á síðasta vítinu.

Afmælisbarnið klárt í slaginn eftir alls konar bras
Valur er 60 mínútum frá fyrsta Evróputitli í sögu íslensks handbolta. Afmælisbarn gærdagsins, Björgvin Páll Gústavsson, er eðlilega spenntur fyrir leik Vals við Olympiakos í Aþenu í dag.

Bullurnar mæta með læti
Búast má við hátt í tólf þúsund manns í stúkunni þegar Valur mætir Olympiakos í síðari úrslitaleik liðanna um EHF-bikarinn í handbolta á morgun í Aþenu. Bullurnar á bandi heimamanna verða á svæðinu.

Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Olympiacos 30-26 | Einum leik frá Evróputitli
Valsmenn eru með fjögurra marka forystu í úrslitaeinvígi Evrópubikars karla í handbolta eftir sigur gegn gríska liðinu Olympiacos í kvöld, 30-26.

„Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi“
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ánægður með fjögurra marka sigur gegn Olympiacos 30-26. Valur er úr leik í Íslandsmótinu og því verður næsti leikur liðsins seinni leikurinn gegn Olympiacos eftir viku.

„Ef við þolum þann þrýsting sem verður í Grikklandi eigum við skilið að verða Evrópumeistarar“
Valur vann fjögurra marka sigur 30-26 gegn Olympiacos í úrslitaleik Evrópubikarsins á Hlíðarenda. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var ánægður með sigurinn en var með báðar fætur niður á jörðinni þar sem liðin eiga eftir að mætast í Grikklandi.

„Umgjörðin er bara engu lík, gæsahúð að hlaupa inn á völlinn“
Eftir vonbrigði í vikunni býður handboltaliði Vals heldur betur spennandi og krefjandi verkefni þegar liðið leikur til úrslita Evrópubikarsins gegn Olympiacos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda í kvöld, einvíginu lýkur svo í Grikklandi eftir viku.

„Þurfum bara okkar besta leik í vetur“
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði liðið þurfa að sýna sitt allra besta þegar Olympiacos mætir á Hlíðarenda í kvöld og fyrri leikur liðanna í úrslitum Evrópubikarsins fer fram.

Blaðamannafundur fyrir úrslitaleik Vals í Evrópubikarnum
Það er mikið undir hjá Valsmönnum um helgina og þeir hittu fjölmiðlamenn í aðdraganda eins stærsta leiks í sögu félagsins.

„Annað hvort gera þeir eins og Man. City eða eins og Liverpool“
Það eru spennandi tímar fram undan hjá karlaliði Vals í handknattleik.

Valsmenn spila fyrri leikinn á heimavelli
Valsmenn þurfa tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í Grikklandi takist þeim að vinna úrslitaeinvígi EHF-bikarsins í handbolta.

Valsmenn fyrstir í úrslit Evrópukeppni í 44 ár
Valur er kominn í úrslit EHF-bikars karla í handbolta eftir sigur á Minaur Baia Mare í Rúmeníu í dag, 24-30. Valur mætir Olympiacos frá Grikklandi í úrslitum í næsta mánuði.

Ættingjarnir ábyggilega þreyttir á manni
„Ættingjarnir eru ábyggilega orðnir þreyttir á því að maður sé að reyna selja þeim fullt af hlutum,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals í handbolta sem hefur, líkt og aðrir leikmenn liðsins, þurft að grípa til ýmissa leiða til að fjármagna Evrópuævintýri liðsins í ár.

„Mun stærri sigur en ég bjóst við“
Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare með átta mörkum í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópubikar EHF í kvöld. Það var einstaklega góð stemning og umgjörð kringum leikinn í kvöld og var Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, stoltur af leikmönnum sem og stuðningsfólki.