JBT Marel

Fréttamynd

Seðla­bankinn og Kaup­höll­in stig­u inn í við­ræð­ur Mar­els og JBT

Kauphöllin og Fjármálaeftirlit Seðlabankans sagði stjórnendum Marels hinn 24. nóvember að það yrði að upplýsa um hver hefði lagt fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu um tilboð í félagið. Ekki væri nóg að greina einungis frá tilvist þess. Í kjölfarið var tilkynnt til Kauphallarinnar að John Bean Technologies (JBT) væri tilboðsgjafinn en fyrirtækin tvö áttu í óformlegum viðræðum um samruna á árunum 2017 og 2018.

Innherji
Fréttamynd

Skúli Hrafn kemur nýr inn í stjórn Eyris Invest fyrir LSR

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, einn stærsti hluthafi Eyris Invest, hefur ákveðið að tilnefna einn af sjóðstjórum sínum í stjórn fjárfestingafélagsins. Eyrir er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel með um fjórðungshlut og hefur veitt óafturkallanlegt samþykki sitt um að samþykkja yfirtökutilboð sem JBT áformar að leggja formlega fram síðar í þessum mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir stækkuðu stöðuna í Marel og fara með um 40 prósenta hlut

Íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum þeir stærstu, juku lítillega við hlutabréfastöðu sína í Marel í fyrra á afar sveiflukenndum og krefjandi tímum á markaði en að teknu tilliti til óbeins eignarhlutar í Eyri Invest fara sjóðirnir núna með samanlagt um fjörutíu prósenta hlut í félaginu. Bandaríska fyrirtækið JBT áformar að gera formlegt yfirtökutilboð í Marel í næsta mánuði en það er meðal annars háð skilyrði um samþykki að lágmarki 90 prósent hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

Sam­komu­lag í höfn um skil­­mála yfir­­töku­til­­boðs JBT í allt hluta­­fé í Marel

Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur JBT vera eitt þeirra fé­laga sem „passar best“ til að sam­einast Marel

Markaðirnir sem Marel starfar á eru enn afar skiptir og því „nauðsynlegt“ fyrir  félagið að taka þátt í þeirri samrunaþróun sem er fyrirsjáanleg, að sögn stjórnarformanns Eyris Invest, sem er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel og hefur stutt áform JBT um sameiningu fyrirtækjanna. Fjárfestingafélagið veitti óafturkallanlegt samþykki sitt við fyrsta tilboði JBT síðasta haust, sem er sagt hafa verið „mun hagfelldara“ en aðrir kostir í stöðunni fyrir Eyri, enda hafi þá verið óvissa um vilja og getu allra hluthafa til þátttöku í stórri hlutafjáraukningu á miklum afslætti af innra virði.

Innherji
Fréttamynd

Nýr for­stjóri bregst við gagn­rýni fjár­festa og lækkar veru­lega af­komu­spá Marel

Nýr forstjóri Marel hefur komið til móts við gagnrýni fjárfesta um óraunhæf rekstrarmarkmið með því að lækka talsvert afkomuspá félagsins fyrir þetta ár og segir að fyrsti fjórðungur „verði þungur“ vegna krefjandi markaðsaðstæðna. Framlegðarhlutfall Marel var lítillega undir væntingum greinenda á síðasta fjórðungi 2023 á meðan nýjar pantanir jukust meira en gert var ráð fyrir auk þess sem félagið skilaði verulega bættu sjóðstreymi sem gerði því kleift að létta á skuldsetningu.

Innherji
Fréttamynd

Krefjandi markaðs­að­stæður setji á­fram mark sitt á af­komu Marels

Horfur eru á að krefjandi markaðsaðstæður muni áfram setja mark sitt á afkomu Marel. Greinendur búast almennt við því að afkoma fyrirtækisins muni dragast saman á milli ára á fjórða ársfjórðungi og að framlegðarhlutfall verði rétt undir tíu prósentum. Marel  mun birta uppgjör eftir lokun markaða á morgun.

Innherji
Fréttamynd

Arion freistar þess að selja um tíu prósenta hlut bankans í Eyri Invest

Arion leitar nú að áhugasömum fjárfestum til að kaupa allan eignarhlut bankans í Eyri Invest en fjárfestingafélagið er langsamlega stærsti hluthafi Marel sem á núna í formlegum viðræðum um samruna við John Bean Technologies. Þrír mánuðir eru síðan Arion leysti til sín samanlagt nálægt tíu prósenta hlut sem var áður í eigu feðganna Árna Odds Þórðarson, þáverandi forstjóra Marel, og Þórðar Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eyris í meira en tvo áratugi, en Árni Oddur leitar nú leiða til að komast að nýju yfir þau bréf í gegnum nýtt fjárfestingafélag sem hann fer fyrir.

