Málefni fatlaðs fólks

Fréttamynd

Boða til samstöðufundar með Yazan

Landssamtökin Þroskahjálp, Duchenne Samtökin á Íslandi, Réttur barna á flótta og Einstök börn hafa boðað til samstöðufundar með Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm sem vísa á úr landi. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­koman eftir flogið niður­lægjandi og meiðandi

Unnur Hrefna Jóhannsdóttir er ósátt við viðbrögð starfsfólks á veitingastað í Smáralind þar sem hún fékk flog í gærkvöldi. Unnur Hrefna segist hafa sótt staðinn reglulega um árabil og hafa fengið þar flog tvisvar áður. Aldrei hafi viðbrögðin verið eins og í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrar góðar á­stæður til að svindla á örorkukerfinu

Allt frá blautu barnsbeini vissi ég nákvæmlega hvert ég vildi stefna í lífinu, ég vildi vaða í seðlum án þess að vinna neitt og vera laus við allt vesen og stress. Ég áttaði mig aldrei á af hverju fólk væri að leggja á sig að fara í nám til að læra einhverja iðn eða stefna á háskólanám, bæði með tilheyrandi kostnaði og álagi. Nei, ég ætlaði sko ekki að strita og púla að óþörfu. Ég ákvað að redda mér örorkumati og lifa ljúfa lífinu án þess að lyfta fingri.

Skoðun
Fréttamynd

Endur­skoðun á hjálpar­tækja­hug­takinu

Þann 14. maí síðastliðinn stóð Heilbrigðishópur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir hádegismálþingi með yfirskriftinni „Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu”. Brýn þörf er á endurskoðun á hugtakinu. En hvers vegna?

Skoðun
Fréttamynd

Ein­stakt tæki­færi til listnáms í Mynd­lista­skólanum í Reykja­vík fyrir ein­stak­linga með þroskaskerðingu

Myndlistaskólinn í Reykjavík býður fjölbreytt listnám á framhaldsskólastigi og nám á fjórða hæfnisstigi sem brúar bil milli framhaldsskóla- og háskólastigs. Einnig hefur skólinn í allmörg ár boðið einstaklingum með þroskaskerðingu eins árs diplómanám. Í listsköpun birtast oft hæfieikar einstaklinga sem hið hefðbundnda skólakerfi hefur ekki náð að draga fram.

Skoðun
Fréttamynd

Yazan bíður enn svara

Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins.

Innlent
Fréttamynd

Verð­mæti Döff kjós­enda

Á kjördag sitja allir við sama borð, ungir sem aldnir, Döff sem heyrandi, ófatlaðir sem fatlaðir. Samfélagið er eitthvað sem við öll mótum og byggjum upp saman. Með atkvæði þínu ertu að hafa áhrif á framtíðina. Þú velur þann flokk sem þér finnst bestur og sem þú telur þjóna hagsmunum þínum og þjóðarinnar best.

Skoðun
Fréttamynd

Sann­gjarnt líf­eyris­kerfi: Það er dýrara að vera fatlaður

Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar verði það samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Má ég taka þátt... í lífinu?

Má ég taka þátt... i lífinu? er yfirskrift hádegisfundar ÖBÍ réttingasamtaka þar sem fjallað verður um endurskoðun hjálpartækjahugtaksins. Fundurinn stendur frá klukkan 12 til 13:30 og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. 

Innlent
Fréttamynd

Má ég taka þátt … í lífinu?

Heilbrigðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir hádegisfundi um endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu 14. maí á Hótel Grand, milli 12:00 og 13:30. Þar mun Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, flytja erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Skoðun
Fréttamynd

„Mig langaði bara að drepa þennan mann“

Hörður Þór Rúnarsson var sjö ára gamall þegar hann varð fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu eldri manns. Maðurinn varð uppvís að því að hafa einnig brotið á tveimur öðrum drengjum. Þar sem maðurinn var frá upphafi talinn andlega vanheill og þar með ósakhæfur fór málið aldrei fyrir dóm.

