Landslið kvenna í handbolta

Fréttamynd

„Al­sæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“

Síðasta verk Steinunnar Björnsdóttur á glæsilegum landsliðsferli sínum var að tryggja liðinu farseðil á lokakeppni heimsmeistaramótsins en Steinunn og liðsfélagar hennar gerðu það með því að sigra Ísrael örugglega í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á mótinnu. 

Handbolti
Fréttamynd

„Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“

Arnar Pétursson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í handbolta inn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi seinna á þessu ári. Íslenska liðið tryggði sér þátttökurétt á HM með því að leggja Ísrael að velli en Arnar segir leikmenn sína hafa setið undir svívirðrilegum og einkar ósanngjörnum ásökunum í aðdraganda leiksins. 

Handbolti
Fréttamynd

Steinunn hætt í lands­liðinu

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, kvaddi landsliðið í kvöld í leik þar sem íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti á heimsmeistaramótinu í desember.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Ísrael - Ís­land 21-31 | Ís­lenska liðið á leið á sitt þriðja stór­mót í röð

Ísland vann tíu marka sigur þegar liðið mætti Ísrael á Ásvöllum í kvöld í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna sem haldið verður í Hollandi og Þýskalandi í nóvember og desember síðar á þessu ári. Íslenska liðið er þar af leiðandi á leiðinni á sitt þriðja stórmót í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð

Á meðan tugir þjóða etja kappi í umspili um sæti á HM í handbolta vandræðalaust um alla álfuna á sér stað heljarinnar skrípaleikur hérlendis vegna andstæðings Íslands. Kominn er tími til að hin alþjóðalega íþróttahreyfing taki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni. Nóg er komið af öskrandi mótsögnum og tvískinnungi þegar kemur að þátttöku liða frá ríkinu á alþjóðavísu.

Handbolti
Fréttamynd

Snið­ganga var rædd innan HSÍ

„Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur.

Handbolti
Fréttamynd

„Við völdum okkur ekki and­stæðinga“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti.

Handbolti
Fréttamynd

Landsliðskonum borist skila­boð og sagðar styðja Ísrael

Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn.

Handbolti
Fréttamynd

Skiptir úr sál­fræðinni í Duolingo

„Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Geta í­þróttir bjargað manns­lífum?

Þann 9. og 10. apríl fara fram hér á landi tveir landsliðsleikir Íslands og Ísraels í handbolta. Þegar þetta er skrifað er fátt sem bendir til þess að íslensku landsliðskonurnar íhugi að sniðganga leikinn til að mótmæla yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels á Palestínufólki.

Skoðun
Fréttamynd

Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM

Íslenski leikstjórnandinn Elín Klara Þorkelsdóttir stóð sig vel á sínu fyrsta stórmóti fyrr í þessum mánuði en þessi snaggaralega handboltakona átti líka eitt af flottustu mörkum Evrópumóts kvenna í handbolta í ár.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­land keppir við Ísrael um sæti á HM

Í dag lýkur Evrópumóti kvenna í handbolta og um leið fengu Íslendingar að vita hver verður mótherji Íslands í baráttunni um að komast á næsta stórmót; HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi.

Handbolti