Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024)

Fréttamynd

„Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“

Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan.

Innlent
Fréttamynd

Skúli skipaður hæsta­réttar­dómari

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Sakar ríkis­stjórnina um vanfjármögnun lög­reglunnar

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að löggæsla ríkisins væri farin að líða verulega fyrir stjórnarstefnu forsætisráðherra. Hún vísaði í umsögn félags yfirlögregluþjóna sem segir að um stöðu lögreglunnar megi segja að þar brenni allir endar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á styrk lögreglunnar, en hafi glímt við áskoranir eins og styttingu vakta og hækkun launa.

Innlent
Fréttamynd

Segir sam­starfið vera að þurrka flokkinn út

Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum.

Innlent
Fréttamynd

VG mælist að­eins með þrjú prósent

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi fjarri góðu gamni

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er staddur erlendis og kvartaði stjórnarandstaðan sáran undan því að hann væri ekki viðstaddur umræðu um mikilvæg mál svo sem söluna á Íslandsbanka og ÍL-sjóð.

Innlent
Fréttamynd

Telur ekki að Katrín hafi gert mis­tök

„Í þessari kosningabaráttu svona heilt yfir þá fannst mér inntak forsetaembættisins vera svolítið á reiki. Það var mjög ólík sýn sem að birtist frá frambjóðendum á það hversu víðtæk völd forsetans væru og mér fannst á köflum umræðan um áhugasvið frambjóðenda teygja sig langt inn fyrir mörk stjórnmálanna. Verið var að ræða mál sem að jafnaði eru gerð upp með lýðræðislegum hætti á Alþingi.“

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnarsamstarfi lokið nái frum­varpið ekki í gegn

Fundi í Allsherjar-og menntamálanefnd var frestað skyndilega í morgun þar sem útlendingafrumvarpið átti að vera fyrst á dagskrá. Þingmaður Miðflokksins í nefndinni telur þetta merki um ágreining milli stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnarsamstarfinu sé lokið verði frumvarpið ekki afgreitt úr nefndinni í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin á erfiða daga fyrir höndum

Jakob Birgisson grínari, eindreginn stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur í kosningakjöri, var ekki í miklu grínstuði þegar hann hripaði í nótt á X: „Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld.“

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar hafa á­hyggjur af vald­beitingu

Á fréttamiðlum í gær mátti lesa að ráðherra í ríkisstjórn Íslands telur mikilvægt að farið sé vandlega yfir verkferla þegar lögregla beitir valdi gegn borgurum landsins. Þetta kemur í kjölfar þess að nokkrir kjósendur hans fengu yfir sig piparúða þegar þeir mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Ráðherran segist nú hafa gefið út fyrirmæli til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis að fara ætti yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu í svona málum.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­lík sýn á hvort Ís­land eigi að styðja vörn Úkraínu­manna

Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega.

Innlent
Fréttamynd

Þakkar fyrir að hafa ekki þurft að beita kylfum

Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að vinna bug á mótmælum við ríkisstjórnarfund í morgun. Þau hafi verið agressív. Lögregla hafi reynt að beita vægari úrræðum og sem betur fer ekki þurft að beita kylfum.

Innlent
Fréttamynd

Notuðu piparúða á mót­mælendur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki verði hægt að lauma gullhúðun í lög

Starfshópur utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna hyggst leggja til að breytingar verði gerðar á verklagi við vinnslu stjórnarfrumvarpa til innleiðingar á Evrópureglum, þannig að bæði hagsmunaaðilar og alþingismenn séu rækilega upplýstir um það strax á fyrstu stigum lagasetningar ef stjórnvöld bæta innlendum reglum við EES-löggjöfina.

Innlent
Fréttamynd

Reiði sam­fé­lags 2.0

Reiði heils samfélags er bæði heillandi og ógnvekjandi. Það er ekki oft sem atburðir gerast sem leiða til slíkrar reiði, en af og til þá blossar hún upp.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta hefur ekkert að gera með mína pólitísku hug­sjón“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segist ekki vera viljandi að bíða fram yfir kosningar með að taka ákvörðun um leyfisveitingu til hvalveiða. Ákvörðun kunni að liggja fyrir í lok næstu viku, og muni ekki byggja á hennar pólitísku hugsjónum. Kallað var eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna fyrst í gær.

Innlent
Fréttamynd

Heilt kjör­tíma­bil án árangurs í lofts­lags­málum

Í dag stóð Umhverfisstofnun fyrir Loftslagsdeginum í Hörpu, viðburði sem er búinn að festa sig í sessi sem árlegt tilefni til að taka stöðuna og ræða staðreyndir í kringum loftslagsmálin. Fullur salur af sérfræðingum og áhugafólki þurfti þar, líkt og undanfarin ár, að hlusta á umhverfisráðherra lýsa stöðu sem engin kannast við nema þau sem eyða flestum dögum í grænþvottaherbergjum ríkisstjórnarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Forsetakosning, auð­lindir í þágu al­mennings

Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnir í að losunar­skuld­bindingar náist

Útlit er fyrir að Íslands nái losunarskuldbindingum sínum á fyrstu tveimur árum Parísarsamkomulagsins samkvæmt nýjum tölum Umhverfisstofnunar. Heildarlosun jókst um eitt prósent en samfélagslosun stóð í stað.

Innlent
Fréttamynd

Í djúpneti ís­lenskra stjórn­mála

Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu.

Skoðun