Innherji
Fréttamynd

„Enginn bar­lóm­ur“ en án Mar­els tefst upp­færsl­a hjá MSCI

Fari svo að bandaríska fyrirtækið John Bean Technologies (JBT) kaupi Marel mun það tefja ferlið við að komast upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu MSCI. „Það er enginn barlómur í okkur. Við erum áfram í dauðafæri en þetta tefur að líkindum verkefnið eilítið,“ segir forstjóri Kauphallarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­magn flæddi í hluta­bréfa­sjóði á síðasta mánuði ársins

Eftir nánast samfellt útflæði úr hlutabréfasjóðum um langt skeið varð viðsnúningur á síðasta mánuði ársins 2023 þegar fjárfestar settu talsvert fjármagn í slíka sjóði samhliða því að hlutabréfamarkaðurinn fór á mikið flug. Á sama tíma var hins vegar ekkert lát á áframhaldandi sölu fjárfesta í blönduðum sjóðum og skuldabréfasjóðum.

Innherji
Fréttamynd

ING telur að samningur JBT um yfir­töku á Marel sé í höfn

Greinendur hollenska bankans ING telja að líkur á samruna Marels við John Bean Technologies (JBT) hafi aukist verulega með nýju tilboði og að samningur sé í höfn. Fjárfestingabankinn JP Morgan bendir hins vega á að 90 prósent hluthafa Marels þurfi að samþykkja tilboðið og það gæti gert samruna vandasamri.

Innherji
Fréttamynd

Hækka enn til­boð sitt í Marel og reikna með um 20 milljarða kostnaðar­sam­legð

Stjórn Marel hefur fallist á að hefja formlegar viðræður um samruna við John Bean Technologies, sem það telur „góð rök“ fyrir, eftir að bandaríska félagið kom með uppfært og hærra verðtilboð. Greinandi Citi telur líklegt að viðskiptin gangi eftir og hlutabréfaverð Marel, ásamt öðrum félögum á markaði, hefur rokið upp en stjórnendur JBT telja að sameining félaganna geti skilað sér í kostnaðarsamlegð upp á meira en 125 milljónir Bandaríkjdala. 

Innherji
Fréttamynd

Virkir sjóðstjórar lutu í lægra hald fyrir vísi­tölum í krefjandi að­stæðum

Að baki er krefjandi ár fyrir stjórnendur hlutabréfasjóða í virkri stýringu. Slíkir sjóðir, fyrir utan einn, skiluðu lakari ávöxtun fyrir sjóðsfélaga sína í samanburði við Úrvalsvísitöluna. Kjarna má árið 2023 fyrir sjóðstjóra að landslagið hafi breyst nokkuð oft með fjölda stórra atburða og ýktum sveiflum á stöku hlutabréfum og markaðnum í heild.

Innherji
Fréttamynd

Telur ó­víst með sam­runa við JBT og mælir ekki lengur með kaupum í Marel

Bandaríski stórbankinn Citi ráðleggur fjárfestum ekki lengur að bæta við sig í Marel samkvæmt nýju verðmati, heldur að halda í bréfin, og telur sennilegt að íslenskir lífeyrissjóðir verði tregir til að samþykkja mögulegt tilboð John Bean Technologies (JBT) í allt hlutafé Marel. Stjórnendur JBT hafa nú aðeins þrjá daga til stefnu til að lýsa því yfir hvort félagið hyggist gera formlegt yfirtökutilboð í Marel.

Innherji
Fréttamynd

Til­boð JBT kom hluta­bréfa­markaðnum á flug

Hlutabréfamarkaðurinn, sem er góðri siglingu, þurfti afgerandi jákvæð skilaboð til að komast úr hjólförum sem hann var fastur í en umtalsverðar lækkanir höfðu einkennt gengisþróunina lengst af á árinu sem var að líða. Þau fékk hann með yfirtökutilboði frá JBT í Marel fyrir skemmstu og jákvæðum tóni í kjaraviðræðum. Frá þeim tíma hefur mikil stemning ríkt á markaðnum.

Innherji
Fréttamynd

JBT fær tveggja vikna frest

Marel hefur verið upplýst um að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi veitt JBT tveggja vikna framlengingu á fresti til þess að birta lokaákvörðun um hvort það hyggist gera yfirtökutilboð í Marel.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfir­taka á Marel gæti „heft“ upp­færslu á markaðnum hjá vísi­tölu­fyrir­tækjum

Verði af yfirtöku bandaríska fyrirtækisins JBT á Marel er hætt við því að það myndi „hefta“ frekari hækkun á gæðaflokkun íslenska markaðarins hjá alþjóðlegum vísitölufyrirtækjum, að sögn forstjóra Kauphallarinnar, enda sé ólíklegt að þau myndu telja íslensku kauphöllina vera heimamarkað sameinaðs félags. Stjórnendur Kauphallarinnar hafa haft væntingar um að markaðurinn gæti fengið uppfærslu í flokk nýmarkaðsríkja hjá MSCI á árinu 2024.

Innherji
Fréttamynd

Sann­færður um „veru­lega“ sam­legð af mögu­legri sam­einingu Marel og JBT

Uppfærð viljayfirlýsing um mögulegt tilboð John Bean Technologies (JBT) í allt hlutafé Marel, sem er hækkað um átta prósent frá fyrra boði, gerir ráð fyrir sambærilegu gengi og erlendir greinendur eru að verðmeta íslenska félagið á um þessar mundir. Forstjóri JBT segist sannfærður um að mögulegur samruni muni hafa í för með sér „verulega“ samlegð fyrir bæði félög sem hluthafar ættu að njóta góðs af en hlutabréfaverð Marels hefur rokið upp í fyrstu viðskiptum á markaði í morgun.

Innherji