Innlent
Fréttamynd

Senda á ellefu ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi

Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðar­sátt líka fyrir fatlað fólk

1.maí er mikilvægur dagur í kjarabaráttu íslensks verkafólks þar sem vakin er athygli á þeim kaupum og kjörum sem vinnandi fólk fær fyrir starfsframlag sitt.Allt gott og blessað við það. En hverjir láta sig kaup og kjör fatlaðs fólks varða?

Skoðun
Fréttamynd

Von­brigði fyrir þá verst settu

Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um örorkulífeyri almannatrygginga. Miðar hún að því að bæta núverandi kerfi sem er hrein martröð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Því miður þekki ég það vel sjálfur, eftir 26 ára reynslu af kerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hjóla­stólinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins

Brosið fer ekki af ungri konu, sem glímir við erfiða fötlun á Eyrarbakka. Ástæðan er sú að hún er komin með hjólastólinn sinn í "tengdamömuboxið" uppi á topp bílsins síns og ýtir bara á takka á fjarstýringu til að fá stólinn niður til sín.

Innlent
Fréttamynd

Al­þjóð­legi leið­sögu­hunda­dagurinn

Í vikunni fögnuðum við alþjóðadegi leiðsöguhunda. Á síðasta miðvikudegi hvers apríl mánaðar er þessum mikilvæga degi fagnað í tilefni þess að árið 1989 voru stofnuð samtök sem fengu nafnið International Guide Dog Federation.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt skref en megi gera betur

Öryrkjar munu hafa meira svigrúm til að afla sér tekna án þess að lífeyrir verði skertur nái frumvarp félagsmálaráðherra fram að ganga. Varaformaður ÖBÍ segir þetta mikilvægt skref en að gera megi betur.

Innlent
Fréttamynd

„Ég skal verða mamma einn daginn“

Alda Björk Guðmundsdóttir er 33 ára kona á einhverfurófi sem á sér þann draum heitastan að verða móðir. Undanfarin þrjú ár hefur hún reglulega gengist undir frjósemismeðferðir í von um að draumurinn rætist en án árangurs. Hún er staðráðin í að halda áfram og fer sínar eigin leiðir til að fjármagna meðferðirnar. 

Lífið
Fréttamynd

Er fatlað fólk í geymslunni þinni?

Dót og glingur í geymslum landsmanna er eflaust jafn fjölbreytt og fjölskyldur í landinu eru margar. Ég ætla þó að vera svo djarfur að fullyrða að í öllum geymslum má finna að minnsta kosti einn hlut sem ekki hefur litið dagsins ljós í mörg ár þrátt fyrir ítrekuð loforð um úrbætur, t.d. ketilbjöllurnar sem voru keyptar á covid tímanum.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnu­markaður án að­greiningar, útópía nú­tíma­stefnu

Nýlega sendi Múlalundur frá sér tilkynningu um breytingar á rekstri sem felast m.a. í því að öllum starfsmönnum með skerta starfsgetu verði sagt upp. Ástæða þessara breytinga var sögð vera stefna Sameinuðu þjóðanna um að vinnumarkaður eigi að vera staður án aðgreiningar og allir þurfi að fá tækifæri til þess að starfa á almennum vinnumarkaði óháð færni.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­aftur­kræf mis­tök

Að undanförnu hafa borist fréttir af því að Múlalundi verði lokað. Múlalundur er starfræktur á vegum SÍBS á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ og er m.a. vinnustaður fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Hjá Múlalundi eru framleiddar vörur sem flest okkar nota í daglega lífinu. Áform um að loka þessum vinnustað eru afar sorleg að mínu mati og í raun hef ég áhyggjur af því að hér sé verið að gera óafturkræf mistök.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum íþróttastarf fyrir fötluð börn

Aðeins 4% fatlaðra barna eru virk í starfi hjá íþróttahreyfingunni. Þeirri stöðu verður að breyta. Eldhugar innan íþróttahreyfingarinnar og samtaka foreldra fatlaðra barna hafa tekið málið föstum tökum í verkefninu „Allir með“, sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru kjara­samningar ör­yrkja?

Íslenskum verkalýðsfélögum hefur gengið ágætlega að ná fram launahækkunum og ýmsum öðrum kjarabótum í samningum upp á síðkastið. Það er mikið fagnaðarefni.

Skoðun