Belgíski boltinn

BBC gefur í skyn að draumur Freys gæti ræst
Freyr Alexandersson gæti orðið næsti knattspyrnustjóri velska félagsins Cardiff, sem leikur í næstefstu deild Englands.

Lagði upp mark tveimur mínútum eftir að hann kom inn á
Andri Lucas Guðjohnsen lét til sín taka þegar Gent sigraði Club Brugge, 2-4, í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Alfreð að leita sér að nýju félagi
Alfreð Finnbogason mun ekki spila áfram með belgíska félaginu Eupen og er að leita sér að nýju félagi.

Andri Lucas klikkaði á víti og var tekinn af velli
Andri Lucas Guðjohnen og félagar í Gent náðu ekki að vinna Antwerp á heimavelli í belgísku úrvalsdeildinni i dag.

Fullyrða að Jón Dagur sé á leið til Þýskalands
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er á leið til þýska félagsins Hertha Berlin ef marka má heimildir vefmiðilsins 433.is.

Atli Barkar spenntur fyrir næsta kafla
Vinstri bakvörðurinn Atli Barkarson er genginn í raðir belgíska B-deildarliðsins Zulte Waregem. Hann segist spenntur fyrir þessum næsta kafla á ferli sínum.

Atli Barkarson á leið til Belgíu
Atli Barkarson, leikmaður Sönderjyske í Danmörku, er á leið í belgíska boltann. Þar mun hann ganga í raðir B-deildarliðsins Zulte-Waregem.

Freyr stýrði Kortrijk til sigurs á útivelli en mark dæmt af Orra
Kortrijk vann í dag frábæran útisigur í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta og þar með sinn fyrsta sigur á nýrri leiktíð. Það gekk ekki eins vel hjá Íslendingaliði FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni

Jón Dagur kom inn af bekknum og skoraði
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum í 3-1 sigri Oud-Heverlee Leuven á Genk í belgísku deildinni.

Andri Lucas kláraði lærisveina Freys
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði eina mark leiksins er Gent vann sterkan 1-0 útisigur gegn Frey Alexanderssyni og lærisveinum hans í Kortrijk í fyrstu umferð belgísku úrvalsdeildarinnar í dag.

„Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“
Markvörðurinn Patrik Gunnarsson er genginn til liðs við belgíska félagið Kortrijk þar sem hann mun spila undir stjórn Freys Alexanderssonar. Hann kveður Noreg með söknuði en segir markmiðum sínum þar í landi náð og tímabært að taka næsta skref.

Patrik í faðm Freys
Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er genginn í raðir belgíska liðsins Kortrijk frá Viking í Noregi.

Patrik mun verja mark Freys og félaga
Norska liðið Viking greinir frá því á heimasíðu sinni að liðið hafi náð samkomulagi við belgíska félagið Kortrijk um kaupverð á markverðinum Patrik Sigurði Gunnarssyni.

Íslenskur markvörður orðaður við Frey og félaga
Belgískir fjölmiðlar halda áfram að orða íslenska knattspyrnumenn við belgíska efstu deildarfélagið KV Kortrijk. Það kemur ef til vill ekki á óvart þar sem Freyr Alexandersson sótti fjölda Íslendinga til Lyngby þegar hann var þar.

Rak mann og annan á innan við tveimur vikum
Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil.

Andri Lucas: „Fyrir ári síðan var maður bara á bekknum í Svíþjóð“
Andri Lucas Guðjohnsen hefur lengi verið í sviðljósinu sem einn af efnilegri knattspyrnumönnum Íslands. Hann sprakk út á nýliðnu tímabili með danska félaginu Lyngby og var seldur fyrir metfé til Gent í Belgíu.

Neita að halda landsleik gegn Ísrael á þjóðarleikvanginum
Borgarstjórn Brussel, höfuðborgar Belgíu, hefur af öryggisástæðum bannað belgíska knattspyrnusambandinu að halda landsleik gegn Ísrael á King Baudouin þjóðarleikvanginum.

„Langaði að koma aftur til Evrópu eftir að fósturpabbi minn dó“
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var til viðtals í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football. Þar fór hann yfir tímabilið með Eupen í Belgíu en liðið féll úr efstu deild á nýafstöðu tímabili. Þá ræddi hann ástæðu þess að hann vildi spila aftur í Evrópu eftir veru hjá D.C. United í Bandaríkjunum.

Kynntu Andra Lucas til leiks með dramatísku myndbandi
Belgíska úrvalsdeildarliðið Gent hefur staðfest kaupin á Andra Lucasi Guðjohnsen frá Lyngby í Danmörku.

Segja að Lyngby hafi selt Andra Lucas til Gent fyrir metverð
Tipsbladet í Danmörku greinir frá því að Lyngby hafi selt íslenska landsliðsframherjann Andra Lucas Guðjohnsen til Gent fyrir metverð.

Freyr þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti: „Búið að vera erfitt“
Fjarri fjölskyldu sinni vann knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson mikið afrek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunarverk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjölskyldu sinni.

Uppáhaldsfólkið í stúkunni þegar markadrottningin var verðlaunuð
Íslenska landsliðskonan Diljá Ýr Zomers varð markadrottning belgísku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.

„Ég er ekki kraftaverkamaður“
„Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram.

Þrenna í uppbótartíma hélt lærisveinum Freys uppi í úrvalsdeild
Lærisveinar Freys Alexanderssonar í KV Kortrijk tókst með ótrúlegum hætti að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni eftir 4-2 sigur gegn Lommel þar sem þrenna var skoruð í uppbótartíma.

Diljá skoraði í sjö marka sigri í lokaumferðinni
Diljá Ýr Zomers endaði tímabilið í belgísku úrvalsdeildinni með því að skora eitt af sjö mörkum OH Leuven í 7-0 sigri gegn KAA Gent.

Andri Lucas á leið til Belgíu
Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir frá Danmörku þar sem hann spilar nú. Gangi skiptin eftir þá verður hann dýrasti leikmaður sem Lyngby selur frá upphafi.

Lærisveinar Freys einum leik frá því að takast hið ómögulega
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í KV Kortrijk unnu mikilvægan 1-0 sigur er liðið heimsótti Lommel í umspili um laust sæti í efstu deild Belgíu í kvöld.

Jón Dagur kom inn af bekknum og bjargaði stigi
Jón Dagur Þorsteinsson reyndist hetja OH Leuven er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn St. Truiden í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Van Dijk með þrennu og Diljá tvennu í stórsigri Leuven
Diljá Ýr Zomers var á skotskónum fyrir OH Leuven í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld er liðið vann 5-2 útisigur gegn Genk í kvöld.

Þórir hélt Braunschweig uppi og gerði Sveini greiða
Þórir Jóhann Helgason reyndist hetja Braunschweig í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Wehen Wiesbaden og tryggði sér áframhaldandi veru í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Um leið hjálpaði hann Hansa Rostock, liði Sveins Arons Guðjohnsen.