Málefni fjölbýlishúsa

Fréttamynd

Ekki allir sam­mála um magn jóla­skreytinga eða lita­val

Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins segir að á þessum árstíma fjölgi alltaf fyrirspurnum til félagsins um skreytingar við hús. Fólk velti því fyrir sér hversu mikið megi skreyta og hvort eitthvað sé of mikið. Þá sé einnig kvartað yfir of miklum skreytingum og spurt um reglur um til dæmis samræmdar skreytingar og kostnað við skreytingarnar.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­eignar­hús og vá­tryggingar

Frá örófi alda hafa margs konar slys og ólán dunið yfir mennina og híbýli þeirra og gera enn. Tjón sem verða á fasteignum eða vegna þeirra geta orðið mikil og gríðarlega kostnaðarsöm fyrir eigendur. Húseigendafélagið fær oft og tíðum til sín eigendur fjöleignarhúsa sem velta því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að vátryggja fasteignir sínar.

Skoðun
Fréttamynd

Ná­grannar óskast!

Hversu vel þekkir þú nágranna þína? Bankar þú á næstu dyr og færð lánað lyftiduft þegar þú fattar í miðri köku að það er búið? Myndir þú biðja fólkið á efri hæðinni að vökva blómin þín meðan þú færir til Tene?

Skoðun
Fréttamynd

Skrúfaði titrarann í sundur til að forða ná­grönnum frá ó­næði

„Ég var búin að vera með hann í sambandi í tvo sólarhringa og ákvað að prófa að hlaða hann með hleðslutæki af boom-boxi, þá fór allt í gang. Það reyndist hins vegar ekki góð hugmynd því strax fóru hlutirnir úr böndunum,“ segir Kristrún Úlfarsdóttir um örlagarík endalok partýstjóra heimilisins í samtali við Vísi. Partýstjórinn er stærðarinnar titrari sem var kominn til ára sinna. 

Lífið
Fréttamynd

Sigurður Helgi Guð­jóns­son látinn

Sigurður Helgi Þorsteins Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður Húseigendafélagsins, er látinn. Hann lést 5. september síðastliðinn, 71 árs að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um í­búðir í ó­leyfi stoppar frekari fram­kvæmdir

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi, segir mikilvægt að byggingafulltrúi fái heimild til að skoða hús að Melgerði á Kársnesi áður en gefið verður leyfi til að byggja við húsið. Eigandi hefur óskað eftir leyfi til að stækka húsið þannig það verði tvær íbúðir. Skipulagsráð frestaði í vikunni afgreiðslu málsins.

Innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmdir í minni hús­fé­lögum

Við hjá Húseigendafélaginu fáum oft mál til okkar sem snúa að óformlegum ákvarðanatökum í húsfélögum og þýðingu þeirra. Koma þá upp spurningar hvort að aðrir eigendur hússins hafi samþykkt ákveðinn kostnað þrátt fyrir að ekki hafi verið haldinn formlegur húsfundur eins og lög um fjöleignarhús áskilja.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki fallist á að dyra­bjallan sé að fylgjast með ná­grannanum

Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið.

Innlent
Fréttamynd

Hús­fé­lagið má ekki klippa á tengil raf­virkja­meistara

Húsfélag fjölbýlishúss nokkurs hefur verið gert afturreka með kröfu sína um að einum íbúa hússins, sem er rafvirkjameistari, yrði bannað að nota einkatengil til hleðslu á bifreið hans í bílakjallara hússins. Húsfélagið krafðist þess einnig að því yrði eftir atvikum heimilt að klippa á tengilinn héldi eigandinn notkun hans áfram.

Innlent
Fréttamynd

Eru að­gangs- og öryggis­mál í fjöl­býlis­húsum í molum?

Það vakti athygli mína á dögunum að í frétt í Morgunblaðinu ráðlagði lögreglan íbúum í fjölbýlishúsum að huga vel að læsingum á geymslum og velja sér aðra staði til að geyma verðmæti. Það hlýtur að vera vond tilfinning að geta ekki geymt muni sína í eigin geymslu!

Skoðun
Fréttamynd

Tók sameignina á sig og lenti í Skattinum

Eigandi íbúðar í fjölbýlishúsi þarf að greiða tekjuskatt af greiðslum sem hann fékk frá húsfélagi hússins fyrir að sjá um sameign og sorpgeymslu. Hann kærði ákvörðun Ríkisskattstjóra þess efnis og sagðist vera beittur ranglæti og ráðstöfun fjár húsfélagins kæmi engum við. Yfirskattanefnd gaf lítið fyrir þau rök.

Innlent
Fréttamynd

Tímans tönn nagar hús: Um við­hald fjöl­eignar­húsa

Góður undirbúningur í hvívetna er mjög mikilvægur og einnig það að velja góðan og ábyrgan verktaka. Of mörg dæmi eru um viðhaldsframkvæmdir sem farið hafa illa af stað og endað illa og í flestum tilfellum er um að kenna slælegum undirbúningi og einnig röngu vali á verktökum.

Skoðun
Fréttamynd

Allt í háa­loft vegna blómakerja og tunnuskýlis

Kona hefur fengið álit Kærunefndar húsamála vegna tveggja stórra blómakerja og ruslatunnuskýlis sem nágrannar hennar settu upp. Nágrannarnir höfðu kært konuna til lögreglu eftir að hún færði blómakerin.

Innlent
Fréttamynd

Rólan telst sam­þykkt

Kærunefnd húsamál telur rólu á sameiginlegri lóð tveggja fjöleignarhúsa ekki þurfa samþykki 2/3 hluta eigenda húsanna. Rólan var samþykkt af einföldum meirihluta og telur nefndin það nóg.

Innlent
Fréttamynd

Hálku­slys

Þegar hálkuslys verða við hús er spurt um ábyrgð eigenda þeirra. Það er engin almenn skráð lagaregla um ábyrgð húseigenda vegna slíkra slysa. Hins vegar á ábyrgur húseigandi að vera vakandi gagnvart veðrabrigðum og slysagildrum.

Skoðun
Fréttamynd

Gert að breyta sól­pallinum í takt við teikningar frá 2006

Kærunefnd húsamála hefur úrskurðað að eiganda kjallaraíbúðar sem reisti sólpall út frá íbúð sinni verði að breyta sólpallinum í samræmi við teikningar frá árinu 2006. Sólpallurinn sé stærri en teikningar geri ráð fyrir og að breytingarnar verði gerðar á kostnað hans.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum í villta vestrinu“

Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs.

Innlent
Fréttamynd

Húsagi – Hús­reglur

Samkvæmt lögum um fjöleignarhús skal stjórn húsfélags semja og leggja fyrir húsfund reglur um hagnýtingu sameignar og séreigna að því marki sem það er unnt. Kveða lögin nánar á um það hvernig slíkar húsreglur skulu settar og hvaða fyrirmæli í þeim eigi að vera.

Skoðun
Fréttamynd

Bann við reykingum í fjöl­eignar­húsum?

Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka.

Skoðun
Fréttamynd

Byggingarfulltrúinn og skjólveggurinn

Oft snúa sér til Húseigendafélagsins eigendur fasteigna sem kvarta sáran yfir hegðun, háttsemi og ósóma nágranna sinna. Eru slík þrætuefni af ólíkum meiði, en algengt er að þau varði frágang á mörkum lóða. Því miður vill það stundum verða að menn telji sér heimilt að ákveða hvernig slíkum frágangi skuli háttað, og ganga til þess verks án samskipta við nágranna aðliggjandi lóðar.

Skoðun