

Talsverð þróun hefur átt sér stað í leikskólamálum á landsvísu undanfarin misseri. Svo virðist sem að með hverjum deginum kynni fleiri sveitarfélög breyttar áherslur í starfsemi leikskóla sinna en rauði þráðurinn í öllum þessum breytingum er sá sami. Aukning í gjaldtöku, skertur vistunartími og takmörkun á þjónustu sem viðbrögð við mönnunarvanda.
Í aðdraganda kosninga kemur fram aragrúi greina og skrifa um hin ýmsu málefni. Slíkt er eðlilegt enda keppast flokkar og frambjóðendur þeirra við það að ná til kjósenda.
Frjáls félagasamtök eru ein af undirstöðum blómlegs samfélags. Ég þori að fullyrða að öll reiðum við okkur á þjónustu eða tökum þátt í starfsemi einhverra félagasamtaka í gegnum ævina, hvort sem það eru íþróttafélög, verkalýðsfélög, kvenfélög eða önnur félagasamtök.
Á hverjum degi eru auglýst ótal störf á vinnumarkaði. Ætla má að atvinnulífið sé í sókn og er það vel. Eins og með allt sem er vel eru einnig atriði sem er ábótavant. Á liðnum árum höfuð við séð í auknu mæli atvinnurekendur sem fá til sín fólk í sjálfboðastörf.
Það er óhætt að segja að útlendingamál hafa farið mikinn í samfélagsumræðunni á undanförnum vikum. Mismunandi sjónarmið, áherslur og skoðanir hafa átt sér stað, sem er ekki óeðlilegt í lýðræðissamfélagi. Við megum vera ósammála og við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna um málefni líðandi stundar.
Ferðaþjónustan er orðin ein af aðal atvinnugreinum Íslendinga. Ferðaþjónustan er okkur mikilvæg og ekki vildi ég án hennar vera. Það verður þó ekki hjá því komist að horfa til þess að á sama tíma og við áttum okkur öll á mikilvægi ferðaþjónustunnar, þá er hún einnig að vissu leyti svartur blettur á vinnumarkaði.
Það vefst ekki fyrir neinum sem fylgdist með fjölmiðlum að þing alþýðusambandsins var viðburðaríkt. Án þess að fara nánar út í þingið sem slíkt þá langar mig að velta upp spurningu. Því hefur verið haldið fram af fólki, fjölmiðlum og í einhverjum tilfellum fólki innan verkalýðshreyfingarinnar að hreyfingin sé óstarfhæf. En er hreyfingin óstarfhæf?
Í morgun birtist grein frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í Kjarnanum. Þar rekur hún sína sýn á það hvernig Alþýðusambandið hefur starfað undanfarin ár.
Mikið hefur verið fullyrt um laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga í fjölmiðlum og almennri umræðu undanfarið. Slegið hefur verið fram ýmsum tölum og í sumum tilfellum haldið fram að starfsmenn stéttarfélaga séu jafnvel með rúmlega tvöföld lágmarkslaun og slagi jafnvel í laun upp 800-900 þúsund krónur.
Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ítrekað básúnað um ágæti sinna starfa á kjörtímabilinu en þeir eru fátt annað en frasar án innihalds.