Högni Elfar Gylfason

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Undanfarið hefur mikið gengið á í fjölmiðlum hérlendis varðandi tollflokkun osta sem fluttir eru til landsins. Mörg orð úr ýmsum áttum hafa verið látin falla og oft á tíðum hefur sannleikurinn verið látinn víkja fyrir skoðunum og hagsmunum skrifara eða hagsmunaaðila að baki skrifunum.

Blekking Valkyrjanna
Ég hef í spjalli við ýmsa orðið þess áskynja að sumir trúa lyginni sem haldið hefur verið að fólki árum saman um „áframhald“ aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þannig hefur fólk í Viðreisn, Samfylkingu og aðrir með sambærilega siðferðisvitund hamrað á því að hægt sé að setjast niður í einhverskonar óformlegt kaffispjall við ESB í þeim tilgangi að komast að því „hvað sé í boði“ fyrir Ísland ef landið gengi í sambandið.

Miðflokkurinn stendur vörð um bændur
Við hjónin höfum rekið búskap hér í Skagafirði um langt árabil og konan mín verið við bústörf nánast frá fæðingu. Búskapur er það sem við lifum á og lifum fyrir. Ég hef aldrei efast um að Miðflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar standi vörð um hagsmuni bænda og íslensks landbúnaðar.

Margföldun raforkuverðs
Líkt og áður hefur verið bent á er Ísland á hraðri leið í ógöngur í raforkumálum líkt og löndin á meginlandi Evrópu þar sem almenningur hefur á stundum varla efni á að greiða fyrir orkuna.

Líf eða dauði ungra bænda
Í gær var haldinn baráttufundur Samtaka ungra bænda í Salnum í Kópavogi. Því miður var tilefnið ærið og erindið var við ráðamenn þjóðarinnar.

Ísland framtíðar
Í annað sinn á skömmum tíma er hafið eldgos á Reykjanesskaga. Svo virðist sem staðsetning gossins sé heppileg að því leyti að mannvirkjum eða fólki stafar ekki bráð hætta af því. Í framhaldinu og reyndar allt frá fyrra Fagradalsfjallsgosi hafa verið uppi vangaveltur ýmissa aðila um öryggi vega að Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvelli og öðrum byggðum ásamt öruggi innviða á svæðinu.

Nú árið er liðið
Nú þegar árið 2021 er að baki og nýtt ár með nýjum áskorunum er framundan er rétt og hollt að gjóa augunum lítið eitt í baksýnisspegilinn og undirbúa þannig hvernig best sé að mæta því sem framundan er.

Rétttrúnaður sem sviptir okkur þjónustu
Rétttrúnaður af ýmsu tagi hefur tröllriðið þjóðfélaginu á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Einn er þó slíkur sem hefur ekki farið hátt í umræðunni þrátt fyrir alvarlegar og endurteknar afleiðingar sem af hljótast.

Þjóðleiðir Íslands
Í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikið verið rætt um vegamál og framkvæmdir við þjóðvegi landsins. Þar hefur líklega farið fremstur í flokki háttvirtur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem hreykir sér af þeim framkvæmdum sem í gangi eru í vegakerfi landsins.

Frelsi án ábyrgðar
Eftir lestur undanfarið um rekstrarvandræði Íslandspósts er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér ástæðum og afleiðingum.

Líf og dauði íslensks landbúnaðar - 3. hluti
Undanfarið hafa lífleg skrif um íslenskan landbúnað og innflutning landbúnaðarvara birst á hinum ýmsu miðlum. Svo virðist sem rannsóknir og skrif Ernu Bjarnadóttur hagfræðings og verkefnastjóra Mjólkursamsölunnar í fjölmiðla hafi vakið upp draug.