Belgíski boltinn

Fréttamynd

„Langaði að koma aftur til Evrópu eftir að fóstur­pabbi minn dó“

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var til viðtals í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football. Þar fór hann yfir tímabilið með Eupen í Belgíu en liðið féll úr efstu deild á nýafstöðu tímabili. Þá ræddi hann ástæðu þess að hann vildi spila aftur í Evrópu eftir veru hjá D.C. United í Bandaríkjunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr þakk­látari fyrir ó­­­trú­­legustu hluti: „Búið að vera erfitt“

Fjarri fjöl­skyldu sinni vann knatt­spyrnu­þjálfarinn Freyr Alexanders­son mikið af­rek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunar­verk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjöl­skyldu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég er ekki krafta­verka­maður“

„Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knatt­spyrnu­þjálfarinn Freyr Alexanders­son sem vann mikið af­rek með liði Kortrijk í belgísku úr­vals­deildinni. Af­rek sem gerir Frey að afar eftir­sóttum þjálfara og á hann mikil­vægan fund í dag með stjórn fé­lagsins. Freyr segist ekki vera krafta­verka­maður eins og margir halda fram.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Lucas á leið til Belgíu

Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir frá Danmörku þar sem hann spilar nú. Gangi skiptin eftir þá verður hann dýrasti leikmaður sem Lyngby selur frá upphafi.

Fótbolti
Fréttamynd

Þórir hélt Braunschweig uppi og gerði Sveini greiða

Þórir Jóhann Helgason reyndist hetja Braunschweig í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Wehen Wiesbaden og tryggði sér áframhaldandi veru í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Um leið hjálpaði hann Hansa Rostock, liði Sveins Arons Guðjohnsen.

Fótbolti
Fréttamynd

Læri­sveinar Freys felldu Guð­laug Victor og Al­freð Finn­boga

Freyr Alexandersson og hans lærisveinar í KV Kortrijk unnu 1-0 sigur á Eupen í fallriðli belgísku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Það þýðir að Íslendingalið Eupen er fallið en Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í dag á meðan Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur lagði upp mark

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson átti mikilvæga stoðsendingu þegar Leuven vann Standard Liege í belgísku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­lendingarnir nálgast fallið

Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp mark í leik Eupen í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en það dugði skammt í 2-1 tapi. Liðið nálgast fall úr deildinni.

Fótbolti