
Evrópudeild karla í handbolta

Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld
Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun.

Fimm mismunandi Valsmenn markahæstir í Evrópuleikjum liðsins í vetur
Valsmenn unnu í gær sinn þriðja sigur í Evrópudeildinni á þessu tímabili og eiga enn góða möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslitin.

„Stemmningin var engu lík og þetta var úrslitaleikur sem við þrífumst á“
Valur vann sex marka sigur á Benidorm 35-29. Með sigrinum tók Valur ansi stórt skref í átt að sextán liða úrslitum. Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Vals, fimm mörk í kvöld og var ánægður með sigurinn.

Björgvin Páll: Stuðningurinn hélt okkur á tánum og gerði útslagið
Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var frábær í stórkostlegum sex marka sigri Vals 35-29. Björgvin Páll fékk skurð á hendina í síðasta leik en það kom ekki niður á hans leik þar sem hann varði 13 skot og skoraði 2 mörk.

„Þetta eru fáránleg forréttindi“
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega stoltur af sínu liði eftir öruggan sex marka sigur gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils og eiga enn góðan möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.

Umfjöllun og myndir: Valur - Benidorm 35-29 | Draumurinn um 16-liða úrslit lifir góðu lífi
Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 35-29. Með sigrinum stukku Valsmenn upp í þriðja sæti B-riðils og eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í 16-liða úrslitum.

Teitur skoraði tvö í öruggum Evrópusigri
Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir þýska stórliðið Flensburg er liðið heimsótti PAUC til Frakklands í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur og félagar unnu öruggan átta marka sigur, 21-29, en þetta var fjórði tapleukur PAUC í keppninni í röð.

Ystad bjargaði stigi gegn Ferencváros
Sænska liðið Ystads bjargaði stigi með seinasta skoti leiksins er liðið tók á móti Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 35-35, en stigið lyftir Ungverjunum upp fyrir Valsmenn í fjórða sæti B-riðils.

„Það eru skrambi margar dósir, Gaupi“
Það er í mörg horn að líta hjá Valsmönnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta karla í kvöld. Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og fylgdist með undirbúningnum.

Logi Geirs: Við verðum sem Íslendingar að mæta þarna og búa til geggjaða stemmningu
Valsmenn spila gríðarlega mikilvægan leik í Evrópudeildinni í kvöld en hann gæti ráðið mjög miklu um hvort Valsliðið komist áfram í sextán liða úrslitin.

„Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik“
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að leikurinn gegn Benidorm í kvöld sé úrslitaleikur fyrir liðið í baráttunni um að komast í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hann hefur gaman að því að greina óhefðbundinn leikstíl Spánverjanna.

„Eru kannski tvö óþægilegustu lið keppninnar að mætast“
„Ég er nú búinn að vera í eitt og hálft ár hérna hjá Val og mér finnst allt einhvernveginn vera úrslitaleikir,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, en liðið mætir Benidorm í mikilvægum leik í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld.

Björgvin brunaði á bráðamóttökuna: „Sé bara ofan í höndina á mér“
Björgvin Páll Gústavsson var illa útleikinn eftir sigur Vals á KA í Olís-deild karla í gærkvöld og þurfti að sauma fingrakjúku hans saman á sjúkrahúsi. Það kom sér vel að leiknum var flýtt, líkt og Björgvin hafði kallað eftir fyrr um daginn, þar sem hann gat brunað á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsmanna suður.

Mark Óðins með einkennisskotinu valið það flottasta í umferðinni
Óðinn Þór Ríkharðsson sýndi snilli sína þegar Kadetten Schaffhausen mætti Montpellier í Evrópudeildinni í handbolta í gær.

„Munurinn á atvinnumennsku og ekki-atvinnumennsku kom svolítið í ljós“
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat verið stoltur af sínu liði þrátt fyrir þriggja marka tap gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld.

Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena
Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap.

Ók 300 kílómetra til að fá áritanir Vals fyrir stórleikinn í kvöld
Valsmenn eiga fyrir höndum sannkallaðan stórleik í kvöld þegar þeir mæta Flensburg í Þýskalandi í Evrópudeildinni í handbolta.

Stiven með bestu skotnýtinguna meðal þeirra markahæstu í Evrópudeildinni
Valsmaðurinn Stiven Tobar Valencia er með bestu skotnýtingu af þrjátíu markahæstu leikmönnum Evrópudeildarinnar í handbolta.

Benedikt Gunnar óbrotinn
Benedikt Gunnar Óskarsson meiddist í blálokin á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi, þriðjudag. Óttast var að leikmaðurinn gæti verið ristarbrotinn en svo er ekki.

Kim Andersson agndofa yfir frammistöðu Arnórs Snæs
Flestir sem horfðu á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gær héldu ekki vatni yfir frammistöðu Arnórs Snæ Óskarssonar. Meðal þeirra var goðsögnin Kim Andersson.

„Við getum sjálfum okkur um kennt“
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32.

„Það var of stór biti að lenda fimm mörkum undir“
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með þriggja marka tap gegn Ystad á heimavelli 29-32.

Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals
Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik.

Arnór Snær: Sennilega minn besti leikur en hefði viljað sigur
Valur tapaði fyrir Ystad 29-32 í Evrópudeildinni í handbolta. Þrátt fyrir tap fór Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, á kostum og skoraði 13 mörk.

Umfjöllun og myndir: Valur - Ystad 29-32 | Arnór Snær stórkostlegur í naumu tapi
Valur tapaði fyrir Ystad, 29-32, þegar Svíþjóðarmeistararnir komu í heimsókn í 6. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Leikurinn var mjög jafn en slæm byrjun á seinni hálfleik varð Valsmönnum að falli.

Svona var blaðamannafundur Vals eftir tapið gegn Ystad
Valur mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti sænska liðinu Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 29-32.

Teitur og félagar enn á toppnum eftir öruggan sigur
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í þýska stórliðinu Flensburg unnu öruggan tólf marka sigur er liðið tók á móti Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 42-30.

Benidorm galopnaði Valsriðilinn með sigri gegn Kristjáni og félögum
Benidorm vann óvæntan eins marks sigur er liðið tók á móti franska liðinu PAUC í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 33-32.

„Mér finnst það léleg afsökun“
Mikið álag hefur verið á liði Vals sem verður án sterkra pósta er liðið mætir Ystad í Evrópudeildinni í handbolta klukkan 19:45 í kvöld. Þjálfari liðsins segir álag og þreytu vera enga afsökun.

Spenntir að mæta goðsögninni: „Þetta er bara geggjað“
Sænska goðsögnin Kim Andersson mætir á parketið á Hlíðarenda er Valur mætir Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Ungir leikmenn Valsliðsins eru spenntir fyrir tækifærinu að mæla sig við þann sænska.